Fréttablaðið - 09.08.2012, Síða 41

Fréttablaðið - 09.08.2012, Síða 41
FIMMTUDAGUR 9. ágúst 2012 33 Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarn- orkusprengjurnar sem varpað var á Híro- síma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykja- víkur við Tryggvagötu í kvöld. Á sýningunni má skoða muni frá atburðunum, auk ljósmynda og fræðslu- efnis sem sýnir geigvænleg áhrif kjarn- orkusprenginganna á íbúa og mannvirki í Hírósíma og Nagasaki. Alls létust strax, eða á fyrstu mánuðunum eftir að sprengjurnar féllu, um 214 þúsund manns og álíka margir hafa fram til ársins 2011 látist af eftirköstum kjarn- orkuárásanna. Enn þjást um 227.500 manns sem bjuggu í Hírósíma og Naga- saki árið 1945 af sjúkdómum sem raktir eru til sprenginganna. Sýningin kemur hingað frá Nagasaki- minningarsafninu, Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb Victims, sem starfar á vegum japanska velferðarráðuneytisins. Í tengslum við sýninguna verða margs konar viðburðir, sem nálgast má upp- lýsingar um á vefsíðunni www.hirosima- nagasaki.is. Sýningin verður opnuð í kvöld klukk- an 19.30 og er opin til klukkan 22. Eftir að hafa skoðað sýninguna í kvöld er tilvalið fyrir gesti að ganga niður að Reykjavíkur tjörn, þar sem kertafleyting í minningu fórnarlambanna hefst klukk an 22.30. Þar flytur Inosuke Hayasaki, 81 árs gamall Japani, ávarp, en hann lifði af kjarnorkusprenginguna í Nagasaki. - hhs HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 09. ágúst 2012 ➜ Tónleikar 16.30 Hljómsveitin Byzantine Silhou- ette leikur fyrir gesti á næstu tónleikum í Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins. Frítt er á tónleikana sem haldnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins. ➜ Sýningar 16.00 Listasalur Mosfellsbæjar býður til einstakrar listsýningar þar sem fjórir fyrrum bæjarlistamenn sýna verk sín. Sýningin nefnist Fjórir Moskóvítar. ➜ Hátíðir 16.00 Haldin verður afmælishátíð í Bókasafni Mosfellsbæjar í tilefni 25 ára afmælis Mosfellsbæjar. Meðal uppákomna er hljómsveitin Mojito og systurnar Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur. Léttar veitingar í boði. ➜ Uppákomur 20.00 Boðið verður upp á ljósmynda- göngu um Laugardalinn þar sem rifjaðar verða upp minningar og sögur frá fyrri tímum. Þorgrímur Gestsson annast gönguna. Mæting við aðalinngang Grasagarðsins. Þátttaka ókeypis. ➜ Tónlist 12.00 Haukur Guðlaugsson leikur á orgel á hádegistónleikum í Hallgríms- kirkju. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en ókeypis fyrir félaga í Listvinafélagi Hall- grímskirkju. 16.30 Hljómsveitin Skuggamyndir leika á Pikknikk tónleikaröð Norræna Hússins. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Tríó rússneska harmonikku- leikarans Vadim Fyodorov leikur í Odda- kirkju á Rangárvöllum. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 21.00 Una Dóra, Fanney Kristjánsdóttir og Jenný Lára flytja djassíska dagskrá í tali og tónum á Café Rosenberg. 21.30 Hinir mánaðarlegu tónleikar Skuggamynda verða haldnir á Café Haítí. Leikin verður þjóðlagatónlist frá Balkanskaganum. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Þór Breiðfjörð leikari og söngv- ari verður gestur Bítladrengjanna blíðu á tónleikum þeirra á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.15 Tinna Grétarsdóttir mannfræð- ingur flytur hádegiserindi í tengslum við sýninguna Kerfi. Fyrirlesturinn fer fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kjarnorkuárásanna á Japan minnst UNDIRBÚA OPNUN Sýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki opnar í Borgarbókasafni í dag. Opið laugard. kl. 10-14 LEIÐIN TIL HOLLUSTU www.skyr.is Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringar- viðmið og teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.