Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 16.07.2012, Qupperneq 16
FÓLK|HEIMILI Það eru margar leiðir til að þrífa hefð- bundin lyklaborð, allt eftir því hvaða óhreinindi það eru sem helst þarf að þrífa. Það allra fyrsta sem þarf að gera er að taka lyklaborðið úr sambandi eða taka rafhlöðurnar úr. Lyklaborðið getur skemmst við hreingerninguna ef það er rafmagn á því. Til að ná ryki úr lyklaborðinu er auð- veldast að nota litla handryksugu. Ef rykið er mikið er hægt að setja bursta á venjulega ryksugu og bursta með honum um leið og ryksugað er. Dagleg notkun elur af sér alls kyns sýkla sem fá að lifa óáreittir á tökkum lyklaborðsins ef ekkert er að gert. Var- ist þó að nota ekki of sterk hreinsiefni þar sem ekki er gott fyrir fingurna að vera í snertingu lengi við þess konar efni. Setjið efnið í tusku og strjúkið yfir lyklaborðið. Gott er að nota eyrnapinna til að komast á milli takkanna. Stundum er þörf á að fara út í al- varlegri hreinsunaraðgerðir, til dæmis þegar einhvers konar vökvi hellist yfir lyklaborðið. Þá er best að byrja á því að þurrka upp allan þann vökva sem hægt er. Ef takkarnir eru orðnir klístraðir þarf að taka þá af. Þá þarf að leggja á minnið rétta staðsetningu allra takkanna eða jafnvel taka mynd af lyklaborðinu áður en takkarnir eru teknir af. Þegar búið er að taka lyklana af er hægt að þrífa borðið sjálft með ryksugu eða tusku með hreinsiefni í. Takkana sjálfa má þrífa með vatni eða eyrna- pinna. Á mjög erfiða bletti má nota strokleður, passið þó að strokleðurs- leifarnar fari ekki ofan í lyklaborðið. Ef ekkert af þessu virkar má nota mjúkan tannbursta, bleyttan í hreinsiefni. Setj- ið svo takkana aftur á lyklaborðið og þá ætti það að vera orðið eins og nýtt. HVERNIG ÞRÍFA Á LYKLABORÐ Lyklaborð tölvunnar er flestum mikilvægt en það, eins og aðrir hlutir, safnar ryki og drullu með tímanum. Hér eru ráð til að halda því hreinu. GRÓÐRARSTÍA Margir gleyma að þrífa lykla- borð en þar þrífast alls- kyns óhreinindi. Á heimasíðu Húsasmiðj- unnar má finna leiðbeiningar um hvernig skuli mála flísar. Til að byrja þarf að hreinsa flísarnar og gamla fúgu með sterku hreinsiefni og svo með sveppaeyði. Hreinsið líka gamla málningu af, ef einhver er á flísunum. Því næst skal grunna flísarnar, en gætið þess að hvergi sé bleyta á flísum eða í fúgu. Notið gervihárapensil eða rúllu fyrir grunninn, málið alltaf lóð- rétt í sömu átt. Látið grunninn þorna og pússið með sand- pappír að grófleika 120. Bleytið tusku með White Spirit og strjúkið yfir. Mál- ið aðra umferð af grunni. Strjúkið yfir með sandpappír að grófleika 160, þurrkið sem fyrr og málið með lakkinu, látið þorna, strjúkið yfir með sandpappír (grófleika 180) og málið aðra umferð, látið lakkið þorna og allt er klárt. Ekki gleyma að mála ávallt lóðrétt í sömu átt. FLIKKAÐ UPP Á FLÍSARNAR Eru flísarnar farnar að láta á sjá? Hví ekki að mála? Hildur Kjartansdóttir ákvað að skella í eina köku og skreyta hana í tilefni þess að hún er í vikulöngu sumarfríi. „Ég gerði stúdentsköku fyrir vinkonu mína sem útskrifaðist úr MR og skreytti hana með skólanum sjálfum. Þá komst ég að því að ég hef mjög gaman af að skreyta kökur með þekktum bygg- ingum. Mér finnst Höfði falleg bygging og ákvað að spreyta mig á því að gera hana. Ég fór með kökuna til ömmu og afa og þau fengu að eiga hurðarhúnninn sem svo mikið var horft á í sjónvarpinu þegar leiðtogafundurinn fór þar fram,“ segir Hildur. Aðspurð segist hún alveg tíma því að borða kökurnar. „Það er fínt að ein- hver borði þær því annars skemmast þær bara.“ Vinir og vandamenn Hildar fá helst að njóta afraksturs bakstursins en hún hefur gert svolítið af því að baka fyrir afmæli og aðrar veislur og gefur þá kökuna sem gjöf. „Það eru ekki margir í vinahópnum sem hafa gaman af köku- skreytingum þannig að þeim finnst fínt að ég sjái um þetta,“ segir hún. Hildur byrjaði að nota sykurmassa í skreytingar fyrir rúmu ári síðan. „Mér finnst skemmtilegast að fá áskoranir og vinna út frá þeim. Ég gerði til dæmis geislasverðsköku fyrir vin minn af því hann var lengi búinn að biðja um að ég gæfi honum geislasverð þegar ég kláraði geisla- fræðina sem ég er að læra,“ segir Hildur og tekur fram að geislafræði hafi reyndar ekkert með geislasverð að gera. Hún segir alls ekki erfitt að gera svona fallega skreyttar kökur, það reyni helst á þolinmæðina. „Þetta felst í æfingunni en tekur svolítinn tíma. Ég var fjóra til fimm tíma að lita massann og skreyta Höfðakökuna.“ Hildi finnst gaman að elda og baka en í sumar vinnur hún við að elda fyrir börn og starfsfólk í sumarbúðum KFUM & KFUK á Hólavatni. „Það er alltaf gam- an að elda þegar maður fær hrós fyrir og það er vel borðað af matnum,“ segir Hildur sem hyggur á meiri og jafnvel metnaðarfyllri kökuskreytingar í fram- tíðinni. ■ lilja.bjork@365.is HÖFÐI Á KÖKU GAMAN AÐ BAKA Hildur Kjartansdóttir er frístundabakari sem eyðir góðum tíma í eldhúsinu. Hún vinnur í sumar við að elda fyrir krakka í sumarbúðum. FALLEG OG GÓMSÆT Hildi finnst Höfði falleg bygging og ákvað að skreyta köku með bygg- ingunni þekktu. Það tókst svona stórvel. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Útsalan í fullum gangi Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58 Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta Save the Children á Íslandi FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir BAKAR Í FRÍINU Hildur er frístundabakari með metnað. Henni finnst gaman að fá áskoranir og hugmyndir frá öðrum þegar kemur að því að skreyta kökurnar sem hún bakar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.