Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 46
16. júlí 2012 MÁNUDAGUR26 GOTT Á GRILLIÐ Lene Stæhr, dönsk heimildar- myndagerðarkona, vinnur að þrí- leik í samstarfi við danska rík- issjónvarpið sem fjallar um líf fólks í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Stæhr leitar nú að söguefni hér á Íslandi og henni þykir ekkert viðfangsefni of stórt eða lítið. Stæhr óskar eftir sögum frá fólki sem glímir við vanda eða átök í lífi sínu og hefur hugrekki til að deila sögu sinni með öðrum. Myndirnar sem gerast á Græn- landi og í Færeyjum eru langt á veg komnar og segja frá samkyn- hneigðum manni á Grænlandi og súludansara er hraktist burt úr hinu strangkristna samfélagi í Færeyjum og leitast nú eftir því að byggja upp samband við fjöl- skyldu sína á ný. Þess má geta að þríleikurinn er framleiddur af framleiðslufyrir- tæki í eigu leikstjórans Nicolas Winding Refn sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Drive, Bronson og Pusher. Stæhr segist ekki vita við hverju hún megi búast af Íslend- ingum en vonar að einhverjir sýni verkefninu áhuga. Hún mun lesa allar þær sögur sem ber- ast og í kjölfarið reyna að hitta þá sem sendu sögurnar. „Það er mikilvægt að hitta alla því ég þarf að sjá hvort fólk geti miðlað sögu sinni til áhorfenda á áhrifa- ríkan hátt. Ég vil þó taka fram að heimildarmyndin er unnin í samráði við viðmælendur. Þetta verður mannleg saga unnin af ást og alúð.“ Áætlað er að tökur hefjist í september og búast má við að eftirvinnslan taki upp undir ár. Afraksturinn verður svo sýnd- ur í Danmörku og öðrum Norð- urlöndum sem og í Frakklandi. Hafi einhver góða sögu til að deila með Stæhr getur sá hinn sami sent henni tölvupóst á net- fangið lenestaehr@hotmail.com. - sm Óskar eftir sögum venjulegs fólks LEITAR AÐ SÖGUEFNI Lene Stæhr, dönsk heimildarmyndagerðarkona, vinnur að þríleik í samstarfi við danska ríkissjón- varpið. Hún leitar að sögum hér á landi. „Guði sé lof fyrir Skype,“ segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðar síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney. Íslenski hópur- inn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikja- hönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. „Ég varð vitni að því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn, eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin,“ segir Guðmundur. „Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst.“ Hann kynnti leikinn Robert‘s Quest fyrir stjörnum prýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmund- ur nemur við Margmiðlunarskól- ann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. „Larry Hryb, sem er yfir Xbox Live, var dómari og tók í hönd- ina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina í hástert við mig,“ nefnir hann kátur. Leikurinn fjallar um íkornann Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjan- lega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. „Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn,“ segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfara- nótt 6. júlí með konu sinni Gunn- þóru Elínu Erlingsdóttur, þá til- tölulega nýlentur í Ástralíu. „Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi uppi á herbergi,“ segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringu en sími Guð- mundar virkaði ekki. Fyrir brott- för hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. „Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnartól, hún er ómótstæðileg,“ segir hún. hallfridur@frettabladid.is GUÐMUNDUR VALUR VIÐARSSON: DÓTTIRINN KOM Í HEIMINN Í BEINNI Fæðing á Skype á stærstu forritunarkeppni heims FAGNAÐARFUNDIR Liðsmenn Radiant Games ásamt Gunnþóru og nýfæddu dótturinni samankomin eftir atburði sem hafa einkennst af fjarlægð, tækni og gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við grillum lamba rib-eye á jöklinum og höfum kartöflu- salat, kalda sósu og jökulkaldan bjór með.“ Pétur Haukur Loftsson, starfs- maður hjá Pure Adventures. Heilsueldhúsið „Fáum hefur tekist jafn vel að teknó-væða mannfólkið eins og Dave Clarke,“ segir Arnviður Snorrason, betur þekktur sem Addi Exos. Hann er meðal skipuleggjenda framkomu eins frægasta teknó-plötusnúðs heims á Þýska barnum næsta laugardags- kvöld. „Hann er rosalega hrifinn af Íslandi en hann hefur komið hingað þrisvar og þá síð- ast árið 2004,“ segir Addi sem þótti mikill heiður að hita upp fyrir goðið árið 2000 og 2001. „Mjög margir muna eftir þeim kvöld- um en hann sprengdi húsið af Gauknum.“ Koma hans eru mikil tíðindi fyrir íslenska aðdáendur tónlistartegundar- innar en hann er mikill áhrifavaldur í þróun hennar. „Árið 1994 kom Protective Custody út en það var þéttasta teknó-lag sem heyrst hafði og eftir það varð teknóið öflugra.“ Dave Clarke er enn í dag umfangsmesti tónlistarmaður stefnunnar. „Hann spilar aðeins á stærstu hátíðunum og tónleika- stöðunum í heiminum,“ segir hann og bætir við að það sé skyldumæting fyrir gamla teknó-refi: „Þýski barinn er með leyfi fyrir 400 manns svo þetta verður aðeins fyrir útvalda.“ - hþt Goðsögn spilar teknó fyrir útvalda TEKNÓ-REFUR „Dave Clarke spilar teknó á mjög kraftmikinn hátt eins og hipphopp plötusnúðar,“ segir Addi og lofar góðu kvöldi þar sem flottir tónlistarmenn sjá um upphitun fyrir goðið. Larry Hryb, sem er yfir Xbox Live, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði. GUÐMUNDUR VALUR VIÐARSSON LIÐSMAÐUR RADIANT GAMES The Clone Wars Stjörnustríð á Cartoon Network CARTOON NETWORK ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS QI Stephen Fry fer á kostum í skemmtilegum þáttum BBC ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.