Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 8
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR „Það er leikur að læra“ Skólaráðstefna Allir þeir sem hafa áhuga á skólamálum, námi og kennslu eru hvattir til að mæta og skrá sig. Skráning á www.epli.is/skolar Grand Hótel Reykjavík 17. ágúst Kl. 8:30 - 13:00 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Bir t m eð f m eð yr irv ar a um p re nt vi llu r. H ei m s H ei fe rð ir ás ki lja r r r sé r ré tt t été il le ið ré t in g a tin g a á sl ík u. A th . A t A ve að v er ð g e r tu r b tu r tu r ys re yss tst ff á n fy rir v yr ir yr i arar a.a frá kr. 99.600 10 nætur með allt innifalið Síðustu sætin í ágúst Heimsferðir bjóða ferðir til Tyrklands í allt sumar og fram á haust. Núna erum við með einstök tilboð á Blue Park í Marmaris og Marinem Karaca Resort í Bodrum. Frá kr. 139.600 Marinem Karaca Resort með allt innifalið í 11 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára, í fjölskyldu herbergi á Marinem Karaca Resort. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 179.900 á mann. Sértilboð 24. ágúst í 11 nætur. Frá kr. 99.600 Blue Park í Marmaris með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára, í fjölskylduherbergi á Blue Park í Marmaris. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 119.700 á mann. Sértilboð 14. ágúst í 10 nætur. Tyrkland Ótr úleg t ve rð! Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 SÝRLAND, AP Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víð- tækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landa- mærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en upp- reisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undan- farinn mánuð og segja sér fróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuð- borginni Damaskus og flótti hátt- settra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, for- sætis ráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gær morgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnar manna með hjálp jórd- anskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðar- lega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þús- und Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óró- leg yfir endalausum blóðsúthell- ingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní- múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta- múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine- hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is Assad gerir þungar árás- ir á Aleppo Forsætisráðherra Sýrlands flúði til Jórdaníu og er það mikið bakslag fyrir stjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur enn traust tak á landinu og býr yfir betra vopnabúri en uppreisnarmenn. ÁRÁS UNDIRBÚIN Sýrlenskir uppreisnarmenn taka sér stöðu með sprengjuvörpur í Kfar Nubul í í Idlib í norðvesturhluta landsins. NORDICPHOTOS/AFP MOSFELLSBÆR Mosfellsbær fagnar 25 ára afmæli sínu í dag, 9. ágúst. Af því tilefni ætlar bæjarfélagið meðal annars að ganga til sam- starfs um stofnun Villidýrasafns í Mosfellsbæ, í samvinnu við Krist- ján Vídalín Óskarsson. „Um nokkurt skeið hefur Krist- ján vakið athygli bæjar félagsins á safni sínu af villtum og upp- stoppuðum dýrum sem fáséð eru hér á landi,“ segir í tilkynningu frá bænum. Kristján er skotveiðimaður og hefur um árabil veitt villt dýr erlendis, í Asíu, Afríku, Ástralíu og víðar. Dýrasafn hans samanstend- ur af nokkrum tegundum antilópa, fíl, nashyrningi, ljóni, ljónynju og strúti svo eitthvað sé nefnt. Nú á að leita að heppilegu rými fyrir safnið og talið er að æskileg- asta staðsetningin sé í Ævintýra- garðinum. Sérstakur hátíðarbæjar- stjórnarfundur verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og er hann öllum opinn. Þar verður meðal annars rætt um að hefja friðlýsingarferli þriggja fossa í bæjarfélaginu; Álafoss, Helgufoss og Tungufoss. Mosfellsbær er sjö- unda stærsta sveitarfélag landsins með um það bil 8.800 íbúa. - sv Mosfellsbær fagnar 25 ára afmæli sínu í dag: Villidýrasafn stofnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.