Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 18
18 26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR
Eignarrétturinn er mikilvæg-ur. Undir þessari yfirskrift
er leiðari Fréttablaðsins 2. sept.
2006, sem skrifaður er til stuðn-
ings tryggum eignarrétti útgerð-
arinnar á aflaheimildum. Vísað
var til þess að Ragnar Árnason
prófessor áætlaði þá að ríkið
sparaði sér um þrjá milljarða
fengi sjávarútvegurinn að ráða
sér sjálfur án afskipta hins opin-
bera. Það álit prófessorsins átti
að vega þungt í þeirri röksemda-
færslu að útgerðin ætti að fá sjáv-
arauðlindina til fullrar eignar og
umráða.
Útgerðin hefur lengi rekið
öflugan áróður gegn
því að þjóðin hefði öll
umráð yfir mestu auð-
lind sinni, nýtingu
fiskimiðanna umhverf-
is landið. Ráðstefna
var haldin árið 2006 í
Reykjavík sem fjallaði
um eignarrétt á nátt-
úruauðlindum Íslands,
sérstaklega sjávarauð-
lindinni. Verkefni ráð-
stefnunnar var einkum
að sýna fram á, með
„fræðilegri“ umræðu,
þjóðfélagslega hag-
kvæmni þess að útgerð-
in ætti fiskimiðin eins
og hverja aðra fasteign
og stjórnaði sjálf allri
nýtingu þeirra og eft-
irliti. Niðurstaða ráð-
stefnunnar var einmitt sú. Enda
var ráðstefnan, sem haldin var
á vegum Rannsóknarmiðstöðv-
ar um samfélags- og efnahags-
mál (RSE), stofnun sem virðist
vera stýrt af forstjórum stórfyr-
irtækja, fjármálafyrirtækja og
þekktum frjálshyggjumönnum,
miðað við skipan stjórnar sam-
takanna, eingöngu haldin í áróð-
ursskyni. Lítið hefur farið fyrir
þeirri stofnun síðan og líklega er
hún flestum gleymd.
Hafin var mikil áróðursher-
ferð í fjölmiðlum, sem ætlað var
að sýna fram á að veiðiheimildir
útgerðarinnar væru betur komn-
ar sem formleg eign hennar en
ekki sameign þjóðarinnar eins
og lög mæla fyrir um. Og undan-
farið hefur dunið á þjóðinni áróð-
ur, ósannur hræðsluáróður í því-
líku magni að engin dæmi eru um
slíkt á Íslandi. Haldið var fram
að fjöldagjaldþrot útgerðarfyrir-
tækja blasti við ef breytingar á
lögum um stjórn fiskveiða sem
fyrirhugaðar voru til að hefta
braskið með veiðiheimildir, yrðu
gerðar. Hóflegt gjald af veiði-
heimildum til ríkisins – þjóðar-
innar mundi ríða sjávarútveg-
inum á slig. Gjald sem er aðeins
hluti þess gjalds sem útgerðar-
menn krefjast af öðrum þegar
þeir leigja frá sér veiðiheimild-
ir. Og hræðsluáróðurinn held-
ur áfram eftir að Alþingi sam-
þykkti veiðileyfagjald sem var
mun lægra en lagt var upp með
í upphafi.
Hamrað er á því að dráps-
klyfjar hafi verið lagðar á útgerð-
ina. Fáir muni standast gjaldtök-
una. Hvernig stenst það þegar
algengasta leiguverð sem veiði-
rétthafar taka af öðrum fyrir
veiðiréttinn er um 300 krónur
á kíló en gjaldið sem samþykkt
var er um 37 krónur á kíló? Fyrr-
verandi sjávarútvegsráðherra
Sjálfstæðisflokksins hefur lýst
því yfir að komist flokkur hans
til valda verði veiðileyfagjaldið
lækkað verulega. Það
er líklega einsdæmi
að stjórnmálamaður
lýsi því yfir með jafn
afgerandi hætti og
hann gerir að flokkur
hans verji sérhagsmuni
fárra gegn hagsmunum
almennings.
Frjálshyggjumönn-
um, sem einkum skipa
sér í Sjálfstæðisflokk-
inn, hefur löngum
sviðið í augum að
ríkið – þjóðfélagið –
eigi einhver verðmæti
sem samfélagið getur
haft tekjur af. Þann-
ig er með nytjastofn-
ana á Íslandsmiðum.
Þeirra skoðun er að
aflaheimildir eigi að
vera að fullu í eign og umráðum
útgerðarinnar, án gjaldtöku rík-
isins. Gróðinn skal renna óskipt-
ur til einstaklinganna sem eiga
útgerðarfyrirtækin. Þessi skoð-
un virðist vera ráðandi í þing-
liði Sjálfstæðisflokksins þannig
að hlutverk þess liðs er að vera
varnarlið einkagróðans á kostnað
almennings.
Eignarrétturinn yfir náttúru-
auðlindum landsins er þjóðinni
mjög mikilvægur þannig að ein-
stökum útgerðarfyrirtækjum
sem eiga búnað til fiskveiða eða
þeim sem nýta með einhverjum
hætti náttúruauðlindir Íslands sé
gert að greiða sanngjarnt gjald
til ríkisins fyrir afnotin. Þann-
ig er eignarréttur þjóðarinnar á
öllum auðlindum landsins mjög
mikilvægur. Sérstaklega eign-
arrétturinn á öllum nytjastofn-
um á Íslandsmiðum. Nytjastofn-
um sem Íslendingar börðust um
aldir við útlendinga um yfirráð
yfir og háðu tíu „þorskastríð“
til að halda lífsbjörginni í eigu
landsins.
Útgerðin
hefur lengi
rekið öflugan
áróður gegn
því að þjóðin
hefði öll
umráð yfir
mestu auð-
lind sinni.
Reykjavíkurborg efndi síð-asta haust, í samvinnu
við arkitektafélag Íslands, til
opinnar alþjóðlegrar samkeppni
um skipulag og uppbyggingu á
svæði í miðborginni sem teygir
sig frá Ingólfstorgi að Kirkju-
stræti. 68 arkitektar og arki-
tektateymi tóku þátt. Sá sem
hér skrifar sat í dómnefndinni.
Niðurstaða liggur nú fyrir og
um hana er deilt á síðum Frétta-
blaðsins og víðar. Eins og von er.
Samkeppniskosturinn
Í nokkur ár hafa staðið deilur
vegna þess að eigandi húsanna
við Vallarstræti og Thorvald-
senstræti vill nýta þær bygg-
ingarheimildir sem gildandi
deiliskipulag, svokallað Kvosar-
skipulag, færir honum.
Borgin hafði nokkra val-
kosti: Hún gat leyft húseigand-
anum að byggja það sem deili-
skipulagið heimilar. Í öðru lagi
gat hún afturkallað byggingar-
heimildir sem hún sjálf hafði
úthlutað og mætt eigandanum
í dómsölum. Þar reynir á svo-
kallaða „hlutlæga bótaskyldu“.
Það þýðir að borgin getur ekki
fellt niður byggingarheimildir
nema að taka þá áhættu að þurfa
að borga áætlað andvirði þess
byggingarmagns sem var heim-
ilað í gildandi deiliskipulagi.
Það leiðir meðal annars til þess
að byggingarheimildir verða að
verðmætri söluvöru.
Þetta er afleit lögfræði en
nokkrir hæstaréttardómar virð-
ast staðfesta þennan alíslenska
skilning á bótaskyldu. Borg-
in hefur í áraraðir reynt að fá
þessari grein í skipulagslögum
breytt, án árangurs.
Þriðji kosturinn var opin sam-
keppni. Ég tel að þetta hafi verið
skynsamleg leið. Samkeppnin
hefur sett fókus á þetta svæði
í Kvosinni sem hefur verið nið-
urnítt og lífvana árum og ára-
tugum saman. Að mínu mati er
óbreytt ástand þarna ótækt og
ekki sæmandi höfuðborginni.
Samkeppnin skapar meiri þekk-
ingu á svæðinu, eflir umræðu og
veltir upp óvæntum hugmyndum
og lausnum. Í því felast mikil-
væg tækifæri fyrir borgina.
Forsendur og markmið
Sumum finnst að hagsmunir
eiganda húsanna við Vallar-
stræti og Thorvaldsenstræti
vegi of þungt. Það eru rétt-
mætar áhyggjur vegna þess að
þetta er svo mikilvægur stað-
ur í borginni. En mikilvæg for-
senda samkeppnisleiðarinnar er
auðvitað sú að húseigandinn sé
með í ráðum. Hann hefur skýr-
an ráðstöfunarrétt yfir sínum
húsum. Ekki þó ótakmarkaðan.
Ekki kemur til greina að taka
húsin eignarnámi eða að borgin
reyni að kaupa þau fyrir hundr-
uð milljóna.
Það mun vera einstakt hér
á landi að einstaklingur setji
skipulag á sínum eignum í
opna, alþjóðlega samkeppni.
Það er líka athyglisvert að verð-
launatillagan færir eigandanum
minna byggingarmagn en deili-
skipulagið heimilar. Ástæðan er
sú að í forsendum keppninnar
var ekki farið fram á að tillög-
urnar uppfylltu þær heimildir.
Markmið samkeppninnar var
ekki að þjóna úreltu skipulagi og
ýtrustu kröfum eigandans, eins
og sumir hafa fullyrt eða látið
í veðri vaka. Markmiðið var að
gera þetta svæði í hjarta borg-
arinnar meira aðlaðandi og auð-
ugra af mannlífi.
Húseigandinn gætir sinna
hagsmuna og hann metur hvenær
gengið er á lögvarinn rétt sinn.
Hann er örugglega fullfær um
það. Að sama skapi hlýtur borgin
að árétta að eigandinn tók ákveðna
áhættu þegar hann keypti nánast
öll húsin á reitnum. Þeirri áhættu
má ekki velta yfir á borgina.
Byggðamynstur
Ég tel að verðlaunatillag-
an byggi á skarpri greiningu
og djúpri þekkingu á byggða-
mynstri í Kvosinni og hinum
ósamstæða húsaklasa á Land-
símareitnum og nágrenni. Þarna
er alfarið snúið frá þeirri hefð,
sem hér hefur lengi ríkt, að rífa
allt sem fyrir er og byggja allt
frá grunni. Skúlagötuskipulag-
ið og Höfðatorgsreiturinn eru
skýrt dæmi um þá stefnu. Sam-
kvæmt verðlaunatillögu ASK-
arkitekta er ekkert rifið nema
„Nasasalurinn“ sem verður þó
endurbyggður á sama stað, hugs-
anlega í upprunalegri mynd.
Landsímahúsið verður endur-
nýtt sem hótel og tyllt ofan á það
mansard-þakhæð, eins og við
sjáum á Hótel Borg beint á móti.
Við Kirkjustræti er gert ráð
fyrir þriggja til fjögurra hæða
viðbyggingu þar sem bílastæð-
ið er núna. Tillagan gerir enn
fremur ráð fyrir að byggð verði
hús með bröttu þaki milli gömlu
timburhúsanna við Vallarstræti.
Þar verður verslun, þjónusta,
skrifstofur, en ekki hótel. Og
svo er það þriggja hæða menn-
ingarhús með almenningsgarði á
annarri hæð sem tillagan gerir
ráð fyrir að rísi á gamla Hót-
el-Íslandsreitnum á suðurhluta
Ingólfstorgs.
Tveir fyrirvarar
Mikilvægt er að árétta að í
umsögn sinni setti dómnefnd
fram tvo fyrirvara. Í fyrsta lagi
er menningarhúsið tekið út fyrir
sviga og bent á að það sé á borg-
arlandi og tengist hóteláformum
ekki neitt. Það þýðir að borgin
ræður því alfarið hvenær og
hvort þetta hús verður byggt.
Telja má ólíklegt að það verði
alveg á næstunni. Kannski verð-
ur það aldrei, sem mér þætti
synd því mér finnst hugmyndin
góð. Í öðru lagi segir í umsögn-
inni að helsti veikleiki tillög-
unnar sé viðbyggingin sem rís
á bílastæðinu við Kirkjustræti.
Sagt er að endurskoða þurfi
útfærslu þess og ásýnd gagn-
vart Austurvelli, Kirkjustræti
og Víkurgarði.
Það er stór kostur við verð-
launatillöguna að hún er áfanga-
skipt. Það þýðir að hægt er að
taka eitt skref í einu. Ég trúi því
einlæglega að tillagan geti orðið
grundvöllur að skipulagi og upp-
byggingu sem mun styrkja þjón-
ustu í hjarta miðborgarinnar,
auðga mannlífið og bæta ásýnd
gatna, torga og húsa.
Að lokum skal undirstrikað
að á fundi húsafriðunarnefnd-
ar í júlíbyrjun var samþykkt
bókun þar sem segir að bygg-
ingarmagnið eins og það er sýnt
í verðlaunatillögunni geti fallið
vel að núverandi byggð við Ing-
ólfstorg og nágrenni.
Kostir við Ingólfstorg
og nágrenni
Nýting náttúruauð-
linda Íslands
Skipulagsmál
Hjálmar
Sveinsson
varaformaður
skipulagsráðs
Markmið samkeppninnar var ekki
að þjóna úreltu skipulagi og ýtrustu
kröfum eigandans, eins og sumir hafa
fullyrt eða látið í veðri vaka. Markmiðið var að gera
þetta svæði í hjarta borgarinnar meira aðlaðandi og
auðugra af mannlífi.
Sjávarútvegsmál
Árni
Þormóðsson
eldri borgari
www.fjalakotturinn.is
Aðalstræti 16 | 101 Reykjavík | Sími 514 6060 | dining@hotelcentrum.is