Fréttablaðið - 09.08.2012, Side 11

Fréttablaðið - 09.08.2012, Side 11
FIMMTUDAGUR 9. ágúst 2012 11 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lagði hald á sporð- dreka á gistiheimili í borginni á dögunum. Svo virðist sem dýrið hafi komið til landsins með erlendum ferðamönnum. RÚV greindi frá því að sporð- drekinn hefði verið færður á Náttúrustofnun þar sem honum var gefin hrossafluga og tvær köngulær að éta. Honum verður haldið lifandi þar til Erling Ólafs- son skordýrafræðingur snýr aftur til starfa í lok mánaðarins, þar sem hann á að greina dýrið. Ekki er algengt að sporð- drekar finnist hér á landi, en þeir eru, sem kunnugt er, afar eitraðir. - sv Sporðdreki fannst á gististað: Fær skordýr að borða í mánuð Á STÆRÐ VIÐ ELDSPÝTNASTOKK Sporðdrekanum verður haldið lifandi þar til skordýrafræðingur greinir hann. MYND/LÖGREGLAN MENNING Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra mun á laugardag afhjúpa minnisvarða um Hrafna-Flóka en staðsetningin gæti komið sumum á óvart því hún er ekki á Vest fjörðum, þaðan sem við höfum mestar fregnir af honum, heldur í Mó í Fljótum í Skagafirði. Eins og alþjóð veit átti Hrafna-Flóki mis- heppnaða vetursetu í Vatnsfirði á Barða- strönd þar sem hann gaf landi voru nafn eftir að hafa misst allt kvikfé sitt í íslenskri frost- hörku. „Já, hann kom aftur og settist þá að hérna,“ segir Herdís Sæmundardóttir sem fer fyrir framtakshópnum en afi hennar, Her- mann Jónsson, og amma, Elín Lárusdóttir, bjuggu á Ysta-Mó. „Við vorum hérna mikið og það var svo mikið látið með hann hérna að við systkinin erum eiginlega alin upp með Hrafna-Flóka,“ segir Herdís. Skammt hjá eru síðan Flókasteinar en sú saga hefur gengið að undir einum liggi fjár- sjóður landnámsmannsins en undir hinum liggi Hrafna-Flóki sjálfur. Herdís tengist frekar slóðum Hrafna-Flóka en Hermann afi hennar var frá Bíldudal, en þaðan blasir Ármannsfellið við þar sem Hrafna-Flóki stóð er hann gaf landi voru nafn. Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson hannaði minnisvarðann en Hjalti Pálsson gerði texta á upplýsingaskilti sem á honum verður. - jse Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhjúpar minnisvarða um Hrafna-Flóka í Skagafirði: Hrafna-Flóka reistur minnisvarði í Skagafirði HERDÍS OG RAFAEL VIÐ MINNISVARÐANN Innanríkis- ráðherra mun afhjúpa minnisvarðann á laugardag. Nýr formaður tekur við Kristian Thulesen Dahl tók í gær við embætti formanns danska Þjóðar- flokksins. Fráfarandi formaður er Pia Kjærsgaard. DANMÖRK Hættulegt duft í báti Slökkvilið Húsavíkur var kallað í mannlausan fiskibát í fyrrakvöld. Töldu menn að reyk legði frá bátnum en við skoðun kom í ljós að slökkvi- kerfi hafði farið í gang og sprautað dufti vítt og breitt um bátinn. Duftið getur reynst mönnum hættulegt. Til stóð að fara yfir hið sjálfvirka kerfi bátsins í gær. HÚSAVÍK LÖGREGLUMÁL Erlendur ferða- maður slasaðist þegar hann datt í rúllustiga í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á þriðjudag. Maðurinn hrasaði fram fyrir sig í fyrsta þrepi stigans, að því er lögreglumönnum á vettvangi var tjáð, og féll niður með þeim afleið- ingum að höfuð hans skall á einu þrepanna. Hann hlaut tvo skurði á höfði, auk skrámu á sköflungi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans. Meiddist á höfði og fæti: Hrasaði í rúllu- stiga í Leifsstöð LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í grunnskólann í Grindavík um helgina. Lögreglunni á Suður- nesjum barst tilkynning um atvikið og fóru lögreglumenn þegar á vettvang. Við vettvangs- rannsókn kom í ljós að gluggi á norðurhlið hússins hafði verið spenntur upp. Töluverðar skemmdir eru á gluggakarmi eftir áhald sem notað var til verksins. Ekki lá ljóst fyrir í gær hvort einhverju hefði verið stolið úr skólanum. Lögreglan biður þá sem upplýst gætu um mannaferðir að hafa samband í síma 420 1800. Innbrot í Grindavík: Brotist inn í grunnskólann www.m3.is TIL LEIGU GRENSÁSVEGUR, ÁRMÚLI, GUÐRÍÐARSTÍGUR OG LYNGHÁLS Gott atvinnuhúsnæði Frábærlega vel staðsett verslunar- og skrifstofuhúsnæði Grensásvegur 10 og 8, 1.203 m Ármúli 2, 3.384 m Guðríðarstígur 2–4, 2.045 m Lyngháls 9, 1.636 m Nánari upplýsingar gefur: Hermann Guðmundsson / hermann@m3.is / gsm 661 4700 GRENSÁSVEGUR 10 OG 8 ÁRMÚLI 2 GUÐRÍÐARSTÍGUR 2-4 LYNGHÁLS 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.