Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 33

Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 33
FIMMTUDAGUR 26. júlí 2012 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 26. júlí 2012 ➜ Tónleikar 12.00 Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju, leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju. Miðaverð er kr. 1.500 en frítt fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju. 16.30 II (Uni og Jón Tryggvi) leika fyrir gesti á næstu tónleikum í Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins. Frítt er á tónleikana sem haldnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins. 20.30 Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason heldur tónleika í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Verða þetta eins konar kveðjutónleikar þar sem hann flyst til Hollands næsta haust til að stunda framhaldsnám í jazzpíanóleik. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. 21.00 Tónleikamaraþoni Jónasar Sig- urðssonar lýkur í kvöld með uppákomu í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgar- firði Eystri. ➜ Uppákomur 20.00 Álfheiður Ingadóttir formaður Þingvallanefndar mun ræða um störf og stefnu Þingvallanefndar í síðustu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins. Gönguferðin hefst á Valhallarreitnum og eru allir velkomnir. ➜ Tónlist 12.00 Dúettinn Guðmundsdætur halda lokatónleika í Dómkirkjunni. Það eru þær Chrissie Telma Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari sem skipa dúettinn. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Hljómsveitin My Sweet Baklava treður upp á Reykjavík Backpackers, Laugavegi 28. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum í útgáfusjóð sveitarinnar. 21.00 Söngkonan Sigríður Thorlacíus kemur fram á Heitum fimmtudögum á Græna Hattinum á Akureyri. Með henni verður Guðmundur Óskar Guðmunds- son gítar- og bassaleikari og samstarfs- maður hennar úr Hjaltalín. Miðaverð er kr. 1.500. 21.30 Hljómsveitin 1860 verður með tónleika á Café Rosenberg. Kynnt verður nýtt efni af væntanlegri breiðskífu þeirra í bland við eldri lög. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Hljómsveitin Kiriyama Family kemur fram á Mærudögum á Húsavík, en tónleikarnir verða haldnir á Gamla Bauk. 22.00 Agent Fresco, RetRoBot og svissneska hljómsveitin Kapnorth spila á tónleikum á skemmtistaðnum Faktorý. Eru tónleikarnir liður í tveggja ára afmælisfögnuði staðarins og er aðgangur ókeypis. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Tólf tónlistarmenn koma fram á hinni árlegu Reykholtshátíð sem hefst á morgun og stend- ur fram á sunnudag. Þetta er í sautjánda sinn sem hátíðin er haldin en hún fer jafnan fram síðustu helgina í júlí ár hvert. Einvalalið innlendra og erlendra tónlistar- manna leiðir saman hesta sína á hátíðinni í ár, þar sem finnskir listamenn í fremstu röð verða meðal gesta. Sirkka Lampimäki, sem þykir ein fjölhæfasta söngkona Finnlands nú um mundir, flytur fjölbreytta efnisskrá með sönglögum við undirleik Eliisu Suni. Réka Szilvay, einn fremsti fiðluleikari Finna, heldur tónleika ásamt píanóleikaranum Heini Kärkkäinen en þær munu meðal annars flytja eitt þekktasta verk tónbókmenntanna, Kreut- zer-fiðlusónötuna eftir Beethoven. Þá verður Joseph Ognibene hornleikari meðal gesta og Vovka Ashkenazy flytur Brahms-píanókvin- tettinn. Af íslenskum flytjendum má nefna Þóru Einarsdóttur sem heldur tónleika ásamt Stein- unni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og strengjum Reykholtshátíðar, þar sem meðal annars verða fluttar nýjar útsetningar á íslenskum einsöngslögum. Auk þeirra koma fram strengjaleikararnir Auður Hafsteins- dóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir og Helga Þóra Björgvins- dóttir. Á dagskrá hátíðarinnar eru meðal annars verk eftir Sibelius, Kuula, Brahms, Beethoven, Ysaÿe, Jón Nordal, Bartók, íslensk sönglög og fleiri. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á reykholtshatid.is. Reykholtshátíð í sautjánda sinn REYKHOLT Finnskir tónlistarmenn í fremstu röð verða meðal gesta á sautjándu Reykholtshátíðinni nú um helgina. Opið laugard. kl. 10-14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.