Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 29
| FÓLK | 5DÁLEIÐSLA|FÓ K
Breski dáleiðslukennarinn John Sellars hefur um árabil notað dá-leiðslu til að hjálpa fólki að ná
tökum á ýmsum vandamálum með góð-
um árangri. Hann hefur kennt Íslend-
ingum dáleiðslu undanfarin misseri.
Tvö námskeið voru haldin 2011
og tvö hafa verið haldin í ár. Fimmta
námskeiðið hefst 21. september en
nokkuð er síðan það varð fullbókað og
biðlisti skapaðist. John Sellars ætlar
því að bæta við fjórða námskeiðinu á
þessu ári sem verður 28. september til
og með 1. október og svo aftur 9.–12.
nóvember, alls átta dagar.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er árgjald
í Félag dáleiðslutækna (Daleiðsla.is).
Fólk lærir dáleiðslu til ýmissa nota.
Til dæmis hafa sálfræðinemar lært hjá
John á Íslandi og þeir eru ánægðir með
að geta byrjað að hjálpa fólki strax
með ýmis vandamál frekar en að þurfa
að bíða í mörg ár þar til þeir útskrifast
úr sálfræði.
Bæði sálfræðingar og geðlæknar
hafa lært dáleiðslu hjá John og nota
hana til að ná betri árangri í störfum
sínum. Nokkrir tannlæknar hafa lært
hjá John í Reykjavík og nota dáleiðsl-
una fyrst og fremst til að gera upplifun
viðskiptavina sinna bærilega, draga
úr verkjum og kvíða og eyða „tann-
læknahræðslu“. Einnig hafa læknar
og hjúkrunarfræðingar lært hjá John
hér á Íslandi og nota dáleiðsluna við
dagleg störf sín. Þá hafa margs konar
meðferðaraðilar lært hjá John og nota
þessa tækni með öðrum aðferðum
sem þeir beita með góðum árangri.
Meðal annars hafa íþróttaþjálfarar
lært hjá John sem síðan hafa hjálpað
íþróttamönnum að bæta árangur sinn.
DÁLEIÐSLUNÁMSKEIÐ JOHN SELLARS
FDK KYNNIR 100 Íslendingar hafa útskrifast með diplómu í dáleiðslu. Í haust verður haldið sjötta námskeiðið í Reykjavík á rúmu
ári. Dáleiðsla getur komið að miklu gagni hjá mörgum starfsstéttum hérlendis.
VINSÆLL KENNARI John Sellars. MYND/ÚR EINKASAFNI
Andri Sigurðsson hafði nýlega lokið
B.Sc.-prófi í sálfræði vorið 2011 þegar
honum bauðst að fara á dáleiðslu-
námskeið hjá John Sellars. Hann sá
fram á atvinnuleysi og þótt hann
hafi ekki haft mikla trú á dáleiðslu
sló hann til og skellti sér á nám-
skeiðið. „Það var engin vinna sem
beið mín eftir útskrift. Athygli mín
var vakin á þessu námskeiði og ég
ákvað að prófa. Námskeiðið var mun
stærra og meira en ég bjóst við. Ég
vissi óskaplega lítið um dáleiðslu
enda er ekki mikið kennt af henni
í Háskóla Íslands. Námskeiðið var
frábært og opnaði algjörlega augu
mín fyrir þessum möguleika.“ Eftir
námið tók Andri fólk í ókeypis tíma
til að byrja með. Tímarnir tókust vel
og í dag starfar Andri sem dáleiðslu-
tæknir. „Það kemur alls konar fólk
til mín, ungir og gamlir og allt þar á
milli. Hingað koma aðilar sem þjást
af kvíða, eru með svefnvandamál,
vilja hætta að reykja og jafnvel til að
takast á við erfiðar minningar.“ Andri
telur grunn sinn úr sálfræðinni hjálpa
mikið til, sérstaklega þegar hann þarf
að hjálpa þeim sem þjást af kvíða og
þunglyndi. Að hans mati getur dá-
leiðslan komið að miklu gagni í heil-
brigðis- og umönnunarstörfum. „Mér
þætti spennandi að sjá fleiri í heil-
brigðisstéttinni bæta þessari þekk-
ingu við sig. Dáleiðslan getur hjálpað
á mjög margan hátt.“
ANNAR ALDREI EFTIRSPURN
GÓÐ AÐSÓKN Andri
Sigurðsson dáleiðslu-
tæknir. MYND/STEFÁN
Guðmundur Guðlaugsson,
fyrrverandi bæjarstjóri, segist geta
mælt með náminu við hvern sem er.
„Námskeiðið var frábært í alla staði.
Ég hef aldrei áður sótt námskeið
þar sem ég hef innbyrt jafn miklar
upplýsingar og í raun lært jafn
mikið á stuttum tíma,“ segir hann.
Guðmundur sá námskeiðið auglýst
og það vakti athygli hans. Hann er
öryrki og sá námið meðal annars
sem leið til að hjálpa sér og öðrum í
leiðinni.
„Kennarinn var mjög góður. Hann
hélt okkur við efnið frá upphafi og
svo byrjuðum við strax á fyrsta degi
að æfa okkur hvert á öðru. Hann
kennir það sem er kallað snögg
dáleiðsla (e. rapid induction) og
kenndi okkur ákveðnar aðferðir í
meðferðardáleiðslu. Þetta eru með-
ferðarúrræði til að hjálpa fólki við að
takast á við margs konar vandamál.
Hann kennir okkur að nota tækin og
svo skapar æfingin fyrst og fremst
meistarann. Mér finnst líka heillandi
að nú er verið að hvetja lækna og
starfsfólk aðhlynningarstétta til að
læra dáleiðslu og nota meðfram
öðru í starfi.“
FRÁBÆRT NÁMSKEIÐ SEM HÆGT ER AÐ MÆLA MEÐ
HEILLANDI Guðmundur
Guðlaugsson. MYND/GVA
Frábært í alla staði og hafði mikil
áhrif á mig sem einstakling og
sérkennara.
KRISTRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
SÉRKENNARI Í GRUNNSKÓLA
Eitthvað sem ég mun ávallt
muna. Gaf mér dýpri skilning
á svo mörgu og ég hef úr svo
mörgu að moða eftir það. Veit að
ég á eftir að nýta það allt á mjög
mörgum sviðum.
HELGA R. ÁRMANN, ÍÞRÓTTAKENN-
ARI OG SJÚKRANUDDARI
Hreint og beint ótrúlegt – þetta
er það magnaðasta sem ég hef
tekið þátt í og stolt af að hafa
fengið tækifæri til þess.
ODDRÚN KRISTÓFERSDÓTTIR
DÁLEIÐSLUTÆKNIR
Námskeiðið var frábært, vel
skipulagt og mjög fróðlegt.
John er góður kennari og kemur
efninu vel til skila. Námskeið
sem vert er að mæla með.
HJÖRDÍS ÞÓRA JÓNSDÓTTIR
SJÚKRANUDDARI
Mjög áhugavert, fræðandi og
skemmtilega hnitmiðað nám-
skeið. John er frábær kenn-
ari, faglegur og kemur efninu
vel til skila ásamt því að sinna
nemendum vel.
EVA RÓS SIGURÐARDÓTTIR,
HEILSUNUDDARI OG DÁLEIÐSLU-
TÆKNIR
Námskeiðið stóð algjörlega
undir væntingum mínum og gott
betur. Framsetning námsefnis
var afar hnitmiðuð og studd af
verklegum æfingum jafnóðum.
SIGRÍÐUR LÁRUSDÓTTIR, B.SC. Í LÍF-
EINDAFRÆÐI OG SÖNGKONA.
Margar fleiri umsagnir eru
á heimasíðu námskeiðsins:
http://4.is/dt
UMSAGNIR
NEMENDA
UM DÁLEIÐSLU-
NÁMSKEIÐIÐ
Heba Magnúsdóttir er sjúkraþjálfari
og starfar hjá MS-setrinu. Hún sá
mikla möguleika við að nýta dá-
leiðsluna í starfi sínu þar sem hún
vinnur með einstaklingum sem kljást
við langvarandi veikindi.
„Námið var ofsalega skemmti-
legt og krefjandi. Ég sá sjálf mikla
möguleika sem sjúkraþjálfari við
að geta nýtt dáleiðslu til dæmis við
verkjastjórnun og kvíðastjórnun
en líka til að hjálpa fólki við að ná
betri einbeitingu við þjálfun.“ Námið
sjálft var mjög skemmtilegt að sögn
Hebu. „Við vorum strax byrjuð á að
æfa dáleiðslutæknina sjálfa. Námið
var í tveimur hlutum, fjórir dagar
hvor hluti og keyrslan var mikil allan
tímann. Þetta var ofsalega skemmti-
legur tími og svo kynntist maður
svo skemmtilegu fólki þarna.“ Heba
segist hiklaust geta mælt með
náminu enda séu möguleikarnir
miklir. „Fyrir mitt starf snýr þetta
mikið að verkjastjórnun og slökun.
Við lærum líka mikið um slökun en
gegnum hana fáum við aukna orku.“
OFSALEGA SKEMMTILEGUR TÍMI
NYTSAMLEGT NÁM
Heba Magnúsdóttir
sjúkraþjálfari. MYND/GVA
Ingibergur Þorkelsson hefur búið í Edinborg síðan 2003. „Ég hafði lengi leitað að góðu dáleiðslu-
námskeiði þegar ég fann John Sellars
árið 2009 og skellti mér á námskeið
í Glasgow. Þetta var frábær reynsla,
miklu magnaðri en ég bjóst við.
Á milli námskeiðshluta kom ég til
Íslands og bað um að fá að dáleiða
alla sem sátu kyrrir nógu lengi. Ég
náði strax mjög góðum árangri og
dáleiddi um sextíu manns áður en
ég tók seinni hlutann og útskrifaðist
2010. Mér fannst að þessa þekkingu
vantaði á Íslandi og fékk John til að
koma hingað með námskeiðið en var
ekki bjartsýnn. Þessu var strax mjög
vel tekið og 23 útskrifuðust af fyrsta
námskeiðinu í júní 2011. Þegar það
spurðist út frá nemendum hvernig
þeir upplifðu námið varð strax full-
bókað á næsta námskeið.
Það eru margir farnir að starfa við
dáleiðslumeðferð. Sum eru orðin svo
eftirsótt að þau þurfa ekki að auglýsa
og eru með biðlista. Síðan nota
margir hjúkrunarfræðingar dáleiðslu
með starfi sínu með afar góðum
árangri. Sama má segja um íþrótta-
og sjúkraþjálfara og margs konar
meðferðaraðila, til dæmis lækna
og tannlækna. Ég bjó til nýyrðið
dáleiðslutæknir þar sem mér líkaði
ekki að kalla mig dáleiðara og auðvi-
tað ekki dávald, sem notað er um þá
sem dáleiða á sviði og hafa gefið fólki
alranga hugmynd um dáleiðslu. Við
stofnuðum svo Félag dáleiðslutækna
og eru félagar þar rúmlega 80 í dag.
Félagar þurfa að fylgja ströngum siða-
reglum og viðskiptavinir okkar geta
kvartað til félagsins ef þeim finnst
dáleiðslutæknir bregðast trúnaði
eða öðru, en það hefur enginn gert
enn þá. Á síðu Félags dáleiðslutækna
( Daleiðsla.is) er hægt að sjá hverjir
eru félagar og hverjir taka fólk í
meðferð.“
AÐSÓKN LANGT UMFRAM VÆNTINGAR
Fjölmargir íslendingar hafa sótt dáleiðslunámskeið Johns Sellars, margir starfa við dáleiðslumeðferðir og
heilbrigðis- og umönnunarstéttir nota hana í starfi sínu.
VINSÆL NÁMSKEIÐ
Ingibergur Þorkelsson,
dáleiðslutæknir.
MYND/ÚR EINKASAFNI
NÆSTU
NÁMSKEIÐ
21. september, uppselt
28. september
9. nóvember
Námskeiðið stendur yfir
í átta daga.
Innifalið í námskeiðs-
gjaldi er árgjald í félagi
dáleiðslutækna, sjá
Daleiðsla.is.
HEIMASÍÐA
NÁMSKEIÐSINS
http://4.is/dt