Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.08.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.08.2012, Qupperneq 8
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR „Það er leikur að læra“ Skólaráðstefna Allir þeir sem hafa áhuga á skólamálum, námi og kennslu eru hvattir til að mæta og skrá sig. Skráning á www.epli.is/skolar Grand Hótel Reykjavík 17. ágúst Kl. 8:30 - 13:00 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Bir t m eð f m eð yr irv ar a um p re nt vi llu r. H ei m s H ei fe rð ir ás ki lja r r r sé r ré tt t été il le ið ré t in g a tin g a á sl ík u. A th . A t A ve að v er ð g e r tu r b tu r tu r ys re yss tst ff á n fy rir v yr ir yr i arar a.a frá kr. 99.600 10 nætur með allt innifalið Síðustu sætin í ágúst Heimsferðir bjóða ferðir til Tyrklands í allt sumar og fram á haust. Núna erum við með einstök tilboð á Blue Park í Marmaris og Marinem Karaca Resort í Bodrum. Frá kr. 139.600 Marinem Karaca Resort með allt innifalið í 11 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára, í fjölskyldu herbergi á Marinem Karaca Resort. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 179.900 á mann. Sértilboð 24. ágúst í 11 nætur. Frá kr. 99.600 Blue Park í Marmaris með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára, í fjölskylduherbergi á Blue Park í Marmaris. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 119.700 á mann. Sértilboð 14. ágúst í 10 nætur. Tyrkland Ótr úleg t ve rð! Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 SÝRLAND, AP Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víð- tækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landa- mærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en upp- reisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undan- farinn mánuð og segja sér fróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuð- borginni Damaskus og flótti hátt- settra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, for- sætis ráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gær morgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnar manna með hjálp jórd- anskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðar- lega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þús- und Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óró- leg yfir endalausum blóðsúthell- ingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní- múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta- múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine- hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is Assad gerir þungar árás- ir á Aleppo Forsætisráðherra Sýrlands flúði til Jórdaníu og er það mikið bakslag fyrir stjórn Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur enn traust tak á landinu og býr yfir betra vopnabúri en uppreisnarmenn. ÁRÁS UNDIRBÚIN Sýrlenskir uppreisnarmenn taka sér stöðu með sprengjuvörpur í Kfar Nubul í í Idlib í norðvesturhluta landsins. NORDICPHOTOS/AFP MOSFELLSBÆR Mosfellsbær fagnar 25 ára afmæli sínu í dag, 9. ágúst. Af því tilefni ætlar bæjarfélagið meðal annars að ganga til sam- starfs um stofnun Villidýrasafns í Mosfellsbæ, í samvinnu við Krist- ján Vídalín Óskarsson. „Um nokkurt skeið hefur Krist- ján vakið athygli bæjar félagsins á safni sínu af villtum og upp- stoppuðum dýrum sem fáséð eru hér á landi,“ segir í tilkynningu frá bænum. Kristján er skotveiðimaður og hefur um árabil veitt villt dýr erlendis, í Asíu, Afríku, Ástralíu og víðar. Dýrasafn hans samanstend- ur af nokkrum tegundum antilópa, fíl, nashyrningi, ljóni, ljónynju og strúti svo eitthvað sé nefnt. Nú á að leita að heppilegu rými fyrir safnið og talið er að æskileg- asta staðsetningin sé í Ævintýra- garðinum. Sérstakur hátíðarbæjar- stjórnarfundur verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og er hann öllum opinn. Þar verður meðal annars rætt um að hefja friðlýsingarferli þriggja fossa í bæjarfélaginu; Álafoss, Helgufoss og Tungufoss. Mosfellsbær er sjö- unda stærsta sveitarfélag landsins með um það bil 8.800 íbúa. - sv Mosfellsbær fagnar 25 ára afmæli sínu í dag: Villidýrasafn stofnað

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.