Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 4
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR4 FRÉTTASKÝRING Er kreppunni lokið? Mánaðaruppgjör A-hluta ríkissjóðs, sem birt var í gær, sýnir að á fyrstu sex mánuðum ársins námu tekjur ríkissjóðs 251,9 milljörðum króna. Það eru 23,2 milljörðum hærri tekjur en áætl- anir höfðu gert ráð fyrir. Á sama tímabili voru útgjöld undir áætlun um 6,4 milljarða, en gjöld ríkisins námu alls 568,6 milljörðum króna. Ríkisreikningur sýnir því ágæta stöðu. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir reikninginn líta ágætlega út. „Sá efnahagsbati sem menn hafa verið að tala um að megi glögglega sjá í þjóðhagsreikningum er einfaldlega farinn að skila sér inn í ríkis- reikninginn. Það er ekkert eitt sem hægt er að benda á, heldur er öll tekjuhliðin upp á við.“ Daði Már segir einnig að jákvæður árangur hafi náðst á gjaldahliðinni. „Ég held þó að það ætti að taka þeim tölum með smá fyrir- vara vegna þess að milli-uppgjör eru oft háð tilviljana kenndum sveiflum. Það er erfitt að segja fyrir um það hvort síðari helmingur ársins muni ekki bera þess merki að fyrri helmingurinn líti vel út,“ segir Daði. Þar vísar hann til þess að ef eitthvað líti sér- staklega vel út á fyrri helmingi geti það verið vegna þess að töf hafi orðið á útgjaldaliðum og þeir eftir að koma fram síðar. „Ég mundi því ekki segja að þetta væru óyggjandi merki um að aðhald í ríkisrekstri sé farið að skila gríðar- legum árangri fyrr en ég sé lokatölurnar.“ Daði segir að tekjur ríkisins aukist greinilega í takt við batnandi afkomu í samfélaginu, meiri umsvif og hagvöxt. En er kreppunni lokið? „Þetta er reikningur samfélags sem er í bata. Við getum sagt að merki þess séu mjög víða og mjög greinileg. Ef ekkert óvænt gerist erlendis þá horfir í það já, að þessum hremmingum sé að ljúka,“ segir Daði. Forgangsverkefni sé hins vegar að ná jákvæðum frumjöfnuði. kolbeinn@frettabladid.is Frábær félagsskapur, aðhald og stuðningu 60 ára og eldri Komdu og prófaðu! „Það er svo gott að koma í Heilsuborg. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á og hvort ég ætti eitthvað erindi í Heilsuborg en strax eftir fyrsta tímann var ég ákveðin í að halda áfram.“ Margrét Eiríksdóttir • Hefst 13. ágúst (4 vikur). • Mán og mið kl. 11:00-12:00. • Verð kr. 9.900,- • Þjálfarar Elva og Sigurlín, íþróttakennarar Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010 r Reikningur samfélags sem er í fjárhagslegum bata Tekjur ríkisins á fyrri helmingi ársins voru um 23 milljörðum hærri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Hag- fræðingur segir uppgjör sýna ríkisreikning samfélags í bata. Þingmaður Sjálfstæðisflokks gerir fyrirvara. „Það væri óskandi að þetta liti svona vel út, en ég tek þessum upplýsingum með miklum fyrirvara,“ segir Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í fjárlaganefnd Alþingis. Hann segir tekjuhliðina stemma ágætlega og ekkert sé nema gott um hana að segja, þó vanti greiningu á tekju- dreifingunni. Hann hafi hins vegar athugasemdir um að gjöldin séu 6,4 milljarða undir áætlun. „Það samsvarar nokkurn veginn fluttum fjárheimildum frá fyrra ári. Það er ekki gerður greinarmunur á rekstrarárangri innan ársins og útgjöldunum sem þar liggja að baki. Það kemur margt einkennilegt ef maður skoðar einstaka liði.“ Kristján vísar þar til Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, en 730 milljóna afgangur sé sagður af rekstri þess fyrrnefnda og 153 hjá þeim síðarnefnda. „Hvorutveggja eru þetta nú stofnanir sem hafa frekar kvartað undan skorti á fé. Þarna ertu með hátt í milljarð í plús, þannig að ég hef allan fyrirvara á gjaldahlutanum.“ Væri óskandi, en geri fyrirvara KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON FÓLK Hagfræðingur við Háskóla Íslands segir ríkisreikning bera það með sér að samfélagið sé í bata. Ef ekkert óvænt gerist erlendis sé hremmingunum að ljúka. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 29° 20° 20° 24° 25° 19° 19° 27° 24° 34° 29° 33° 20° 26° 25° 17° Á MORGUN 5-13 m/s LAUGARDAGUR 5-13 m/s 14 15 15 18 19 22 14 16 14 9 14 11 9 7 11 8 6 10 3 5 9 5 15 13 17 21 13 12 18 22 1314 BEST A-TIL Úr- koma viðloðandi S- og V-land næstu daga og strekkingur einkum NV-lands. Bjartara NA- og A-til. Hiti yfi rleitt á bilinu 12-18 stig en að 23 stigum NA- og A-lands. Þurrt og hlýtt í London í kvöld. Áfram Ásdís! Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður GASASVÆÐIÐ, AP Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, hefur rekið yfirmann egypsku leyniþjónust- unnar og ríkisstjóra Sínaí-héraðs í kjölfar mannskæðustu árásar skæruliða á egypskt herlið um helgina. Samskipti nýrrar ríkis- stjórnar Egyptalands og Hamas- stjórnarinnar á Gasa-svæðinu hafa versnað eftir að Egyptar lokuðu landamærum að Gasa. Morsi er hliðhollur hinu svæðis- bundna Bræðralagi múslima rétt eins og Hamas-samtökin. Sextán egypskir hermenn féllu við landamærastöð á Sínaí- skaga nærri Gasa-svæðinu þegar íslamskir skæruliðar gerðu á þá árás. Talið er að skæru- liðarnir séu frá Sínaí-skaga, hafi laus tengsl við al-Kaída og hafi fengið hjálp af Gasa-svæðinu. Hamas-stjórnin hefur lofað að hjálpa Egyptum með rannsókn málsins en neita því að nokkur íbúi Gasa-svæðisins tengist mál- inu á nokkurn hátt. Verð á byggingarhráefni er í hæstu hæðum vegna lokun landa- mæranna og hundruð sjúklinga eru strandaglópar á Gasa og fá ekki nauðsynlega læknisaðstoð. Ísraelar hamla umferð um öll önnur landamæri að Gasa. Egypskur sendiherra gagn- vart Palestínumönnum á Vestur- bakkanum sagði í gær að landa- mærin yrðu lokuð þar til öryggi hefði verið tryggt á ný. Íbúar Gasa-svæðisins eru 1,7 milljón manns. Síðan Hamas náði þar völdum árið 2007 hafa Egyptar og Ísraelar haldið strangt landamæraeftirlit. Palestínskur hagfræðingur segir lokun landa- mæranna mega vera í tíu daga áður en verkamenn missi vinnuna vegna hráefnisskorts. - bþh Samskipti nýrrar ríkisstjórnar Egyptalands og Hamas-samtakanna stirð: Landamærum Egypta að Gasa lokað BORNIR TIL GRAFAR Egypskir hermenn fylgdu landamæravörðunum sextán til grafar í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Æðstiprestur og spá- maður sértrúarsafnaðar í Rúss- landi hefur verið ákærður fyrir illa meðferð á börnum. Hann hafði læst tugi barna í graf- hvelfingum á átta hæðum undir heimili sínu. Talið er að sum þeirra hafi aldrei séð dagsins ljós. Æðstipresturinn, Faizrakhman Sattarov, er 83 ára gamall og rekur sértrúarsöfnuðinn á heimili sínu í sjálfstjórnarríkinu Tatarstan í Suðvestur-Rússlandi. Hann segist hafa séð heilagt ljós guðs þegar hann sá neista úr raf- leiðslum bilaðs sporvagns á sjö- unda áratug síðustu aldar. Leitað var á heimili Satt- arovs og hann handtekinn ásamt þremur aðstoðarmönnum sínum. Þeir eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi verði þeir sakfelldir. - bþh Rússneskur prestur: Ól börn upp neðanjarðar BANDARÍKIN Júlí var heitasti mán- uður í Bandaríkjunum síðan mælingar hófust árið 1896. Meðal hitinn var 25,3 gráður á meginlandi landsins en fyrra metið var sett í júlí árið 1936. Þá var hitinn í júlí tæpum tveimur gráðum hærri en meðal- hiti í mánuðinum á 20. öldinni. Hitabylgjan í júlí hefur valdið þurrkum í landinu sem hafa meðal annars leikið bændur í miðríkjum Bandaríkjanna grátt. Veðurfar hefur verið óvenju- hlýtt í Bandaríkjunum síðustu mánuði og séu síðustu tólf mánuðir teknir saman eru þeir heitasta tólf mánaða tímabilið frá upphafi mælinga. - mþl 76 ára gamalt hitamet slegið: Methiti í júlí í Bandaríkjunum GENGIÐ 08.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,7441 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,18 119,74 186,68 187,58 147,30 148,12 19,785 19,901 20,165 20,283 17,765 17,869 1,5208 1,5296 180,01 181,09 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.