Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 42
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR34 34tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson tonlist@frettabladid.is Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 2. ágúst - 8. ágúst 2012 LAGALISTINN Vikuna 2. ágúst - 8. ágúst 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Jón Jónsson .........................................................All, You, I 2 Lykke Li .......................................................I Follow Rivers 3 Helgi Júlíus & Valdimar Guðmundsson .. Þú ert mín 4 Fun ..................................................................Some Nights 5 Fjallabræður & Sverrir Berg .....Þar sem hjartað slær 6 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál 7 Sálin hans Jóns míns....................... Hjartadrottningar 8 Jónas Sigurðsson .......................................... Þyrnigerðið 9 Retro Stefson .................................................Fram á nótt 10 Train ....................................... 50 Ways To Say Goodbye Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters And Men ............My Head Is An Animal 2 Mannakorn ............................................. Í blómabrekkunni 3 Helgi Björns & reiðm. vindanna ........Heim í heiðard. 4 Sigur Rós..........................................................................Valtari 5 Ýmsir.........................................Pottapartý með Sigga Hlö 6 Brimkló ........................................Síðan eru liðin mörg ár 7 Tilbury ............................................................................Exorcise 8 Ýmsir........................................................................ Pottþétt 57 9 Ýmsir...........................................................................Bara grín! 10 Justin Bieber ................................................................ Believe Í SPILARANUM Antony & the Johnsons – Cut The World The Flaming Lips – The Flaming Lips and Heady Fwends Brimkló – Síðan eru liðin mörg ár Þeir Kenneth Gamble og Leon Huff stofnuðu Philadelphia Inter- national plötufyrirtækið árið 1971 í Fíladelfíuborg. Það naut mikillar velgengni á áttunda áratugnum og í upphafi þess níunda. Þekktustu tónlistarmennirnir hjá PI voru The O‘Jays, Billy Paul, Harold Melvin and the Blue Notes og Lou Rawls, en fjölmargir aðrir voru á mála hjá fyrirtækinu. PI var mikilvægasta sálartónlistarútgáfa áttunda ára- tugarins. Hún starfaði í svipuðum anda og Motown og Stax gerðu á sjöunda áratugnum, en tónlistin var fágaðri og meira fínpússuð útgáfa af sálartónlist með mikilli áherslu á strengjaútsetningar. Hún hafði mikil áhrif á popptón- listarhljóm áttunda áratugarins, diskóið og danstónlistina. Mikill meirihluti tónlistar PI var tekin upp í Sigma Sound- hljóðverinu og eins og Motown og Stax hafði PI húshljómsveit sem spilaði undir hjá hinum ýmsu listamönnum útgáfunnar. Það var M.F.S.B. (Mother Father Sister Brother), sem einnig gaf út eigin plötur sem margar náðu vinsældum. Hinn fágaði hljómur Gambles og Huffs vakti mikla athygli og varð meðal annars til þess að David Bowie tók plötuna sína Young Americans upp í Sigma Sound árið 1974. Fyrir nokkrum vikum gaf Harmless-útgáfan út veglegan 40 ára afmælispakka með tónlist Philadelphia International. Harmless er þekktust fyrir ódýrar endurútgáfur af fönki og grúvi, en hér hafa for- svarsmenn hennar ákveðið að leggja allt undir. Í PI afmælis pakkanum eru 165 lög á tíu geisladiskum, næstum því þrettán klukkutímar af tónlist. Það fylgir líka 60 blaðsíðna bók með ýtarlegum upplýsingum og útgáfulista, skrifuð af Ralph Tee og David Grimes sem báðir eru á meðal virtustu PI-sérfræðinga heims. Tónlist PI hefur verið marg- endur útgefin, en þessi nýi afmælispakki er í sérflokki. Glæsilegur afmælispakki VEGLEGT Það eru 10 diskar og bók í Phila- delphia International-pakkanum. ÖNNUR MÓSEBÓK með Moses Hightower er plata vikunnar ★★★★ „Heilsteypt og flott plata sem gefur snilldarplötunni Búum til börn ekkert eftir.“ - tj Rafpoppararnir í Passion Pit sendu frá sér aðra breið- skífu sína á dögunum en hafa þurft að aflýsa tón- leikum vegna slæmrar geð- heilsu söngvarans. Bandaríska rafskotna popp- sveitin Passion Pit sendi frá sér aðra breiðskífu sína, Gos- samer, þann 24. júlí og fylgir nú plötunni eftir með tónleika- ferð. Þeir hafa þó þurft að aflýsa nokkrum tón leikum, þar á meðal í dag og undan farna tvo daga, vegna slæmrar geðheilsu Micha- el Angelakos, söngvara sveit- arinnar. Var hann meðal ann- ars lagður inn á sjúkrahús fyrir skemmstu. Tónlistarvefsíðan Pitchfork fjallaði náið um málið og sagði 25 ára söngvarann hafa barist við geðhvarfasýki frá átján ára aldri og að hún hefði ágerst eftir skyndilega frægð Passion Pit með fyrstu breiðskífu sinni. Með þessa þekkingu í farteskinu geta hlustendur skilið betur tog- streituna sem ríkir í tónum sveit- arinnar, þar sem gleðitónar mæta þungum hugsunum. Söngvarinn mun þrátt fyrir allt stíga á svið á morgun og vonandi í framhaldinu á ferð um heiminn út árið. Meðal umfjöllunarefna glimmer- skreyttra tónsmíða Gossamer eru áfengisfíkn, sjálfsmorð, geðveiki, fíkniefni, innflutningur fólks og efnahagslegur mismunur fólks. Sem sagt létt og hresst rafpopp með alvörugefnum textum og dimmum undirtóni. Gossamer fylgir fyrri breið- skífu hljómsveitarinnar Manners. Sú kom út fyrir þremur árum og kom sveitinni á kortið á heims- vísu. Upphaf hljómsveitarinnar er með ótrúlegasta móti og má rekja til demóa sem söngvarinn samdi fyrir þáverandi kærustu sína og gaf í Valentínusargjöf í stað súkkulaðihjarta eða rósa- búnta. Ekki leið svo á löngu þar til þau náðu eyrum bloggara og umfangsmikilla umboðsskrif- stofa árið 2008. Hljómsveitin var á þessum tíma eins manns sveit með ferðatölvu eða þar til núverandi hljóm sveitar- meðlimurinn Ian Hultquist kom upp að Angelakos á lágstemmdum tónleikum hans í Boston og stakk upp á samstarfi sem nú saman- stendur af þeim Ayad Al Adhamy, Jeff Apruzzese og Nate Donmoyer ásamt fyrrnefndum. Þrátt fyrir þriggja ára bið eftir nýrri breiðskífu og slæma geð- heilsu hefur Angelakos verið iðinn við kolann og unnið með Usher og Nelly Furtado ásamt því að vera eftirsóttur af popp- fyrirbærum á borð við Britney Spears. Tónlistin hans hljómar í umtalaðri lokamynd Twilight- seríunnar, sem verður frumsýnd á árinu. Frægðarsól Of Monsters and Men hefur ekki farið framhjá Passion Pit sem endurhljóð- blandaði smellinn Little Talks nýverið og fer Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona íslensku sveitarinnar fögrum orðum um endurhljóðblönduna í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stones og sagði þau elska lagið sem væri skemmtistaðavænt og svalt. hallfridur@frettabladid.is Glimmerskreytt geðveiki AFLÝSTU TÓNLEIKUM Michael Angelakos, söngvari Passion Pit, að syngja nýju rafskotnu popptónana af plötunni Gossamer þann 2. ágúst í Chicago en fyrir og eftir það þurfti sveitin að aflýsa tónleikum. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.