Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 30
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR22
BAKÞANKAR
Friðriku
Benónýs
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. land, 6. rún, 8. þvottur, 9. kirna, 11.
tveir eins, 12. óróleg, 14. rófa, 16. pot,
17. af, 18. óðagot, 20. persónufor-
nafn, 21. traðkaði.
LÓÐRÉTT
1. lummó, 3. stefna, 4. trjátegund,
5. drulla, 7. starfræksla, 10. ar, 13.
skarð, 15. rótartauga, 16. einatt, 19.
eldsneyti.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. kúba, 6. úr, 8. tau, 9. ker,
11. rr, 12. ókyrr, 14. skott, 16. ot, 17.
frá, 18. fum, 20. ég, 21. tróð.
LÓÐRÉTT: 1. púkó, 3. út, 4. barrtré,
5. aur, 7. rekstur, 10. ryk, 13. rof, 15.
tága, 16. oft, 19. mó.
Vel gert Þór-Pedro! En
hefurðu séð Prison Break
í sjónvarpinu?
Þá skaltu vita þetta!
Það verður erfiðara
að fá MIG burt úr
markinu!
Ég hef staðið í markinu fyrir þetta lið
síðan Mjólkurtönn hvarf á meðan
á Dana-bikarnum stóð árið 84. En
alveg rólegur, Þór-Pedro. Þú færð
kannski að hlaupa í skarðið þegar
líður á timabilið.
Nú,
já!
Þú stendur
í markinu á
laugardag,
Þór-Pedro!
Já... kannski
bara strax á
laugardag?
Bull! Þeir eru að hvíla
mig fram að stórleiknum
gegn Dynamo Blöðru-
hálskirtli í næstu viku.
Snilld!
Ekki satt?
Hættu að segja
að ég hafi týnt
kreditkortinu
þínu!
Ég „týndi“ því
ekki, ókei? Það datt einfaldlega úr vasanum mínum á meðan ég var í gamnislag
við Hektor á bílastæðinu og var ekki
þar þegar ég ætlaði að sækja það.
Mér
skjátlast
sem sagt.
„Týnt“ hljómar eins
og þetta sé mér að
kenna!
Ohh! hvers vegna fær
þetta lið í sjöunda
himni alltaf að
skemmta sér
svona vel?
Bíííb!
bíííb!
Nei, hæ elskan! Mér
sýndist þetta vera þú!
Nú er nóg
komið. Ég
ætla í megrun.
Vegna þess að
einhver segir
hæ við þig?
Vegna þess að einhver
þekkti mig aftan frá í
kílómetra fjarlægð.
Karlmaður ræðst á sambýliskonu sína í bíl fyrir framan barn þeirra. Konan
kemst undan og kallar til lögreglu. Maður-
inn er handtekinn og fluttur á brott en ef
að líkum lætur er honum sleppt að loknum
yfirheyrslum, getur farið heim og haldið
áfram að misþyrma konunni. Þetta er nú
einu sinni hans kona og af fréttaflutningi
af barsmíðunum að dæma var það eina sem
litið var mjög alvarlegum augum í mál-
inu það að barnið skyldi verða áhorfandi að
ofbeldinu. Enda aldagömul hefð fyrir því að
karlar berji sínar eigin konur og hefur til
skamms tíma ekki þótt neitt tiltökumál.
SEM betur fer er það viðhorf að breyt-
ast og á yfirborðinu að minnsta kosti er
farið að líta á heimilisofbeldi sem þjóð-
félagsmein. Alltof oft heyrist þó sú
skoðun að konur geti nú bara sjálfum
sér um kennt. Hvað eru þær að vilja í
sambúð með manni sem ber þær? Þær
hljóta bara að vilja láta berja sig, ann-
ars væru þær löngu farnar. Sá flókni
valdastrúktúr sem skapast í ofbeldis-
samböndum er gjörsamlega virtur að
vettugi og stórum hluta ábyrgðar-
innar varpað á herðar kvennanna
sem fyrir ofbeldinu verða. Samfé-
lagið yppir öxlum og snýr sér að
því að óskapast yfir „einhverju sem
máli skiptir“ eins og ummælum
knattspyrnumanna um íþróttafrétta-
menn eða nýjustu afrekum Russells okkar.
Samskipti hjóna eru nú einu sinni þeirra
einkamál, ekki satt?
MÉR er minnisstætt atvik sem gerðist á
skemmtistað hér í borg fyrir allmörgum
árum. Ég var þar í góðra vini hópi ásamt
sambýlismanni mínum og allir í góðu stuði.
Eitthvað sem ég sagði eða gerði fór þó í
taugarnar á sambýlismanninum, sem veitt-
ist að mér með hnefann á lofti og hellti yfir
mig svívirðingum. Dyraverðir brugðust
skjótt við og stukku á manninn í þeim til-
gangi að varpa honum á dyr. Hann brást
hinn versti við og benti þeim vinsamlegast
á að vera ekki að skipta sér af því sem þeim
kæmi ekki við, þessi kona væri konan hans
og þetta „samtal“ einkamál. Þeir lyppuðust
niður á stundinni. „Ó, fyrirgefðu, er þetta
konan þín?“ sögðu þeir í kór og hröðuðu sér
í burtu. Alveg með það á hreinu að þetta
væri ekki þeirra mál.
ÖLLUM þessum árum seinna sit ég hér
í appelsínugulri blússu og skrifa þennan
pistil á appelsínugula deginum „sem ætlað
er að vekja fólk til umhugsunar um kyn-
bundið ofbeldi“ eins og það er orðað. Von-
andi skilar það okkur eitthvað áleiðis en til
þess að einhver breyting verði þurfa allir
dagar að vera appelsínugulir og ofbeldi allt-
af ofbeldi, jafnvel þótt það sé „bara konan
hans“ sem fyrir því verður.
„Ó, er þetta konan þín?“
Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Suðurnesja hefur
samþykkt að auglýsa tillögu að Svæðisskipulagi Suður-
nesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi
við 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er
aðgengileg á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum (www.sss.is) og allra sveitarfélaganna
sem eiga aðild að nefndinni. Á heimasíðunni verður
jafnframt hægt að nálgast viðbrögð við athugasemdum og
ábendingum sem bárust við drög að svæðisskipulaginu.
Tillagan mun auk þess liggja frammi á bæjarskrifstofum
allra sveitarfélaganna og hjá Skipulagsstofnun.
Svæðisskipulagið mótar stefnu og leikreglur skipulags-
yfirvalda fyrir þau málefni sem eru mikilvæg á
svæðisvísu og snerta hagsmuni fleiri en eins aðila í
samvinnu- nefndinni. Samvinnunefndin hefur skilgreint
megin áherslur skipulagsvinnu og út frá þeim þau
viðfangsefni sem skipulagsáætlunin skal vinna að.
Viðfangsefni skipulagsins eru:
- Atvinna
- Auðlindir
- Veitur og samgöngur
- Flugvallarsvæðið
- Samfélag
Ábendingar og athugasemdir við tillöguna skal senda til
samvinnunefndarinnar á netfangið oto@sandgerði.is.
Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Svæðis-
skipulag Suðurnesja á póstfangið, Bæjarskrifstofur
Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með
ábendingar við tillögu að svæðisskipulaginu er til og
með 13. september 2012.
Samvinnunefndin vonast til þess að sem flestir kynni
sér þá stefnumörkun sem unnið hefur verið að fyrir
Suðurnesin og þær áherslur og aðgerðir sem talið er
nauðsynlegt er að ráðast í á næstu árum til að ná
settum markmiðum.
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja
AUGLÝSING Á TILLÖGU AÐ
SVÆÐISSKIPULAGI SUÐURNESJA
2008-2024
www.saft.is
RÆDDU UM ÞÁ
ÁHÆTTU SEM FYLGIR
ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN