Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 12

Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 12
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Verslunarmannahelgin nálgast óðfluga og Íslend- ingar eru farnir að undir- búa þessa mestu ferðahelgi ársins. Útilegubúnaðurinn skiptir miklu máli þegar tíma er eytt úti í nátt- úrunni. Fréttablaðið hefur tekið saman kostnað við úti- legudót fyrir byrjendur og lengra komna. Útilegubúnaður er til í miklu úrvali á Íslandi. Eins og með svo margt annað má áætla gæði út frá verði en þó eru ýmsar vörur sem íhuga þarf sérstaklega eins og svefnpokar og tjöld. Hægt er að eyða hátt í 200.000 krónum í þær vörur sem til- greindar eru hér að ofan en einn- ig má tæma þann lista fyrir rúm- lega 20.000 krónur. Fréttablaðinu reiknast þó til að rúmar 50.000 krónur ættu að duga til að fá bún- aðinn í sæmilegum gæðum. Hægt er að fá svefnpoka á innan við þrjú þúsund krónur og annan á hátt í hundrað þúsund. Svefnpoki sem er orðinn svo dýr hentar úti- vistarmönnum best sem vilja gista utan mannabústaða allan ársins hring. Um verslunarmannahelgi við íslenskar aðstæður er óþarfi að burðast með svo dýran svefnpoka. Lofthiti gæti fallið niður undir frostmark um nætur svo þá dugir svefnpoki með lægstu hitamörk í um 6 gráðu frosti. Þá er mikilvægt að velja gott og vandað tjald. Það er bagalegt ef tjaldið fer að leka því þó spáð sé góðu veðri og tjöldum slegið upp í sól og blíðu, þarf alltaf að gera ráð fyrir vætu. Hægt er að fá góð þriggja til fjögurra manna tjöld, með tvöföldu yfirlagi á um fimm þúsund krónur. Þá er nauðsynlegt að sofa á góðri dýnu, sérstaklega fyrir þá sem eru bakveikir. Þó dýnan sé þunn getur hún gert nótt í tjaldi öllu bærilegri. Tjalddýnur þurfa ekki að kosta mikið. Einfaldar einangrunardýn- ur kosta sums staðar aðeins tæpar 1.000 krónur. birgirh@frettabladid.is Útilegan þarf ekki að setja þig á hausinn Kælibox2.000 kr. Náttlukt 4.000 kr. Hi tab rú si 2.5 00 kr . Kæli- kubbar 300 kr. 5,82% „Bestu kaupin sem ég gerði er hjólið sem ég keypti í Ern- inum í febrúar eða mars. Síðan hef ég varla stigið upp í bíl ótilneyddur,“ segir Karl Sigurðsson. Reiðfákurinn sem Karl keypti er 21 gírs Trek-hjól sem er eins konar blanda af götu- og fjallahjóli. „Þetta kostaði mig um 80 þúsund krónur og það er um það bil það sama og fer í að reka bíl á mánuði, þannig að ég er búinn að spara heilmikinn pening á þessu.“ Í kjölfar hjólaá- taksins var líka hægt að leggja öðrum bílnum á heimilinu og hefur það einnig sparað Karli dágóða fjárhæð. „Svo er þetta bara svo heilsubætandi. Nú stundar maður bara útiveruna,“ segir Karl léttur í bragði. Karl segir að það sé vel inni í myndinni að halda áfram að hjóla í vetur. „Ég ætla að skoða það. Ég dáist mjög að fólki sem hjólar allt árið. Ég þarf aðeins að kynna mér þetta nánar, hvort ég þurfi að kaupa mér nagladekk og svoleiðis.“ Verstu kaup Baggalútsins eru hins vegar flísar. „Flísarnar sem ég keypti um daginn eru verstu kaup sem ég hef gert. Við erum að gera upp íbúð og það kom í ljós að við þyrftum aðeins að bæta í mósaíkflísar sem eru í sturtubotninum og á einum sturtuveggnum. Þessar flísar hafa eflaust verið góð kaup árið 2007 þegar þetta var allt gert upp. En í dag, þegar krónan stendur meðal annars illa, kostar fermetrinn tíu þúsund krónur.“ Karl segir að þau hafi aðeins þurft að nota nokkra búta af flísum og því hafi þetta verið enn grátlegra. „Við þurftum að kaupa þetta í fer- metrum. Við keyptum einn pakka og svo á maður bara restar,“ segir Karl. „Þetta var ansi hátt verð. Það er samt einhvern veginn engum að kenna. Þetta bara kostar og við bara neyddumst til að kaupa þetta. Það hefði verið miklu dýrara að taka allt í gegn. Þá hefðum við kannski getað keypt flísar sem væru eitthvað ódýrari, en þá hefði þurft að borga alla vinnuna við að taka þetta allt af og setja nýju flísarnar á.“ NEYTANDINN: KARL SIGURÐSSON BORGARFULLTRÚI Hjólið besta fjárfestingin 590 0100 | www.expressferdir.is Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is París / Berlín, verð frá: Höfuðborgir fyrir heimsborgara! Allt til alls fyrir fjölskylduna! 14.900 kr.* 12 TÍMA TILBOÐ! frá hádegi til miðnættis Alicante, verð frá: *Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar. Ferðatímabil: 27. júlí til 30. september 2012 *Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar. Ferðatímabil: 27. júlí til 30. september 2012 19.900 kr.* Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og gisting á 4* Hotel Melia Alicante með morgunverði. Ferðatímabil: 4.–11. ágúst eða 18.–25. ágúst 2012. Takmarkað sætaframboð. Sólarferð til Alicante! Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn 2–11 ára, frá: 83.331 kr. F ÍT O N / S ÍA 200.000 hó tel í 165 löndum / 80 0.000 bílar í 125 löndu m HÓTEL OG B ÍLBÓKAÐ U Tjald 11.000 kr. Útilegu borð 6.000 k r. Vat nsb rús i 1.00 0 kr . Svefnpoki 9.000 kr. Ferðagrill 10.000 kr. Tjaldd ýna 5.000 kr. Hér gefur að líta þann útbúnað sem lagt er til að fólk eigi þegar farið er í útilegu. Hér kosta allar vörurnar samtals 53.995 krónur. Hann getur þó kostað undir 20.000 krónum og jafnvel er hægt að eyða hátt í 200.000 krónum í sams konar vörur. Gæði útileguvara má nokkuð auðveldlega meta út frá verði eins og gildir með margar aðrar vörur. Það kann hins vegar að vera óþarfi fyrir hinn almenna ferðalang að eiga fullkomnasta búnað sem til er. Þessi verðdæmi sem hér birtast eru áætluð eftir óvísindalegri verðkönnun Fréttablaðsins. Startpakkinn ER HÆKKUN á ávöxtum milli maímánaðar og júnímánaðar í ár. Vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 0,5 prósentustig. Tjaldstóll 3.000 kr. Regnslá 195 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.