Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 25
SUNDFÖTIN STÆKKA Sundfötin frá Pret-A-Surf hafa vakið athygli allra helstu tísku- blaða heimsins. Þau voru í upphafi hönnuð fyrir konur sem vildu stunda sjósport. Sundfötin reyndust hins vegar falla öllum konum vel í geð, enda vilja þær verjast sólinni meira en áður. Hótel Berg er nýlegt hótel sem stendur á einum fallegasta stað Suðurnesja, við smábátahöfnina í Keflavík. Þar er tilvalið fyrir Íslendinga að gista áður en þeir fara í ferðalög til út- landa því um sjö mínútur tekur að aka til og frá flugvelli frá hótelinu. Auk þess er boðið upp á gjaldfrjálsan akstur til og frá vellinum ásamt því að láta geyma bílinn á meðan á ferðalagi stendur. Hótel Berg er eitt stigahæsta hótelið á Íslandi á einum stærsta bókunarvef veraldar, Booking.com. Þar fær hótelið einkunnina 9,4 eða framúrskarandi en þar er byggt á umsögnum rúmlega fjögur hundruð gesta sem gist hafa á hótelinu. Einn gestur hótelsins lýsir því á þessa leið á vefsíðunni: „Mjög snyrtilegt hótel og skemmtileg staðsetning við gömlu höfnina. Mjög gott viðmót starfsfólks, af- slappað og heimilislegt.“ Það er einnig vel látið af hótelinu á vefsíðunni Tripadvisor en þar fær hótelið fullt hús stiga eða fimm punkta. Einn gestur hótelsins sem gefur því fullt hús stiga segir á þeirri síðu að hótelið sé yndislegur staður, starfsfólkið vinalegt, hótelið sé nálægt flugvellinum og það sé þægilegt. Hann segist einnig ætla að gista þar næst þegar hann á leið um Ís- land. Hótel Berg er lítið og heimilislegt og lögð er áhersla á persónulega þjónustu og hlýtt viðmót. Aðeins ellefu herbergi eru á hótelinu og falleg stofa. Heitan pott er að finna í garðinum utandyra sem og leiksvæði fyrir börn. Náttúrufegurð blasir við en frá staðnum er fagurt útsýni yfir höfnina, út á haf og yfir bæinn. Margir kostir til útivistar og afþreyingar eru á svæðinu. Fjölbreyttar gönguleiðir, söfn og veitingastaðir eru í fimm mín- útna göngufjarlægð. Þá er golfvöllurinn Hólmsvöllur í fimm kílómetra fjarlægð. HEIMILISLEGT HÓTEL HÓTEL BERG KYNNIR Hótel Berg er nýlegt hótel í nágrenni Keflavíkur. Hótel- ið er orðið eitt stigahæsta hótelið á Íslandi á einum stærsta bókunarvef ver- aldar, Booking.com, þrátt fyrir að vera aðeins ársgamalt. FALLEG STAÐSETNING Hótel Berg stendur á einum fallegasta stað Suðurnesja, við smá- bátahöfnina í Keflavík. Hótelið er eitt af fáum hótelum á landinu sem fær fullt hús stiga hjá vefsíðunni Tripadvisor. Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð SAGA/FREYJA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 20-50% AFSLÁTTUR Lök, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, gaflar, náttborð, teppasett og fleira. ÚRVAL STILLANLEGRA HEILSURÚMA 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* SAGA/FREYJA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 PROFLEX 2x80x200 339.900 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnum Teg. 12047 - mjög fallegur í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur í stíl á kr. 1.995,- GLÆSILEGT NÝTT SNIÐ Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. Lokað á laugardögum í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.