Fréttablaðið - 16.07.2012, Side 10
10 16. júlí 2012 MÁNUDAGUR
Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa
lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10%
landsmanna bera mikið traust til Alþingis
og litlu ofar á skalanum er Borg-
arstjórn Reykjavíkur sem nýtur
trausts 15% íbúa. Til saman-
burðar má heilbrigðisþjónustan
bærilega vel við una, því 73%
eru ánægðir með hana og kemur
hún fast á hæla Háskóla Íslands.
Nú kynnu margir að halda að
sú endurnýjun sem átti sér stað
á fulltrúum á Alþingi og í Borg-
arstjórn Reykjavíkur í síðustu
kosningum hefði átt að skila sér
í öflugra starfi og hæfara fólki
en raunin hefur orðið á.
Fólk trúði því að hinir 27 nýju
þingmenn á Alþingi myndu
blása lífi í störf þingsins og bæta
vinnustaðamenningu þessarar
fornfrægu stofnunar. Hin unga
sveit þingmanna hefur hins
vegar breytt þinghaldinu, með
hjálp nokkurra litlu eldri þingmanna, í
hálfgerða morfískeppni. Þjóðin horfir agn-
dofa á og skilur ekki hvaðan á sig stendur
veðrið.
Á sama tíma lesum við í dagblöðunum
lærðar greinar um samfélagsleg málefni
eftir fólk á besta aldri sem slitið hefur
þingskónum fyrir nokkru. Meðal þess-
ara einstaklinga eru Sighvatur
Björgvinsson, Þorsteinn Páls-
son og Svavar Gestsson, svo
fáeinir séu nefndir.
Hin unga kynslóð bregst þó
ekki við þessum skrifum, því
annað hvort les hún ekki blöðin
eða telur sig vanmegnuga til að
etja kappi við slíka garpa. Síð-
ari ágiskunin virðist sennilegri
því þess háttar greinar verða
ekki skrifaðar nema á grunni
áratuga reynslu og mikillar
þekkingar. Vinnustaðurinn
Alþingi hefur einfaldlega brugð-
ist í því hlutverki sínu að skila
hinum sögulega arfi til hinnar
ungu kynslóðar þingmanna sem
nú á sæti á þjóðarsamkomunni.
Úr þessu verður trauðla bætt
nema hinar reynslumiklu hetjur
snúi aftur, að minnsta kosti tímabundið,
og í framtíðinni verði tryggt að meira
jafnvægi ríki milli kynslóðanna á þessum
vettvangi en nú er.
Fólk trúði
því að
hinir 27 nýju
þingmenn
á Alþingi
myndu blása
lífi í störf
þingsins …
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Reyndar hetjur snúi aftur
Samfélags-
mál
Ingimar
Einarsson
félags- og
stjórnmála-
fræðingur
Kælandi og græðandi, 99,9% hreint Aloe Vera gel
án skaðlegra aukaefna.
www.drorganic.co.uk
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum.
Dr.Organic – hreinar náttúruvörur
Árásargjarnir menn
Karl Sigurbjörnsson lét nýverið af
embætti sem biskup Íslands. Af því
tilefni hélt Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra samsæti Karli til heiðurs
og flutti ráðherra þar ræðu eins og
gengur og gerist. Í ræðu sinni sagði
Ögmundur meðal annars að kreppan
hefði komið illa við þjóðkirkjuna. Þá
hefðu dapurleg mál sem allir þekktu,
svo og innri vandkvæði, aukið
á raunir kirkjunnar auk þess
sem árásargjarnir menn hefðu
neytt færis til að vega sem
grimmilegast að kirkjunni
og orðið ágengt við að
rjúfa samstöðu kirkju
og þjóðar.
Trúmálin eldfim
Urðu þessi orð Ögmundar tilefni nokk-
urra skrifa í netheimum um helgina.
Enda sennilega jarðbundnari skýringar
á þeirri fækkun sem orðið hefur í þjóð-
kirkjunni á síðustu árum en sú að ótil-
greindir menn hafi með árásum rofið
samstöðu kirkju og þjóðar. Ögmundur
fjallaði síðan sjálfur um ræðuna í pistli
sem birtist á vefsíðu hans í gær og
sagðist þar hafa verið að horfa til
liðinna ára þar sem sér hefði þótt
umræða um trúmál oft vera ofsa-
fengin og hatursfull. Er það hárrétt
hjá Ögmundi en fátt virðist jafn við-
kvæmt á Íslandi og umræða um
trúmál eins og skrif helgarinnar
bera kannski vitni.
Þingmenn til skammar?
Viðskiptablaðið birti ítarlegt viðtal
við Illuga Gunnarsson, þingmann
Sjálfstæðisflokksins, á fimmtudag. Í
gær birtist svo á vef blaðsins ítarefni
úr viðtalinu sem rataði ekki í sjálft
blaðið. Á vefnum ræddi Illugi um
andrúmsloftið í þinginu og vék hann
sérstaklega að framkomu Björns
Vals Gíslasonar, þingmanns
VG, sem Illugi sagði til
skammar og hafa dregið
úr trúverðugleika þingsins.
Það er ekki á hverjum
degi sem þingmenn tala
svona um nafngreinda
samstarfsmenn sína.
magnusl@frettabladid.isF
réttablaðið sagði frá því á laugardag að stýrihópur á vegum
mennta- og menningarmálaráðherra hefði nú til skoðunar
hvernig breyta þyrfti lögum til að styrkja betur tjáningar- og
upplýsingafrelsi á Íslandi. Þetta er þarft verkefni, en hópur-
inn var settur á fót í framhaldi af því að Alþingi samþykkti
þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri þingmanna um að
Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar-
og upplýsingafrelsis.
Eitt af fyrstu verkum hópsins
var að skrifa refsiréttarnefnd
erindi um hvort ekki væri rétt
að færa ákvæði um meiðyrði úr
hegningarlögum yfir í skaðabóta-
lög og afnema refsingu við brotum
á þeim. Ása Ólafsdóttir, formaður
hópsins, segir í Fréttablaðinu að
ekki séu mörg dæmi um að refsað sé fyrir meiðyrði, en þessi breyting
myndi breyta ásýnd þessara mála. Mannréttindadómstóll Evrópu hafi
í auknum mæli gagnrýnt refsingar á þessu sviði. „Það er mikilvægt að
við getum sýnt fram á að hafa tekið upplýsta ákvörðun um að bótamál
og umgjörð utan um meiðyrðalöggjöf séu ekki inni í hegningarlögum
heldur í einkarétti. Það er viðhorfsbreyting og stórt skref,“ segir Ása.
Það virðist liggja frekar beint við að stíga þetta skref. Það er ekki
eðlilegt að það sé ríkisvaldið, sem refsar einstaklingi fyrir að viðhafa
ærumeiðandi ummæli um aðra, heldur hlýtur sá sem telur á sér brotið
að sækja rétt sinn í einkamáli fyrir dómstólum.
Það rímar við aðra breytingu sem nefndin skoðar, það er hvort
ástæða sé til að afnema heimildir til lögbanns vegna væntanlegrar
birtingar efnis í fjölmiðlum. Ása bendir á að krafa um lögbann geti
takmarkað tjáningarfrelsið, en á móti verði að styrkja rétt þeirra sem
verði fyrir meiðandi ummælum. Breytingar í þessum efnum eiga að
sjálfsögðu ekki að létta af fjölmiðlum þeirri skyldu að vanda upplýs-
ingaöflun sína og vega ekki að æru manna að ástæðulausu.
Nefndin skoðar hvort ganga eigi enn lengra en gert var með nýjum
fjölmiðlalögum í að tryggja vernd heimildarmanna. Meðal annars er
skoðað hvort draga eigi úr þagnarskyldu opinberra starfsmanna til
að þeir geti ljóstrað upp um atvik sem þeir verða áskynja í starfi sínu
og eiga erindi við almenning.
Ása tekur fram að skiptar skoðanir séu um þetta atriði. Mörg ríki
hafa hins vegar breytt lögum til að styrkja stöðu uppljóstrara. Þagnar-
skylda opinberra starfsmanna er hugsuð til að vernda til dæmis öryggi
ríkisins og einkalíf skjólstæðinga opinberra stofnana. Hún á hins
vegar ekki að ná yfir það þegar starfsfólk hins opinbera kemst til að
mynda á snoðir um spillingu eða vonda stjórnsýslu. Slíkar upplýsingar
eiga skilyrðislaust erindi við almenning.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra virðist ætla að fylgja
þessu máli vel eftir og segir skoðun lagaumhverfisins brýna. „Það
hefur komið á daginn að það var mikil þörf á endurbótum í þessum
málaflokki,“ sagði hún í Fréttablaðinu á laugardag.
Það er vafalaust rétt hjá ráðherranum. En af hverju hefur hún þá
haldið til streitu frumvarpi sínu um að banna birtingu skoðanakann-
ana dagana fyrir kosningar, sem væri augljóst brot á tjáningar- og
upplýsingafrelsi? Kannski stýrihópurinn kveði þá hugmynd í kútinn.
Þörf endurskoðun á lagarammanum:
Tjáningar- og upp-
lýsingafrelsi styrkt