Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 26
FÓLK|TÍSKA
Donatella Versace kynnti herratísku fyrirtækisins fyrir
vorið 2013 nýlega. Tískulöggur töluðu um að hún væri að
gera ímynd karlmannsins sterkari með því að koma fram
með boxarafatnað. Minnst var á Rocky eða Mr. T í því
sambandi. Breið magabelti eins og skylmingar- eða hnefa-
leikamenn bera voru áberandi á sýningunni. Jafnframt
var mikil litagleði í hönnuninni; bleikir skór og vesti,
ljósblá jakkaföt og silkisloppar í pastellitum.
SKRAUTLEG HERRA-
TÍSKA VEKUR FURÐU
MAGABELTI Hér er
önnur útfærsla af breiða
beltinu sem var fyrir-
ferðarmikið hjá Versace.
LITRÍKIR SKÓR
Íþróttaskór frá Versace
sem fáanlegir verða í
verslunum næsta vor.
Thelma Þorsteinsdóttir hefur undan farið ár hannað falleg hár-bönd á litlar stelpur. „Þegar ég
eignaðist dóttur fyrir um ári síðan fann
ég ekki neitt sem mig langaði að punta
hana með þannig að ég ákvað að gera
þetta bara sjálf,“ segir Thelma aðspurð
um tilkomu hönnunarinnar.
Hún byrjaði að gera hárbönd og hár-
skraut fyrir Lilju Margréti, dóttur sína,
en svo fóru mömmurnar í mömmu-
klúbbnum hennar Thelmu að biðja
hana að gera skraut fyrir sínar dætur,
þannig vatt þetta allt upp á sig. „Þetta
varð strax vinsælt þannig að fleiri hafa
líklega lent í því að finna ekkert hár-
skraut á litlu stelpurnar sínar. Ég nota
aðallega satín og skraut sem ég kaupi
sérstaklega fyrir þetta.“
Thelma stundaði nám í fatahönnun
í Margrétarskólanum í Kaupmanna-
höfn þar til hún varð barnshafandi.
„Ég kláraði námið ekki alveg en stefni á
að gera það fljótlega. Ég veit bara ekki
hvar í heiminum ég ætla að gera það en
mér finnst best að fara út fyrir þæginda-
rammann og gera eitthvað öðruvísi.
Ég hef alltaf verið ævintýramanneskja
og þegar ég var yngri fór ég til dæmis
alein í knattspyrnuskóla í Englandi og í
þrjá mánuði til Miami í enskuskóla. Það
verður bara enn meiri áskorun að fara á
einhvern spennandi stað nú þegar ég á
barn,“ segir hún.
Hönnun Thelmu kallast Líla Liríó en
nafnið er vísun í nafn dótturinnar. „Litli
frændi okkar kallaði Lilju alltaf Lílu og
svo er spænska útgáfan af Lilja Liríó
þannig að nafnið þýðir í raun LiljaLilja.
Ég ætlaði alltaf að breyta nafninu en
það er orðið svolítið seint að gera
það núna þegar þetta er orðið svolítið
þekkt.“
Þegar Thelma var tíu ára saumaði
hún sér náttbuxur sem hún gekk í meiri-
hlutann af grunnskólaárum sínum.
„Ég hef haft áhuga á hönnun og föndri
frá unga aldri og ég hef alltaf verið að
hanna og smíða eitthvað. Í dag sauma
ég kjóla á sjálfa mig og geri hárskrautið
en ég væri til í að leggja þetta fyrir mig
og gera þetta að fullu starfi en hafa
þetta ekki aðeins sem áhugamál eins og
þetta er í dag.“ ■ lilja.bjork@365.is
HANNAR Á LÍTIL HÖFUÐ
MIKIL FÖNDURKONA Thelma Þorsteinsdóttir hannar hárbönd og húfur á
litlar stelpur undir merkinu Líla Liríó sem er til komið á skemmtilegan hátt.
Hún hefur haft áhuga á hönnun og föndri frá unga aldri.
FÍNAR MÆÐGUR
Thelma byrjaði að hanna
hárböndin fyrir dóttur
sína, Lilju Margréti.
Kryddpíurnar stíga á stokk á
lokahátíð Ólympíuleikanna
næst komandi sunnudagskvöld.
Mikil spenna ríkir yfir endurkomu
frægustu stúlknahljómsveitar
allra tíma. Victoria Beckham hefur
fullyrt að þetta verði í síðasta
skipti sem þær koma fram saman.
Miklar vangaveltur hafa verið
um hver hanni búningana sem
þær klæðast við þetta tækifæri
en loks hefur verið opinberað
að það er hönnuðurinn Giles
Deacon. Hönnun hans einkennist
af lit ríkum og áberandi mynstrum
með húmor og kynþokkafullu ívafi
sem ætti að henta krydd píunum
afar vel. Innifalinn í hönnun Dea-
cons er míkrófónn sem skreyttur
er með semalíusteinum.
Kryddpíurnar eru ekki þær
einu sem koma fram á lokahátíð-
inni því hún er tileinkuð breskri
tónlist sem hefur verið ein helsta
útflutningsvara Breta.
Þá hefur verið orðrómur um
að Kate Moss, Naomi Campbell
og Rosie Huntington-Whiteley
komi fram í fatnaði eftir frægustu
hönnuði Bretlands á borð við
Vivienne Westwood og fleiri.
KRYDDPÍUR SAMAN
Spenna yfir búningum Kryddpíurnar klæðast
búningum eftir breska hönnuðinn Giles Deacon á
lokahátíð Ólympíuleikanna.
Dansaðu þig í form með einföldum
sporum, skemmtilegri tónlist og góðum
félagsskap.
Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna
• Zumba - Þri og fim kl. 17:30
• Zumba Toning - Þri og fim kl. 16:30
• Þjálfari: Eva Suto - 4 vikur
• Hefst 14. ágúst. Verð kr. 12.900,-
ÚTSALAN
Í FULLUM GANGI
10% afsláttur
Af standard fatnaði
50 –70% afsláttur
Fatnaður, töskur, skart, úr o.fl.
SOHO/MARKET
Á FACEBOOK
Grensásvegur 8, sími 553 7300
Opið mán–fim 12–18, fös 12-19 og laugd 12–17
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir