Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 36
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. lýð, 6. kúgun, 8. stúlka, 9. nögl, 11. voði, 12. glæsibíll, 14. matarsam- tíningur, 16. pot, 17. atvikast, 18. af, 20. tveir, 21. hnappur. LÓÐRÉTT 1. tónlistarstíll, 3. hljóm, 4. fugl, 5. knæpa, 7. gera óvandlega, 10. skelfing, 13. eldsneyti, 15. jarðefni, 16. tíðum, 19. fisk. LAUSN LÁRÉTT: 2. fólk, 6. ok, 8. mær, 9. kló, 11. vá, 12. kaggi, 14. snarl, 16. ot, 17. ske, 18. frá, 20. ii, 21. tala. LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. óm, 4. lævirki, 5. krá, 7. klastra, 10. ógn, 13. gas, 15. leir, 16. oft, 19. ál. Af hverju gengur ekkert hjá mér? Ég er ekki hreyfihamlaður! Nei, nei einmitt! Þú mátt eiga það! Er það vegna þess að ég er feitur? Er það- skeggið? Strætó- búningurinn? Gostapparnir? „Unibrowen“? Nei ertu að djóka? Alls ekki! Er það vegna þess að ég bý til litla karla úr naflaku- skinu mínu? Þarna gætiru verið kom- inn með ástæðu! Björgunarskip- ið Hörmung úr eyrnamerg? Og nú eru þær tvær! Hún þurfti síðar að leita sér hjálpar vegna minnis- leysis. ...og þarna endaði sögutími Hönnu. „Á næstu árhundruðum héldu víkingarnir áfram að herja á írsk þorp... ...þar sem þeir fengu yfirleitt á broddinn.“ Ég sagði að ég vildi mann sem væri óhræddur við að sýna tilfinningar sínar! Vinkona Siggu, Anna, ætlar að gista hjá okkur í nótt. Manstu regl- urnar? Já. Ekki elta, ekki hræða, ekki njósna, ekki stríða og ekki pína. Hár- rétt. Leggðu þær allar á ís. Fáið þið öll ykkar hús- gögn í Góða hirðinum? Það er sama hvort ég labba um Lauga-veginn eða vappa um Skaga fjörðinn, ég er farinn að reka upp fagnaðaróp þegar ég heyri einhvern orða hugsun sína á okkar ylhýra. Ekki svo að mér þyki er- lendir ferðamenn leiðinlegir en það er bara svo ágætt að rekast á Íslendinga, sér- staklega þegar maður er búinn að hafa fyrir því að koma sér til Íslands. REYNDAR hef ég afskaplega gaman af því að spjalla við ferðamennina og kanna hug þeirra. Allir eiga það sameiginlegt að vera afar hrifnir af náttúru landsins og hneykslaðir á háu verðlagi. Á SAMA tíma heyrist hljóð úr horni því blessaðir ferðamennirnir skilja ekki nógar fjárhæðir eftir sig. Hef ég heyrt ýmsum hugmyndum kastað til að ráða bót á því, eins og til dæmis þær að setja sérstakt gjald á þetta þjakaða lið, lokka hingað efnaða ferðamenn og búa til afþreyingu og þjónustu sem hægt er að verðleggja eftir himinskaut- um. Með reglulegu millibili heyrum við líka að ágangur þessa fólks rýrir náttúru- perlur okkar eins og Gull- foss og Geysi en umhverfi þessara staða verður gengið niður í svörð ef ekki er brugðist við. ÉG ÞEKKI nú mitt heimafólk ágæt- lega, þó erfitt sé að hitta á það í mann- þrönginni, og veit því að það er líklegt til að fara út í svona aðgerðir. Skiptir þá engu að það er í eðli hvers óbrenglaðs manns að halda að sér höndum þegar honum þykir okrað á sér. Það er ekki af nísku gert heldur er einhvers konar blygðunar kennd farin að taka í taumana. EN ÞÁ ætla ég líka að fá að setja fram eina geggjaða hugmynd sem gæti fallið vel að svona okurstarfsemi. Ef það á að fara að leggja meira á þetta góða fólk þá væri ekki úr vegi að koma upp áfallahjálp sem allra næst flugvellinum í Keflavík svo hún finni fólk fljótlega eftir að það áttar sig á verðlaginu. Svo að hún falli nú vel að þessum áherslum mætti hafa þetta rándýra lúxusáfalla- hjálp. ÞAÐ er hætt við því að fólk snúi til síns heima eftir slíkar móttökur og þá er búið að takmarka ágang á náttúruperlur vorar verulega. Þar sem við myndum þá ekki fá frekara tækifæri til að okra á liðinu setjum við sérstakt gjald á alla sem fara í þessa áfallahjálp til að bæta okkur þetta tekjutjón. ÞESSA hugmynd er ég tilbúinn að selja yfirvöldum á okurverði, að sjálfsögðu. Ráð við gjaldeyrisgræðgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.