Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 9. ágúst 2012 33 Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarn- orkusprengjurnar sem varpað var á Híro- síma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykja- víkur við Tryggvagötu í kvöld. Á sýningunni má skoða muni frá atburðunum, auk ljósmynda og fræðslu- efnis sem sýnir geigvænleg áhrif kjarn- orkusprenginganna á íbúa og mannvirki í Hírósíma og Nagasaki. Alls létust strax, eða á fyrstu mánuðunum eftir að sprengjurnar féllu, um 214 þúsund manns og álíka margir hafa fram til ársins 2011 látist af eftirköstum kjarn- orkuárásanna. Enn þjást um 227.500 manns sem bjuggu í Hírósíma og Naga- saki árið 1945 af sjúkdómum sem raktir eru til sprenginganna. Sýningin kemur hingað frá Nagasaki- minningarsafninu, Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb Victims, sem starfar á vegum japanska velferðarráðuneytisins. Í tengslum við sýninguna verða margs konar viðburðir, sem nálgast má upp- lýsingar um á vefsíðunni www.hirosima- nagasaki.is. Sýningin verður opnuð í kvöld klukk- an 19.30 og er opin til klukkan 22. Eftir að hafa skoðað sýninguna í kvöld er tilvalið fyrir gesti að ganga niður að Reykjavíkur tjörn, þar sem kertafleyting í minningu fórnarlambanna hefst klukk an 22.30. Þar flytur Inosuke Hayasaki, 81 árs gamall Japani, ávarp, en hann lifði af kjarnorkusprenginguna í Nagasaki. - hhs HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 09. ágúst 2012 ➜ Tónleikar 16.30 Hljómsveitin Byzantine Silhou- ette leikur fyrir gesti á næstu tónleikum í Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins. Frítt er á tónleikana sem haldnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins. ➜ Sýningar 16.00 Listasalur Mosfellsbæjar býður til einstakrar listsýningar þar sem fjórir fyrrum bæjarlistamenn sýna verk sín. Sýningin nefnist Fjórir Moskóvítar. ➜ Hátíðir 16.00 Haldin verður afmælishátíð í Bókasafni Mosfellsbæjar í tilefni 25 ára afmælis Mosfellsbæjar. Meðal uppákomna er hljómsveitin Mojito og systurnar Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur. Léttar veitingar í boði. ➜ Uppákomur 20.00 Boðið verður upp á ljósmynda- göngu um Laugardalinn þar sem rifjaðar verða upp minningar og sögur frá fyrri tímum. Þorgrímur Gestsson annast gönguna. Mæting við aðalinngang Grasagarðsins. Þátttaka ókeypis. ➜ Tónlist 12.00 Haukur Guðlaugsson leikur á orgel á hádegistónleikum í Hallgríms- kirkju. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en ókeypis fyrir félaga í Listvinafélagi Hall- grímskirkju. 16.30 Hljómsveitin Skuggamyndir leika á Pikknikk tónleikaröð Norræna Hússins. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Tríó rússneska harmonikku- leikarans Vadim Fyodorov leikur í Odda- kirkju á Rangárvöllum. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Una Dóra, Fanney Kristjánsdóttir og Jenný Lára flytja djassíska dagskrá í tali og tónum á Café Rosenberg. 21.30 Hinir mánaðarlegu tónleikar Skuggamynda verða haldnir á Café Haítí. Leikin verður þjóðlagatónlist frá Balkanskaganum. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Þór Breiðfjörð leikari og söngv- ari verður gestur Bítladrengjanna blíðu á tónleikum þeirra á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.15 Tinna Grétarsdóttir mannfræð- ingur flytur hádegiserindi í tengslum við sýninguna Kerfi. Fyrirlesturinn fer fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kjarnorkuárásanna á Japan minnst UNDIRBÚA OPNUN Sýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki opnar í Borgarbókasafni í dag. Opið laugard. kl. 10-14 LEIÐIN TIL HOLLUSTU www.skyr.is Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringar- viðmið og teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.