Fréttablaðið - 16.07.2012, Síða 14

Fréttablaðið - 16.07.2012, Síða 14
16. júlí 2012 MÁNUDAGUR14 timamot@frettabladid.is „Hugmyndin varð til þegar ég var að ganga Laugaveginn með dætrum mínum í fyrra. Ég hef oft skrifað um efni tengd útivist og ferðalögum, og í þessari göngu hvöttu þær mig til að taka þau skrif lengra og setja vef á laggirnar með upplýsingum um göngu- leiðir og það varð úr, það vantaði svona vef en hliðstæðir vefir eru þekktir víða um heim,“ segir Jónas Guðmundsson sem nýverið setti á laggirnar vefinn gonguleidir.is. Á honum er að finna lýs- ingar á 250 leiðum um land allt. Spurður hvernig leiðirnar á vefnum hafi verið valdar segir Jónas það ein- falt: „Þetta eru leiðir sem ég hef farið, nú þegar eru komar 250 leiðir inn og ég kem til með að setja hátt í 100 leiðir í viðbót inn í sumar,“ segir Jónas sem lengi hefur stundað útivist og göngur auk þess að vera virkur í björgunar- sveitum um árabil. „Ég hef verið að labba í 25 ár og ég komst að því þegar ég hóf vinnu við vefinn að ég hef meira og minna haldið til haga upplýsingum um gönguferðir mína, fyrst óformlega og svo formlega. Ég á loggbækur, ljósmyndir úr ferðum og líklega hátt í 100 göngukort. Líklega er ég nörd á þessu sviði, það þýðir ekki annað en að játa það.“ Á gönguleiðavefnum eru hagnýtar upplýsingar um gönguleiðirnar, bæði er leiðarlýsing á síðunni, upplýsingar um göngutíma, myndir og svo er hægt að sækja GPS-hnit leiðarinnar ef það á við. Þá er hægt að prenta út stutta og markvissa lýsingu sem passar á A4 blað og hentar til að taka með í göng- una. „En svo verður fólk auðvitað að kunna að ferðast, vera rétt útbúið og við öllu búið. Vera með GPS-tæki með sér í lengri ferðir,“ segir Jónas sem frábiður sér stimpilinn göngugarpur þrátt fyrir mikla göngureynslu. „Ég byrjaði í skátunum 10 eða 12 ára gamall og svo tóku björgunarsveitirn- ar við. En ég er enginn garpur, meiri svona meðalkall. Þetta verður bara hluti af lífstílnum. Dætur mínar eru löngu komnar upp á lagið. Þær gengu með mér Laugaveginn í fyrra sjö og ellefu ára gamlar. Nú vorum við að koma úr gönguferð um Fjallabak. Það geta allir gengið, málið er bara að sigta inn á leiðir sem henta,“ segir Jónas að lokum. sigridur@frettabladid.is JÓNAS GUÐMUNDSSON: OPNAÐ FYRSTA GÖNGULEIÐAVEF LANDSINS Gengst við því að vera nörd JÓNAS GUÐMUNDSSON Hefur stundað göngur í 25 ár og ferðalangar njóta góðs af á síðu hans www.gonguleidir.is. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjallabakið er í miklu uppáhaldi hjá Jónasi sem nefnir leiðina inn í Vondugil sem dæmi um skemmtilega göngu við allra hæfi. Hér er gripið niður í lýsingu hans á vefnum: „Ef það teldist góð vinnubrögð að skrifa VÁ í gönguleiðalýsingu væri það gert hér. Stórkostlegt svæði með ótrúlegri litadýrð. Við hefjum gönguna við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum. Fyrsti leggurinn er sameiginlegur með þeim sem eru að ganga Laugaveginn. Rétt áður en við byrjum að hækka okkur að Brennisteinsöldu er skilti sem bendir til hægri. Á því stendur Vondugil og Háalda. Göngum inn í Vondugil og sömu leið til baka. […] Litadýrðin í giljunum er ótrúleg. Á nokkrum stöðum sunnan (vinstra megin) við Uppgönguhrygginn eru litirnir næstum óraunverulegir. Ekkert verra er að vera hér eftir góðan rigningarskúr en þá skerpir stundum á litum og þeir jafnvel breytast.“ WWW.GONGULEIDIR.IS VÁ Í VONDUGILJUM Merkisatburðir 1627 Tyrkjaránið: 242 manns numin á brott frá Vestmannaeyj- um af sjóræningjum frá Algeirsborg og seld í þrældóm. Auk þeirra eru 36 drepnir. 1661 Fyrstu peningaseðlar í Evrópu gefnir út af Stokkhólmsbanka. 1951 Skáldsagan Bjargvætturinn í grasinu eftir J. D. Salinger kemur út í Bandaríkjunum. 1990 Yfir 1600 manns láta lífið í jarðskjálfta á Filippseyjum. 2005 Skáldsagan Harry Potter og blendingsprinsinn kemur út á sama tíma um allan heim. 287.564 eintök seljast að meðal- tali á hverri klukkustund fyrsta sólarhringinn. 2009 Alþingi Íslendinga samþykkir með 33 atkvæðum gegn 28 (tveir sátu hjá) að senda umsókn um aðild til Evrópusambands- ins. Allir flokkar klofna í afstöðu sinni nema Samfylkingin. ROALD AMUNDSSEN (1872-1928) landkönnuður fæddist þennan dag. „Ævintýri er bara lélegt skipulag.“ x Þennan dag fyrir réttu 61 ári síðan kom út í Banda- ríkjunum bókin The Catcher in The Rye eða Bjarg- vætturinn í grasinu eins og hún kallast á Íslensku. Þetta var fyrsta skáldsaga höfundarins J.D. Salinger sem áður hafði vakið athygli fyrir smásagnaskrif. Söguþráður bókarinnar er einfaldur, fylgst er með söguhetjunni, hinum sextán ára Holden Caulfield, flækjast um í New York eftir brottrekstur úr heimavistarskóla fyrir drengi, raunar hinum fjórða á skömmum tíma. Söguhetjan er einnig sögumaður frásagnarinnar sem flakkar aftur í tíma, dregur upp mynd af fjölskyldu Caulfields og gefur innsýn í hvað stefnir hjá honum. Í sögunni kvað við nýjan tón í bandarískum bókmenntum. Ekki hafði tilvistarkreppu unglings verið lýst betur, orðfæri og hugðarefnum. Holden Caulfield er andhetja, en andhetja sem margir gátu speglað sig í og bókin varð fljótt afar vinsæl. Hún var þó umdeild, Caulfield hefur trú að háði og spotti og talar frjálslega um vændi sem féll í grýtta jörð hjá sumum þjóðfélagshópum og var hún bönnuð víða í Bandaríkjunum. Höfundurinn dró sig í hlé og gaf lítið út eftir að bókin kom út. Hann neitaði að tala við fjölmiðla og hafnaði síendurteknum boðum um að selja réttinn til að færa efni bókarinnar yfir á hvíta tjaldið. Bókin kom út í íslenskri þýðingu árið 1975 en höfundur hennar var Flosi Ólafsson. ÞETTA GERÐIST: 16. JÚLÍ 1951 Bjargvætturinn í grasinu gefin út Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR ODDNÝ ÁGÚSTSDÓTTIR sem lést laugardaginn 7. júlí á Hrafnistu 2b í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju miðvikudaginn 18. júlí kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Inga I. Svala Vilhjálmsdóttir Páll Trausti Jörundsson Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir Sigmundur Smári Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri frændi og vinur, EYJÓLFUR EYJÓLFSSON frá Botnum í Meðallandi, Sundlaugavegi 24, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum fimmtudaginn 5. júlí, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 17. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Halldórsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS SIGURÐUR KRISTJÁNSSON fyrrv. yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, Garðavegi 12, Keflavík, lést mánudaginn 9. júlí. Jarðarförin fer fram 20. júlí nk. frá Keflavíkurkirkju kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á samtök um Alzheimer, 0327-26-004302 kt. 580690-2389. Jónína Kristjánsdóttir Hilmar Bragi Jónsson Elín Káradóttir Magnús Brimar Jóhannsson Sigurlína Magnúsdóttir Hanna Rannveig Sigfúsdóttir Ágúst Pétursson Drífa Jóna Sigfúsdóttir Óskar Karlsson Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir Jóhann Ólafur Hauksson Snorri Már Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn. Útför bróður okkar, mágs og frænda, KARLS KONRÁÐS KARLSSONAR Blómvallagötu 13, Reykjavík, sem lést að heimili sínu 12. þ.m., fer fram frá Landakotskirkju þriðjudaginn 17. þ.m. kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Norbert Gossmann BJÖRN FRIÐFINNSSON fv. ráðuneytisstjóri, sem lést þann 11. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þann 19. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Rauða krossinn. Iðunn Steinsdóttir Leifur Björnsson Ragnheiður Ármannsdóttir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Þórir Guðmundsson Halldór Björnsson Helga Rut Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.