Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 8
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR
Skattgreiðslur ársins 2011
Þrettán konur komast á lista yfir
50 stærstu greiðendur opinberra
gjalda samkvæmt samantekt rík-
isskattstjóra. Konum hefur fjölg-
að milli ára, en þær voru átta í
fyrra og níu árið áður.
Konur eru þar með orðnar
rúmur fjórðungur einstakling-
anna á svokölluðum hákarlalista
ríkisskattstjóra. Það er listi yfir
þá 50 einstaklinga sem greiddu
hæst opinber gjöld vegna síðasta
árs.
Þorsteinn Hjaltested, fjárfest-
ir og landeigandi á Vatnsenda,
greiddi hæst opinber gjöld á síð-
asta ári, annað árið í röð. Hann
greiddi um 185,4 milljónir króna
vegna ársins í fyrra, en 161,8
milljónir árið áður.
Guðbjörg Astrid Skúladóttir,
stofnandi Klassíska listdansskól-
ans, er í öðru sæti á lista Ríkis-
skattstjóra, en hún greiddi alls
tæplega 139,8 milljónir króna til
ríkis og sveitarfélags síns fyrir
síðasta ár. Þriðji á listanum er
Frímann Elvar Guðjónsson við-
skiptafræðingur, sem greiddi
129,4 milljónir króna.
Guðbjörg M. Matthíasdóttir,
útgerðarkona úr Vestmannaeyj-
um, er fjórða á lista skattstjóra,
en hún greiddi um 116,7 milljónir
króna í opinber gjöld í fyrra.
Meðal annarra landsþekktra
nafna á listanum má nefna Skúla
Mogensen, einn aðaleigenda MP
Fleiri konur í hópi
hákarla en í fyrra
Þorsteinn Hjaltested landeigandi greiddi hæsta skatta í fyrra annað árið í röð.
Þrettán af 50 hákörlum á lista ríkisskattstjóra eru konur. Hákarlarnir 50 greiða
samtals rúman 3,1 milljarð króna í opinber gjöld. Upphæðin hækkar á milli ára.
Þeir 50 einstaklingar sem greiddu hæstu skattana vegna síðasta árs
borguðu samtals um 3,1 milljarð króna í opinber gjöld. Þetta er um 400
milljónum króna meira en vegna ársins 2010, en svipuð upphæð og árið
2009. Tíu efstu á listanum greiddu um 1.100 milljónir króna vegna ársins í
fyrra. Tíu efstu greiddu um 981 milljón króna vegna ársins 2010, og 1.300
milljónir árið 2009.
50 hæstu greiddu meira en árið 2010
Hæstu skattgreiðendur
Tæplega 11 þúsund skattgreiðend-
ur greiddu tekjuskatt í hæsta skatt-
þrepi á síðasta ári og voru því með
yfir 704 þúsund krónur í mánaðar-
laun. Það eru um sjö prósent skatt-
greiðenda. Fjöldinn hefur aukist
umtalsvert, en á árinu 2010 greiddu
um 9.500 skatt í efsta skattþrepinu.
Í byrjun árs 2012 voru tvö ár frá
því þrepaskipt tekjuskattskerfi var
tekið upp. Í samantekt fjármála-
ráðuneytisins um skattamál kemur
fram að í fyrra hafi ríkið haft um
2,7 milljarða króna í skatttekjur af
efsta skattþrepinu. Árið áður voru
tekjurnar um 2,1 milljarður króna.
Alls greiddu um 156 þúsund
skattgreiðendur tekjuskatt á árinu
2011. Ríkið hafði um 107,1 milljarð
Tekjur ríkisins af skattgreiðslum fólks sem fellur í efsta skattþrepið aukast:
Fleiri með tekjur yfir 700 þúsundum
Alls greiða ríflega 3.100 fjölskyldur auðlegðarskatt, og hafði ríkið um 5,6
milljarða króna í tekjur af skattinum. Það er um 17 prósenta aukning milli ára.
Að meðaltali greiddi hver fjölskylda því um 1,8 milljónir króna.
Skatturinn er 1,5 prósent af eignum á bilinu 75 til 150 milljónir hjá ein-
hleypum og 100 til 200 milljónir hjá hjónum. Á síðasta ári var að auki tekið upp
nýtt skattþrep, þegar lagður var 2 prósenta skattur á eignir umfram þau mörk.
Auðlegðarskatturinn 5,6 milljarðar
í tekjur af skattheimtunni, um 6,5
prósentum hærri upphæð en árið á
undan.
Í tilkynningu fjármálaráðuneytis-
ins kemur fram að framtaldar eign-
ir heimilanna hafi numið 3.611 millj-
örðum á síðasta ári, og hafi aukist
um 4,2 prósent milli ára. Meirihlut-
inn, um 68 prósent, eru fasteignir.
Skuldir hafa dregist saman, eru nú
1.759 milljarðar, um 6,3 prósentum
minna en árið 2010.
Þann 1. ágúst næstkomandi verða
greiddir út úr ríkissjóði 7,6 milljarð-
ar króna í vaxtabætur, 2,6 milljarð-
ar í sérstakar vaxtabætur og tæpir
2 milljarðar í barnabætur, sam-
kvæmt tilkynningunni. - bj
Reykjavík
Guðbjörg Astrid Skúladóttir Mýrarási 15 139,8
Poul Jansen Malarási 12 113,7
Ívar Daníelsson Árskógum 6 80,6
Ársæll Valfells Gunnarsbraut 30 67,1
Ingunn Gyða Wernersdóttir Bjarmalandi 7 60,5
Hörður Arnarson Stallaseli 8 56,1
Gunnar I. Hafsteinsson Skildinganesi 58 53,7
Katrín Þorvaldsdóttir Háuhlíð 12 46,4
Kristinn Zimsen Furugerði 12 41,2
Baltasar K. Baltasarsson Miðstræti 7 41,0
Guðmundur H. Magnason Brautarási 12 40,7
Kári Stefánsson Hávallagötu 24 40,0
Hreggviður Jónsson Byggðarenda 13 38,4
Garðabær
David John Kjos Skrúðási 6 75,9
Kirstín Þ. Flygenring Strandvegi 17 74,0
Árni Hauksson Mávanesi 17 61,5
Sigurður Örn Eiríksson Kornakri 4 58,7
Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir Dalakri 10 55,4
Þórarinn Ragnarsson Blikanesi 25 50,8
Jón Pálmason Arnarási 2 50,3
Finnur Reyr Stefánsson Brekkuási 11 48,7
Steinunn Jónsdóttir Brekkuási 11 41,5
Guðmundur Steinar Jónsson Eskiholti 4 41,4
Seltjarnarnes
Kristín Jónína Gísladóttir Sólbraut 8 66,5
Guðmundur Ásgeirsson Barðaströnd 33 63,0
Helga S. Guðmundsdóttir Nesbala 66 48,2
Bjarni Ármannsson Bakkavör 28 47,5
Hafnarfjörður
Frímann Elvar Guðjónsson Klausturhvammi 34 129,4
Sigurbergur Sveinsson Miðvangi 118 50,6
Ólafur Björnsson Lækjarbergi 2 44,9
Helgi Vilhjálmsson Skjólvangi 1 44,8
Jakob Már Ásmundsson Hamarsbraut 8 41,5
Finnur Árnason Lækjarbergi 52 39,4
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Næfurholti 2 38,8
Ágúst Sigurðsson Birkihvammi 3 38,8
Eiríkur Smith Finnbogason Klukkubergi 9 36,7
Kópavogur
Þorsteinn Hjaltested Vatnsenda 185,4
Arnór Víkingsson Kársnesbraut 64 78,7
Össur Kristinsson Sæbólsbraut 42 64,2
Sigurður Sigurgeirsson Breiðahvarfi 17 57,9
Ingi Guðjónsson Bakkasmára 25 42,0
Kaire Hjaltested Vatnsenda 39,7
Aðrir staðir
Guðbjörg M. Matthíasdóttir Birkihlíð 17, Vestmannaeyjum 116,7
Kristján V. Vilhelmsson Kolgerði 3, Akureyri 98,6
Hermann Kr. Sigurjónsson Eyrarvegi 16, Grundarfirði 92,0
Skúli Mogensen Bugðuósi 2, Mosfellsbæ 84,7
Margrét Ásgeirsdóttir Bugðuósi 2, Mosfellsbæ 73,7
Þorsteinn Már Baldvinsson Barðstúni 7, Akureyri 68,2
Hjörtur Georg Gíslason Byggðavegi 88, Akureyri 40,4
Elínborg Jónsdóttir Hraunslóð 2, Vestmannaeyjum 36,8
Allar tölur eru í milljónum króna
banka, Wow Air og fleiri fyrir-
tækja, sem greiddi 84,7 milljónir
í opinber gjöld í fyrra.
Þar má einnig finna Þorstein
Má Baldvinsson, forstjóra Sam-
herja, sem greiddi 68,2 milljónir,
og Ingunni Gyðu Wernersdóttur
athafnakonu, sem greiddi 60,5
milljónir.
Á listanum eru einnig Ársæll
Valfells fjárfestir og lektor við
Háskóla Íslands, sem greiddi
67,1 milljón, og Össur Kristins-
son, stofnandi Össurar, með 64,2
milljónir. Þar eru einnig Hörður
Arnarson, forstjóri Landsvirkjun-
ar, sem greiddi 56,1 milljón króna
í fyrra, og Bjarni Ármannsson,
fyrrverandi bankastjóri Glitnis,
sem greiddi 47,5 milljónir.
Þá má nefna Helga Vilhjálms-
son, eiganda Góu, sem greiddi
44,8 milljónir, og Kára Stefáns-
son, stofnanda Íslenskrar erfða-
greiningar, sem borgaði 40 millj-
ónir króna. brjann@frettabladid.is
GUÐBJÖRG M.
MATTHÍASDÓTTIR
SKÚLI
MOGENSEN
ÞORSTEINN MÁR
BALDVINSSON
GUÐBJÖRG ASTRID
SKÚLADÓTTIRFrá kr. 104.900 með fullu fæði
7 nátta ferð – einstakt tækifæri
Heimsferðir bjóða frábær tilboð í 7 nátta ferð til Benidorm
þann 31. júlí. Í boði er Carlos hótelið *** með fullu fæði. Gríptu
þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins á Benidorm á ótrúlegum
kjörum. Athugið að flogið er frá Alicante til Mallorca og þaðan til
Íslands á bakaleið.
Hotel Carlos I ***
Kr. 104.900 - með fullu fæði.
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi með
fullu fæði í viku.
Verð m.v. gistingu í tvíbýli með fullu fæði kr. 124.200. Aukagjald fyrir
einbýli kr. 12.700.
Sértilboð 31. júlí í viku.
Benidorm
Allra síðustu sætin 31. júlí
FRÁBÆR TILBOÐ
Kúlutjöld - Svefnpokar
Takmarkað magn
lÍs en kus
Mercedes Bens ML 320 CDI árgerð 2007, Ekinn 95 þús
Dísel, Einn eigandi, Sjálfskiptur
Verð. 5.990 þús kr
Uppl í síma 661 9707
Veit ekki hvort þetta ætti að koma fram:
Glæsilegur Benz til sölu
Aukahlutir & búnaður
ABS hemlar - Aksturstölva - Armpúði - Álfelgur - Dráttarbeisli - Dráttarkúla - Filmur - Fjarlægðar-
skynjarar - Fjarstýrðar samlæsingar - Geisladiskamagasín - Geislaspilari - Glertopplúga - Handfrjáls
búnaður - Hiti í sætum - Hleðslujafnari - Höfuðpúðar aftan - Kastarar - Leðuráklæði - Líknarbelgir
Loftkæling - Rafdrifin sæti - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Reyklaust ökutæki - Samlæsingar
Símalögn - Smurbók - Spólvörn - Stafrænt mælaborð - Stöðugleikakerfi - Útvarp - Veltistýri - Vökva-
stýri - Xenon aðalljós - Þakbogar - Þjónustubók
Mercedes Benz ML 320 CDI
Árgerð 2007, ekinn 95 þús.
Dísel, einn eigandi, sjálfskiptur.
Verð 5.990 þús kr.
Uppl í síma 661 9707.
Boltinn á Xinu 977
– alla virka daga kl. 11 - 12