Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. ágúst 2012 11 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lagði hald á sporð- dreka á gistiheimili í borginni á dögunum. Svo virðist sem dýrið hafi komið til landsins með erlendum ferðamönnum. RÚV greindi frá því að sporð- drekinn hefði verið færður á Náttúrustofnun þar sem honum var gefin hrossafluga og tvær köngulær að éta. Honum verður haldið lifandi þar til Erling Ólafs- son skordýrafræðingur snýr aftur til starfa í lok mánaðarins, þar sem hann á að greina dýrið. Ekki er algengt að sporð- drekar finnist hér á landi, en þeir eru, sem kunnugt er, afar eitraðir. - sv Sporðdreki fannst á gististað: Fær skordýr að borða í mánuð Á STÆRÐ VIÐ ELDSPÝTNASTOKK Sporðdrekanum verður haldið lifandi þar til skordýrafræðingur greinir hann. MYND/LÖGREGLAN MENNING Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra mun á laugardag afhjúpa minnisvarða um Hrafna-Flóka en staðsetningin gæti komið sumum á óvart því hún er ekki á Vest fjörðum, þaðan sem við höfum mestar fregnir af honum, heldur í Mó í Fljótum í Skagafirði. Eins og alþjóð veit átti Hrafna-Flóki mis- heppnaða vetursetu í Vatnsfirði á Barða- strönd þar sem hann gaf landi voru nafn eftir að hafa misst allt kvikfé sitt í íslenskri frost- hörku. „Já, hann kom aftur og settist þá að hérna,“ segir Herdís Sæmundardóttir sem fer fyrir framtakshópnum en afi hennar, Her- mann Jónsson, og amma, Elín Lárusdóttir, bjuggu á Ysta-Mó. „Við vorum hérna mikið og það var svo mikið látið með hann hérna að við systkinin erum eiginlega alin upp með Hrafna-Flóka,“ segir Herdís. Skammt hjá eru síðan Flókasteinar en sú saga hefur gengið að undir einum liggi fjár- sjóður landnámsmannsins en undir hinum liggi Hrafna-Flóki sjálfur. Herdís tengist frekar slóðum Hrafna-Flóka en Hermann afi hennar var frá Bíldudal, en þaðan blasir Ármannsfellið við þar sem Hrafna-Flóki stóð er hann gaf landi voru nafn. Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson hannaði minnisvarðann en Hjalti Pálsson gerði texta á upplýsingaskilti sem á honum verður. - jse Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhjúpar minnisvarða um Hrafna-Flóka í Skagafirði: Hrafna-Flóka reistur minnisvarði í Skagafirði HERDÍS OG RAFAEL VIÐ MINNISVARÐANN Innanríkis- ráðherra mun afhjúpa minnisvarðann á laugardag. Nýr formaður tekur við Kristian Thulesen Dahl tók í gær við embætti formanns danska Þjóðar- flokksins. Fráfarandi formaður er Pia Kjærsgaard. DANMÖRK Hættulegt duft í báti Slökkvilið Húsavíkur var kallað í mannlausan fiskibát í fyrrakvöld. Töldu menn að reyk legði frá bátnum en við skoðun kom í ljós að slökkvi- kerfi hafði farið í gang og sprautað dufti vítt og breitt um bátinn. Duftið getur reynst mönnum hættulegt. Til stóð að fara yfir hið sjálfvirka kerfi bátsins í gær. HÚSAVÍK LÖGREGLUMÁL Erlendur ferða- maður slasaðist þegar hann datt í rúllustiga í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á þriðjudag. Maðurinn hrasaði fram fyrir sig í fyrsta þrepi stigans, að því er lögreglumönnum á vettvangi var tjáð, og féll niður með þeim afleið- ingum að höfuð hans skall á einu þrepanna. Hann hlaut tvo skurði á höfði, auk skrámu á sköflungi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans. Meiddist á höfði og fæti: Hrasaði í rúllu- stiga í Leifsstöð LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í grunnskólann í Grindavík um helgina. Lögreglunni á Suður- nesjum barst tilkynning um atvikið og fóru lögreglumenn þegar á vettvang. Við vettvangs- rannsókn kom í ljós að gluggi á norðurhlið hússins hafði verið spenntur upp. Töluverðar skemmdir eru á gluggakarmi eftir áhald sem notað var til verksins. Ekki lá ljóst fyrir í gær hvort einhverju hefði verið stolið úr skólanum. Lögreglan biður þá sem upplýst gætu um mannaferðir að hafa samband í síma 420 1800. Innbrot í Grindavík: Brotist inn í grunnskólann www.m3.is TIL LEIGU GRENSÁSVEGUR, ÁRMÚLI, GUÐRÍÐARSTÍGUR OG LYNGHÁLS Gott atvinnuhúsnæði Frábærlega vel staðsett verslunar- og skrifstofuhúsnæði Grensásvegur 10 og 8, 1.203 m Ármúli 2, 3.384 m Guðríðarstígur 2–4, 2.045 m Lyngháls 9, 1.636 m Nánari upplýsingar gefur: Hermann Guðmundsson / hermann@m3.is / gsm 661 4700 GRENSÁSVEGUR 10 OG 8 ÁRMÚLI 2 GUÐRÍÐARSTÍGUR 2-4 LYNGHÁLS 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.