Fréttablaðið - 16.07.2012, Side 43

Fréttablaðið - 16.07.2012, Side 43
MÁNUDAGUR 16. júlí 2012 23 bmvalla.is Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð! Álag á hellur er meira á Íslandi en annars staðar í heiminum sökum veður- og hitabreytinga. Hjá BM Vallá eru hellur því steyptar í einu lagi, úr harðari efnum og í viðeigandi þykkt eftir notkun, og síðan styrkleika- og gæðaprófaðar. Við bjóðum mikið úrval af hellum, hleðslusteini og garð- einingum og faglega ráðgjöf við landslagshönnun og val á hellum. Allar vörur eru afgreiddar fljótt og örugglega. Hellur eiga að endast lengi og því ber að vanda til verksins strax í upphafi. Þess vegna velur fagfólkið BM Vallá. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 12 17 00 Fagfólkið velur BM Vallá Fagmenn ráðleggja 6 cm þykkar hellur að lágmarki í bílaplön.6 cm BM Vallá ehf · Akureyri Austursíðu 2 603 Akureyri Sími: 412 5203 sala@bmvalla.is Opið mán.–fös. kl. 8–17 BM Vallá ehf Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is Opið mán.–fös. kl. 8–18 FRJÁLSAR Spjótkastarinn og ólymp- íufarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði mjög góðu kasti í Dalnum upp á 60,54 metra. Svo gott kast mun líklega færa henni sæti í úrslit- um Ólympíuleikanna. Ásdís er því greinilega í góðu formi og þessi frammistaða lofar góðu fyrir framhaldið. Annar ólympíufari, kúluvarp- arinn Óðinn Björn Þorsteinsson, vann sína grein en kastaði aðeins 18,51 metra en sá árangur mun ekki fleyta honum langt í London. Trausti Stefánsson sló heldur betur í gegn á mótinu en hann vann í 100, 200 og 400 metra spretthlaupi og hirti því þrenn gullverðlaun. Trausti vann 200 metra hlaupið er hann kom í mark á 21,89 sek- úndum. Kolbeinn Höður Gunnars- son frá UFA varð annar á 22,2 sek- úndum og rétt á eftir honum kom Óli Tómas Freysson úr FH á 22,36 sekúndum. Einar Daði Lárusson var einnig í miklu stuði um helgina og nældi í þrenn gullverðlaun. Hinn fjölhæfi Einar Daði sigraði í 110 metra grindahlaupi, 4x400 metra boð- hlaupi og einnig í hástökki. Fjóla Signý Hannesdóttir var líka á meðal þeirra sem fengu þrjú gull. Hún sigraði í 400 metra grindahlaupi, 100 metra grinda- hlaupi og hástökki. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA vann einnig þrenn gullverðlaun um helgina en hún bar sigur úr býtum í 100 og 200 metra sprett- hlaupi sem og í langstökki, greini- lega frábært frjálsíþróttafólk á ferðinni. - sáp Meistaramótið í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvelli um helgina: Kast Ásdísar lofar góðu fyrir London ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR Virkar í flottu formi og náði frábæru kasti í Dalnum um helgina. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Hið nýríka franska félag, Paris Saint Germain, festi um helgina kaup á brasilíska varnarmanninum Thiago Silva frá AC Milan. Silva kostaði félagið litlar 33 milljónir punda en það gerir Silva að þriðja dýrasta Brasilíumanni frá upphafi. Þetta eru fyrstu stóru kaup félagsins síðan moldríkir Katarar keyptu félagið en þeir ætla sér með það á topp Evrópuboltans. PSG er einnig að reyna að ganga frá kaupum á Zlatan Ibrahimovic. Félagið hefur náð samkomulagi við AC Milan um kaupverðið en hægt þokast í samningaviðræðum við leik- manninn sjálfan. Zlatan vill fá drjúgan seðil til þess að koma í franska boltann og því hefur það tekið lengra tíma en búist var við að semja við hann. - hbg Thiago Silva: Seldur til PSG SILVA Er einn besti varnarmaður heims og spilar ekki aftur með AC Milan. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, ætlar að snúa sér að þjálfun þegar ferlinum lýkur en þessi ótrúlegi leikmaður á að baki frábær ár hjá United. Giggs, sem er 38 ára, mun vera fyrirliði breska knattspyrnuliðs- ins á Ólympíuleikunum í London sem fram fara í ágúst. Leikmað- urinn mun sinna ákveðnu þjálf- arahlutverki á leiknum og ætlar hann að nýta þá reynslu í fram- tíðinni. „Þjálfun er eitthvað sem ég horfi meira og meira til,“ sagði Ryan Giggs við enska fjölmiðla. „Um mitt síðasta tímabil klár- aði ég UEFA þjálfararéttindin og í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir því að ég snúi mér að þjálf- un. Ég hef verið lengi í atvinnu- mennsku og hef öðlast mikla reynslu, það er mikilvægt ef maður vill snúa sér að þjálfun.“ - sáp Walesverjinn Ryan Giggs: Ætlar í þjálfun RYAN GIGGS Hefur átt einstakan feril hjá Man. Utd. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.