Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 9. ágúst 2012 39 Konur í Hollywood virðast ekki þurfa að berjast gegn launamuni kynjanna ef marka má nýjustu fréttir af samningum fyrir aðra myndina af þrennunni um Hunger Games, Catching Fire. Jennifer Lawrence er sögð hafa skrifað undir samning um að fara áfram með hlutverk Katniss Everdeen gegn því að hún fengi greiddar tíu milljónir dollara fyrir, en það er um 200% launahækkun frá fyrri myndinni. Mótleikarar hennar í myndinni, þeir Liam Hems- worth og Josh Hutcherson, fengu þó samning sem hljóðaði upp á tvær milljónir dollara og eru því að vonum ekki par sáttir með sitt hlutskipti. Þeir segjast gera sér grein fyrir því að Lawrence fari með stærra hlutverk í myndinni og eigi því eflaust skilið aðeins feitari launamiða, en þetta þykir þeim fullmikið. Framhaldsmyndirnar eru því í töluverðu uppnámi eins og er þar sem drengirnir hafa gefið það út að þeir komi ekki til með að sætta sig við minna en fimm milljónir dollara hvor í sinn hlut fyrir framhaldsmyndina. Aðdá- endur þurfa þó ekki að örvænta enn þá þar sem líklegt verður að teljast að kröfum þeirra verði mætt, enda framhaldsmyndin töluvert vænlegri til árangurs með þeim félögum innanborðs. Fær hærri laun en strákarnir 200% LAUNAHÆKKUN Þeir Liam Hemsworth og Josh Hutcherson eru ekki par sáttir með hversu miklu hærri laun mótleikkona þeirra Jennifer Lawrence fær fyrir framhaldsmyndina um Hunger Games. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Liberty Ross hefur verið mynduð síðustu daga án giftingar- hringsins en hún er gift leikstjóran- um Rupert Sanders sem hélt fram hjá henni með leikkonunni Kristen Stewart eins og frægt er orðið. Ross hefur fjarlægt hringinn af fingri sér og flaggað því fyrir ljósmyndara í Los Angeles. Sanders heldur greini- lega enn þá í vonina því leikstjórinn skartar enn sínum hring. Samkvæmt vefmiðlinum Holly- woodlife.com er Ross brjáluð út í eiginmanninn og vill ekkert við hann tala. Fyrstu fregnir af framhjáhaldi Sanders hermdu að Ross ætlaði að fyrirgefa manni sínum hliðarsporið fyrir börnin þeirra tvö. Núna ku Ross vera viss um að Sanders og Stewart hafi átt í ástarsambandi í dágóðan tíma og að hann sé enn þá ástfanginn af leik- konunni ungu. Ross er sögð vera komin með skilnaðarlögfræðing og ætla að fara í hart við Sanders. Liberty Ross losar sig við giftingahringinn FYRIRGEFUR EKKI Leikkonan Liberty Ross á erfitt með að fyrirgefa eigin- manni sínum, Rupert Sanders, hliðar- sporið með Kristen Stewart. NORDICPHOTOS/GETTY Rapparinn Kanye West tileinkaði kærustu sinni Kim Kardashian lag sitt Perfect Bitch þegar hann spil- aði á skemmtistað í New York um helgina. Hann sagði lagið samið um hana en á íslensku myndi titill þess vera Fullkomin tík. Kim er sögð vera upp með sér yfir laginu þó svo hún sé kölluð tík í því, þar sem hún viti að hann meini það ekki á neikvæðan hátt heldur noti hann þetta orð bara óspart. Í laginu talar hann um það hversu mörgum stelpum hann hafi verið með hingað til en hafi nú loksins fundið hina einu réttu. Fullkomin tík SKILJA HVORT ANNAÐ Kim skilur ástarjátningar Kanye þó hann kalli hana tík í þeim. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.