Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 9. ágúst 2012 19 AF NETINU Harpa og attitjúdið [...] „Ertu með attitjúd?“ stóð upp úr áhrifamanni innanþings þegar ég byrjaði að spyrja um Hörpumál á alþingi í febrúar 2011 […]. Þetta var á kaffistofunni, en lýsir ágætlega almennum varnarviðbrögðum fólksins í kringum Hörpu – bæði þeirra sem þangað höfðu plaserast fyrir hrun og þeirra sem nauðugir viljugir fengu þetta upp í hendurnar þegar búið var að grafa holuna og afskrifa fyrsta milljarðatuginn. Á kostnað erlendra kröfuhafa og íslenskra skattgreiðenda. Já, kannski var ég með attitjúd – og miklu fleiri. En var það ekki bara sjálfsagt mál? Og höfðum við ekki bara rétt fyrir okkur, gagnvart talna- og staðreyndaspunanum sem fyrr og síðar vall upp úr forráðamönnum Harpa house? Sem hljóta nú að vera að leita sér að atvinnu og bitlingum anderswo. blog.pressan.is/mordur Mörður Árnason Nú á að marka stefnuna eftir tveggja ára þóf! [...] Það er öllum ljóst að ríkis- stjórnin stefndi að því að heimila þessa sölu [á landi Grímsstaða á Fjöllum til Huang Nubos], þvert gegn vilja innan ríkisráðherrans. Þess vegna var hin umdeilda undanþága veitt, að tillögu úr ráðu neyti formanns VG. En vegna innan búðarvandans í VG, þar sem gras rótin reis upp enn eina ferðina gegn forystu flokksins, er þetta mál komið í uppnám. Og fyrir vikið er búinn til biðleikur með því að setja á laggirnar ráðherranefnd, sem á að móta afstöðuna til málsins. ekg.blog.is Einar Kristinn Guðfi nnsson Við höfum öll heyrt já kvæðar fréttir af stöðu efnahags- mála upp á síðkastið. Þessi mynd er mjög ólík þeirri sem blasti við fljótlega eftir hrun, þegar halli á ríkissjóði var á þriðja hundrað milljarða, hag kerfið dróst stöðugt saman, fjölda- gjaldþrot fyrirtækja vofðu yfir og atvinnuleysi jókst frá mánuði til mánaðar. Hagvaxtarspá fyrir næsta og þarnæsta ár hljóðar upp á 2-3% hjá hinum ýmsu greiningar- aðilum og aukið gjaldeyrisinn- flæði styrkir gengi krónunnar þessa mánuði. Afgangur hefur verið á viðskiptum við útlönd frá hruni. Sérstakt ánægjuefni er að atvinnuleysi er að lækka hraðar en spár gerðu ráð fyrir og nýjustu tölur Hagstofunnar benda til að dregið hafi umtalsvert úr lang- tímaatvinnuleysi. Vanskil fyrir- tækja hafa minnkað hratt og gjaldþrotum fyrirtækja fækkar milli ára. Ríkissjóðshallinn, sem var í upphafi kjörtímabils yfir 200 milljarðar króna, stefnir nú í að verða minni en tveir tugir milljarða og að jöfnuður náist á árinu 2014. Sumir tortryggja tölur um hag- vöxt og telja hann að of miklu leyti byggðan á einkaneyslu og að fjárfesting sé of lítil. Stað- reyndin er þó sú að öll lönd telja það mikil vægasta verkefni efna- hagsstjórnar að almenningur finni til slíkrar öryggis til- finningar að fólk treysti sér til að eyða peningunum sínum. Við þekkjum sjálf hvernig einka- neysla féll algerlega saman í kjöl- far hrunsins þegar afkomuóttinn varð öllu öðru yfirsterkari. Það er því beinlínis fagnaðarefni að einkaneysla sé hér nú svo mikil að hún hafi jákvæð hagvaxtar- áhrif, ekki síst í ljósi þess að þótt yfirdráttarskuldir séu að hækka bendir enn fátt til að þessi aukna einkaneysla sé drifin áfram af aukinni skuldsetningu heimila. Þvert á móti er skuldsetning heimila í heild að minnka. Tölur um fjárfestingu eru vissulega lágar, en hafa verður í huga að fjárfesting var með mesta móti hér í aðdraganda hrunsins og því er umtalsverð fjárfesting líklega vannýtt í hagkerfinu. Sú offjár- festing er væntan lega að nýtast nú og dregur úr fjárfestingarþörf í hagkerfinu. Það heyrast líka áhyggjur af því að minnkað atvinnuleysi endur- spegli ekki aukin umsvif í hag- kerfinu og fjölgun starfa, heldur stafi frekar af því að fækkað hafi á vinnumarkaði samfara því að fleiri hafi leitað í nám eða flutt af landi brott. Þetta eru réttmætar efasemdir, en minnkun atvinnu- leysis samkvæmt nýjustu mæl- ingum er samt mun meiri en svo að skýrst geti af brottflutningi eða brotthvarfi fólks af vinnumarkaði. Við óttuðumst í upphafi niður- sveiflunnar að langtímaatvinnu- leysi myndi valda þeim sem fyrir því yrðu miklum erfið- leikum og skerða starfshæfni þeirra til langframa. Reynslan af kreppu Finna í upphafi níunda ára tugarins gaf til kynna að 90% langtímaatvinnulausra ættu ekki afturkvæmt á vinnu- markað. Þeirra biði líf án starfs- getu á örorkubótum. Ungt fólk án menntunar væri í sérstakri hættu. Allar okkar aðgerðir hafa því miðað að því að fjárfesta í fólki og draga úr líkunum á því að við myndum lenda í sömu stöðu. Sérstakt ánægjuefni er því fækk- un í hópi langtímaatvinnulausra samkvæmt nýjustu tölum, sem er ekki hægt að skýra með því að þeir hafi horfið af vinnumarkaði í nám eða glatað starfshæfni. Allar þær aðgerðir sem við höfum staðið fyrir til að auka menntunarstig atvinnulauss fólks eru að skila tvíþættum árangri: Þær draga úr framboði á vinnumarkaði á tímum þegar offramboð er af vinnuafli án starfsmenntunar og skila betra samfélagi, virðismeiri störfum og ánægðari einstaklingum þegar upp er staðið. Allar þjóðir með skýra sýn um samkeppnishæfni sína freista þess að nýta erfið- leikatíma á vinnumarkaði til að bæta starfsmenntun þeirra sem missa vinnuna og leggja þannig grunn fyrir betri framtíð. Við höfum fjárfest í fólki og munum uppskera árangur af því. Með sama hætti má sjá árang- urinn af áherslu stjórnvalda á lækkun skulda heimila og fyrir- tækja í lækkandi skuldum heimil- anna og því að kúfur í gjaldþrota- hrinu fyrirtækja virðist að baki. Mikill fjöldi fyrirtækja fór í þrot, en það voru að stærstum hluta eignarhaldsfyrirtæki án eigin- legs rekstrar eða bólufyrirtæki með fallnar forsendur. Það var engin sérstök ástæða til að gráta að verslunarfyrirtæki með lúxus- vörur, svo dæmi sé tekið, færu í þrot. Við því var einfaldlega ekkert að gera. Eftirspurnin var horfin. Hitt skipti meira máli að koma í veg fyrir að fyrirtæki með heil- brigðar rekstrarforsendur þyrftu að fara í þrot. Þess vegna réðumst við í stórátak til að lækka skuldir heimila og fyrirtækja, án þess að tugþúsundir einstaklinga og fyrir- tækja þyrftu að fara hina hefð- bundnu gjaldþrotaleið. Nú þegar eru þúsundir einstaklinga búnar að fá skuldir lækkaðar að greiðslu- getu og enn bíður fjöldi úrlausnar hjá umboðsmanni skuldara. Þegar er búið að lækka skuldastöðu þús- unda rekstrarhæfra fyrirtækja og gera þeim þannig kleift að halda áfram rekstri. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði afleiðingin orðið enn meira atvinnuleysi, enn dýpri kreppa, enn fleiri gjaldþrot og langvinnt samfélagstjón. Þessi árangur hefur ekki komið af sjálfu sér. Efnahagsstefna sú sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt og mótuð var í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn strax eftir hrun, hefur verið forsenda þessa árangurs. Um þá stefnu og sérkenni hennar, fjalla ég betur í næstu grein. Betri tíð Efnahagsmál Árni Páll Árnason alþingismaður Við óttuðumst í upphafi niðursveiflunnar að langtímaatvinnuleysi myndi valda þeim sem fyrir því yrðu miklum erfið- leikum og skerða starfshæfni þeirra til langframa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.