Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 42
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR34
golfogveidi@frettabladid.is
alla mína reynslu og kunnáttu við
að þreyta fiskinn, þó vissulega
hafi Hilmar átt stóran þátt í því
eftir hafa hlaupið 800 metra með
fiskinum niður flúðir.“
Laxinn var samt ekki alveg á
því að gefast strax upp.
„Enn á ný rauk hann aðeins
af stað en þó sem betur fer ekki
langt. Ég sá aftur á móti að ég var
nánast með alla línuna úti og þegar
ég er að rembast við að draga inn
þá heyri ég skyndilega smell.
Hilmar spyr hvað hafi gerst.
Ég lít í kringum mig og sé bara
lausa línu hanga fram af stöng-
inni en aðra línu úti í á. Hnútur-
inn við undirlínuna hafði gefið
sig. Hilmar sá þetta fljótt og kast-
aði sér beinlínis út á eftir línunni
út í á þar sem hann nær tökum
á henni. Þarna togaðist hann á
við stórlax með berum höndum
en gaf mér og syni mínum þó
nægan slaka til að geta hnýtt lín-
una á nýjan leik við undirlínuna.
Það tókst sem betur fer og eftir
nokkrar mínútur í viðbót lönduð-
um við loks þessum stórkostlega
laxi. Eins og ég sagði þá er þessi
saga ekkert sérstök,“ segir Ant-
hony, kíminn á svip.
Hlógu saman í korter
Anthony og Piers segjast hafa hlegið
saman í svona korter eftir að þetta
allt gerðist. Þeir feðgar tóku heilan
helling af myndum þennan dag, en
eitthvað var fókusinn að stríða þeim
því myndirnar voru allar úr fókus.
Eitt er þó víst að þessi dagur verður
skýr í huga þeirra um aldur og ævi.
„Þetta var stórkostlegur dagur,“
segir Piers. „Þegar sá gamli kveð-
ur mig og heldur til veiða á himnum
þá mun ég alltaf eiga þennan dag í
minningunni.“
Það þarf auðvitað ekki að taka
það fram að báðum löxunum var
sleppt. Sá seinni þurfti hins vegar
góðar 20 mínútur til að ranka við
sér og synda út í hyl á nýjan leik.
Breskir feðgar sem voru við
veiðar í Hofsá í Vopnafirði
upp úr miðjum mánuðinum
upplifðu ótrúlegan dag
saman. Á morgunvaktinni
veiddi sonurinn 100 sentí-
metra lax í Sigurðarstreng
og á kvöldvaktinni gerði
faðir hans aðeins betur því
hann tók 101 sentímetra lax
í Skakkabrotshyl. Trausti
Hafliðason spjallaði við þá
feðga.
Piers og Anthony Pollard komu
í fyrsta skiptið til Íslands í byrjun
júlí. Þeir feðgar hafa veitt mikið
saman í gegnum árin. Í samtali
við Fréttablaðið segist Piers hafa
verið með veiðidellu frá því hann
var smágutti. Hann hafi oft farið
með pabba sínum að veiða þegar
hann var yngri og eftir að hann
varð fullorðinn hafi þeir feðg-
ar farið árlega saman
í veiðiferðir hingað og
þangað. Mest hafi þeir
veitt í Englandi og Skot-
landi. Hann segir að
fyrir fimm árum hafi
þeir síðan hætt að fara
saman að veiða. Engin
sérstök ástæða hafi
verið fyrir því – það
hafi bara gerst.
„Um síðustu jól kom
pabbi síðan að máli við
mig og sagði „Piers,
næsta sumar förum við
saman að veiða“,“ segir
Piers. „Úr varð að við
keyptum okkur daga í
Laxá í Aðaldal og Hofsá.
Breskir veiðimenn vita
töluvert mikið um Hofsá þar sem
Karl Bretaprins veiddi þar svo
árum skiptir. Það skemmir held-
ur ekki fyrir að vita að þetta er
uppáhaldsáin hans. Ég veit núna
af hverju. Hofsá er ótrúleg á og
ef ég mögulega get þá ætla ég að
koma aftur á næsta ári og vera
helst lengur en bara í þrjá daga.“
Sá öflugasti
Piers segist fjórum sinnum áður
hafa veitt 100 sentímetra lang-
an lax en enginn þeirra komist í
hálfkvisti við þann sem tók Rauða
frances-inn í Sigurðarstreng á
dögunum.
„Þvílíkt afl og kraftur. Ég hefði
aldrei trúað þessu hefði ég ekki
haldið sjálfur um stöngina. Ég
bara hreinlega verð að upplifa
þetta aftur.“
Eftir morgunvaktina voru þeir
feðgar nokkuð sáttir enda hafði
sonurinn þá landað þessum silf-
urbjarta og lúsuga stórlaxi. Þeir
vissu ekki hvað beið þeirra.
Þegar þeir feðgar komu inn í
veiðihúsið Árhvamm eftir kvöld-
vaktina birti yfir öllu og öllum.
Það sást á fasi þeirra að eitthvað
stórkostlegt hafði gerst.
Ekkert sérstök saga
„Þetta er svo sem ekkert sérstök
saga,“ segir Anthony. „Ég var bara
þarna í rólegheitum með mína ein-
hendu, sem þér að segja er fyrir
línu númer sjö. Svo veit ég ekki
fyrr en mikill gusugangur rýfur
kyrrðina og ég fæ þessa svaka-
legu töku. Ég hugsaði strax með
mér, þetta er stór fiskur – líklega
sá stærsti sem ég hef veitt.“
Anthony segist af fenginni
reynslu vel hafa gert sér grein
fyrir því að sigurinn væri ekki
unninn þó laxinn væri búinn að
taka.
„Raunar var svolítið langt í það
á þessum tímapunkti því eftir að
hafa togast á við laxinn
í smá tíma tók hann á
rás og hélt af stað niður
ána. Ég er frekar slæm-
ur í mjöðminni þannig
að ég lét Hilmar leið-
sögumann hafa stöng-
ina. Hann bókstaflega
hljóp á eftir laxinum
niður flúðirnar og stað-
næmdist í Höfðamels-
hyl, sem er líklega
einum 4-500 metrum
fyrir neðan staðinn þar
sem laxinn tók upphaf-
lega.
Þegar ég kom tók ég
strax við stönginni á
nýjan leik en viti menn,
eftir stuttan tíma fór
laxinn aftur af stað. Hann var
aldeilis ekki reiðubúinn að gef-
ast upp fyrir mér strax – það var
augljóst. Eins og áður rauk hann
niður ána og Hilmar leiðsögumað-
ur tók stöngina aftur og hljóp eins
og fætur toguðu á eftir fiskinum
sem róaðist ekki fyrr en hann var
kominn niður í Beinagilsstreng.“
Smellur – hnúturinn gaf sig
Þegar þarna var komið hafði
fiskurinn líklega dregið Anthony
og hans föruneyti eina 800 metra
niður Hofsá.
„Hilmar var skiljanlega laf-
móður þegar ég loks kom og tók
aftur við stönginni. Laxinn var
líklega einnig orðinn svolítið
þreyttur því hann ákvað að halda
kyrru fyrir í Beinagilsstreng.
Þegar þarna var komið notaði ég
2.238 LAXAR veiddust í Hofsá sumarið 1992 og er það met.
Þegar sá
gamli kveður
mig og heldur
til veiða á
himnum þá
mun ég alltaf
eiga þennan
dag í minn-
ingunni.
PIERS POLLARD
Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá
PIERS POLLARD Sonur Anthonys með
100 sentímetra lax við Sigurðarstreng í
Hofsá.
TVEGGJA MANNA TAK Hilmar og
Anthony með 101 sentímetra lax sem
tók í Skakkabrotshyl en kom á land 800
metrum neðar, eða í Beinagilsstreng.
HOFSÁ Í VOPNAFIRÐI Margir telja Hofsá eina bestu fluguveiðiá í heimi, einn af þeim er Karl Bretaprins. Hún er svo sannarlega
kynngimögnuð og fögur að sjá ofan af Burstafelli. FRÉTTABLAÐIÐ/TRAUSTI
Hofsá á aðalupptök sín á heiðarsvæði sunnan Fossdals
og fellur áin í Vopnafjörð, skammt innan við kaup-
staðinn. Veitt er á sjö stangir í ánni og frá árinu 1974
hefur meðalveiðin verið í kringum 1.100 laxar á ári.
Mesta veiðin var árið 1992 þegar 2.238 laxar veiddust en
minnsta veiðin var árið 1982 þegar 141 lax veiddist.
Í vetur voru miklar endurbætur gerðar á veiðihúsinu
Árhvammi. Nú eru þar sjö tveggja manna herbergi með
baðherbergi og tvö eins manns herbergi sem eru með
aðgang að sérsnyrtingu. Þá var sett upp sána í húsinu.
Veiðihúsið Árhvammur við Hofsá endurbætt
7 STANGIR eru í Hofsá og er ánni skipt upp í sjö svæði og teygir efsta svæðið sig langt inn Hofsárdal og upp á heiði.