Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 17
FIMMTUDAGUR 26. júlí 2012 17
Meðan Anders Behring Brei-vik situr í klefa sínum og
bíður dóms minnist Noregur
fórnarlamba hans og lýsir full-
um sigri á illu ætlunarverki hins
forherta fanga: Það tókst ekki að
brjóta niður Noreg. Útrýming-
artilraun andspænis mannúðar-
stefnu – ekki nýtt heldur marg-
reynt á 20. öld. Sprengjumagnið
slíkt að hlyti að tryggja helfregn
stjórnarhátta, stjórnmálahreyf-
ingar og ríkis í fyrri mynd. Ríki í
taugaáfalli er veikt ríki. Hið önd-
verða gerðist. Lýðræðið og rétt-
arríkið standa sterkari en fyrr
á endurnýjuðum grundvelli víð-
tækrar samstöðu. Hvernig og
hvers vegna tókst Noregi þetta?
Hvers konar lýðræði?
Fyrir réttu ári horfðum við
íbúar heimsþorpsins á Jens Stol-
tenberg forsætisráðherra Nor-
egs og lásum í andlitsdrætti,
fas og orð. Beðið var viðbragða
norska ríkisins við fjöldamorði,
hryðjuverki og pólitískri árás
og einbeittur sagði hann svarið
vera: „Enn meira lýðræði, enn
meiri mannúð.“ Á öðrum degi
bættist við „men aldri naivitet“
– aldrei grunnhyggni. Aldrei
hafa jafn margir dáið í slíku til-
ræði í hinum stóra heimi. Árás-
in var gerð á það fólk sem stóð
Jens sjálfum næst. Hafði hann
ekki allar ástæður til að kalla
reiðina sér til stuðnings og Nor-
egi til varnar? Lýsa „stríði gegn
hryðjuverkum“ eins og George
Bush gerði 2001? Virkja reið-
ina eins og Íslendingar gerðu
2008 og geta ekki hætt? Hvaðan
komu Jens einmitt þessi orð sem
reyndust sameinandi og töluð úr
hjarta svo margra Norðmanna?
Hvers konar lýðræði á hann við
og hvernig hindrar það ofbeldi?
Útrýmingarstefna heppnast í
alræðisríkjum
Fáir vita að hinn dapri dagur 22.
júlí 2011 hófst í Útey með því að
Eskil Pedersen, formaður ung-
liðahreyfingarinnar AUF, afhjúp-
aði minnismerki um unga norska
jafnaðarmenn sem fórnuðu lífi
sínu á Spáni í baráttu gegn fas-
ismanumm því það voru liðin 75
ár frá lokum spænsku borgar-
styrjaldarinnar. „Við verðum
að þekkja söguna til að skilja
samtíðina og geta mótað fram-
tíðina,“ sagði Eskil alls óafvit-
andi um að innan örfárra stunda
yrði Útey að varanlegu tákni og
hann sjálfur að heimsþekktum
talsmanni. Lenín og Stalín lýstu
báðir sósíaldemókrata réttdræpa
stéttaróvini í ritverkum sínum
(eins og lesa má um í merkum
bókum Arnórs Hannibalssonar
sem margir vildu niður þagga)
– og heimshreyfing kommúnista
boðaði og framfylgdi útrýming-
arstefnu. Nasistar skilgreindu
sósíaldemókrata sem réttdræpa
höfuðóvini og framfylgdu því
skipulega. Verknaðurinn á Útey
var afrit eldri fyrirmynda, í
alræði „riddara Anders Breivik“
er útrýming fjölmenningar sett í
stað kynþáttar.
Gerhardsen, Bratteli og skilgrein-
ing jafnaðarmanns
Einar Gerhardsen, leiðtogi
norskra jafnaðarmanna, fór nán-
ast beint úr fangabúðum nasista
í Sachsenhausen í Þýskalandi í
embætti forsætisráðherra Nor-
egs í stríðslok. Eftirmaður hans
á formannsstóli, Trygve Bratteli,
var fangi í Dachau. Norrænir
jafnaðarmenn lærðu fyrir löngu,
hertir í eldi sögunnar og öfganna,
að slaka ekki á í grunnhyggni eða
villast á lýðhyggju og lýðræði.
Það er skilgreining á jafnaðar-
manni (ekki síst norrænum) að
hafna blóðugu heimsbyltingunni
og alræði hvort sem er yfirburða-
kynstofns eða öreiga. Hafna
hvers konar pólitísku ofbeldi en
vinna að umbótum innan ramma
stjórnarskrárbundins lýðræð-
is sem einn stjórnmálaflokkur
af mörgum. Og þess vegna vissi
Jens Stoltenberg af uppsafnaðri
reynslu kynslóðanna að útrým-
ingarstefnu tekst ætlunarverk
sitt í alræðisríkjum og samfélög-
um sem samþykkja eða umbera
meðulin ofbeldi, hatur og ger-
ræði. Slík meðul verði skilyrðis-
laust að útiloka hversu fagurlega
sem framtíðarríkinu – þeim til-
gangi sem helgar illa meðalið –
yrði hægt að lýsa. Hefði forsætis-
ráðherra Noregs ekkert kunnað
að hugsa nema „hvað fólkið vildi“
hefði landið eignast vindhana en
misst áttavita.
Samfélagssýn norskra jafnaðar-
manna
Við eigum því miður ekki orð á
íslensku um það sem Norðmenn
kalla nasjonsbygging og vísar til
stærsta verkefnis allra jafnt –
samfelldrar uppbyggingar ríkis,
samfélagsstofnana og sjálfs-
myndar. Sjálfstæðisbarátta Norð-
manna eins og Íslendinga var
samofin sókn frjálslyndisstefn-
unnar á 19. öld með frelsisrétt-
indum og stjórnarskrám. Eids-
voll-stjórnarskráin norska frá
1814 gildir enn með breytingum
og velferðarríkið sem Verka-
mannaflokkurinn skapaði bætt-
ist þar við og lifir með stjórnar-
skránni sem frjálslyndisarfleifð
jafnaðarmanna með sama hætti
og gerðist í öðrum ríkjum Norð-
urlanda á 20. öld. Samkvæmt
texta norsku stjórnarskrárinnar
skulu allar breytingar samræm-
ast anda hennar. Noregur, Sví-
þjóð og Finnland urðu fyrir 20
árum fyrir mestu bankakreppu
sem þá hafði dunið yfir þróuð ríki
frá lokum síðari heimsstyrjaldar
og tóku á því verkefni með sama
hætti og öðrum. Sterkt ríkisvald
er umboðshafi almannahags-
muna og ásamt sterkri verkalýðs-
hreyfingu mótvægi gegn stór-
eignasamsteypum innan agaðs
ramma um samvinnu.
Hatursstefna ekki stjórnmál
heldur afbrot
Höfuðeinkenni velferðarstefnu
norrænna krataflokka er að
tryggja grundvöll hennar með
öflugu atvinnulífi og traustum
ríkisfjármálum. Hugsjónin er
að við mótun samfélagsstofn-
ana skipti þátttaka og framlag
hvers og eins máli, það sé heið-
ur og skylda að taka virkan þátt
í stjórn sveitarfélaga, félagasam-
taka og í stjórnmálaflokkum –
sem séu lykilstofnanir lýðræðis-
ins. Í þessu felst hugmyndin um
lýðræði sem menningu sem sé
í raun búin til á hverjum degi í
samskiptum og framgöngu allra
einstaklinga, hópa og stofnana.
Þar eru allir með og eiga aðild
óháð kynþætti, litarhætti, fötl-
un, kyni, eignastöðu eða öðru,
svo fremi þeir virði grunnregl-
ur lýðræðisins og samneytis við
nágranna. Þannig er hið pólitíska
svið samfélagsins markað: Með
opnum aðgangi fyrir alla en þeir
sem ekki virða forsendur þátt-
tökunnar heldur kjósa ofbeldi
stíga um leið út af pólitísku sviði
inn á persónulegt svið afbrota-
ábyrgðar. Hatursstefna telst
ekki stjórnmál. Þannig er það
líka í þýsku stjórnarskránni sem
bannar starfsemi öfgahópa sem
virði ekki stjórnskipanina. Í nor-
rænum ríkjum er bylting óhugs-
andi nema til að afnema hina nor-
rænu skipan. Vafalaust ganga þó
einhverjir aðrir en Anders Brei-
vik með slíka von í brjósti.
Ný öld öfganna?
Við lifum örlagaríka tíma þar
sem allt getur gerst. Ríkisstjór-
nir falla hver af annarri eins
og dómínó í Evrópu. Við síðustu
talningu lágu fleiri stjórnir jafn-
aðarmanna í valnum en hægri
manna því það hefur ekki gerst,
sem margir héldu, að jafnaðar-
menn næðu pólitískri yfirhönd.
Yfirgnæfandi verkefni allra rík-
isstjórna er að tryggja efnahags-
legt og pólitískt öryggi. Við á
Íslandi ættum að gæta að okkur
og endurhugsa hvert við viljum
fara.
Beint lýðræði eða norrænt?
Hvers konar lýðræðishefð er nú
í sköpun af völdum hrunsins á
Íslandi? Mest er talað bæði frá
hægri og vinstri um beint lýð-
ræði. Óteljandi margir kveðast
sjálfir tilkallaðir að tala fyrir
þjóðarviljann og grípa til aðgerða
fyrir hann, án þess að hafa verið
útnefndir til þess samkvæmt
ljósu umboði. Sumar viðvar-
andi birtingarmyndir þessa eru
í senn hatursfullar og ofbeldis-
fullar. Og gjörólíkir hlutir eru
lagðir að jöfnu: Almennar kosn-
ingar, Facebook-yfirlýsingar,
eggjakast og grjótkast á Alþing-
ishúsið, málningarhellingar yfir
heimili og friðsamar með- eða
mótmælastöður eru ekki jafn-
gildar aðgerðir í stjórnarskrár-
bundnu lýðræðisríki. Mun sú lýð-
ræðishefð festast í sessi á Íslandi
að gera ekki mun á ofbeldi og
kappræðu eða á sjálftöku valds
og umboði?
Lýðhyggja líka nefnd pópúlismi
Slík lýðræðishefð er í eðli sínu
lýðhyggja og sögulega eiga fæst-
ir stjórnmálaflokkar nokkra
samleið með henni nema öfga-
og hatursflokkar. Augljóst er að
þessi lýðræðishefð yrði engin
vörn ef á reynir á Íslandi. Innan
hennar gæti einstaklingur fram-
ið hatursfulla ofbeldisárás í yfir-
lýstu umboði meints þjóðarvilja
og réði þá bara stigsmunur en
ekki eðlismunur því hvort hún
teldist fordæmanleg sem brot
gegn lýðræðisreglum landsins.
Hver ætlar að standa upp og
segja stopp? Til Hreyfingarinn-
ar sækir ríkisstjórnin úrslita-
stuðning og felur það ekki þótt
þingmenn þess flokks hafi varið
fyrir augum alþjóðar í sjónvarpi
hrottalega lífshættulega líkams-
árás sem varðaði hámarksrefs-
ingu fyrir dómstólum. Þar skilja
leiðir með Stoltenberg því hann
talar fyrir lýðræði sem umber
aldrei og með engum hætti
ofbeldisfullar aðgerðir.
Greinin „22. júlí kynslóðin í
stjórnmálum“ eftir Kristrúnu
birtist í blaðinu á morgun.
Mun sú lýðræðishefð festast í sessi á Ís-
landi að gera ekki mun á ofbeldi og kapp-
ræðu eða á sjálftöku valds og umboði?
Slík lýðræðishefð er í eðli sínu lýðhyggja og sögulega
eiga fæstir stjórnmálaflokkar nokkra samleið með
henni nema öfga- og hatursflokkar.
Lexían frá Útey
Stjórnmál
Kristrún
Heimisdóttir
lektor í lögfræði
AF NETINU
Hæstiréttur í mótsögn við
sjálfan sig?
Ég taldi fráleitt að ógilda for-
setakosningarnar vegna kæru
Öryrkjabandalagsins. Þessa ágalla
á kosningum má auðveldlega laga,
ef vilji stendur til. Það er reyndar
ekki víst að öryrki sem ekki getur
kosið hjálparlaust geri svo leyni-
legar með vin sinn, fjölskyldumeð-
lim eða aðstoðarmann en með
liðsinni starfsmanns kjörstjórnar.
Hins vegar voru vissar líkur á
að Hæstiréttur myndi ógilda
kosningarnar eftir að hafa tínt til
ýmsa smálega annmarka þegar
stjórnlagaþingskosningarnar voru
ógiltar.
En Hæstiréttur kemst að þeirri
niðurstöðu að ekki sé ástæða til
að ógilda forsetakosningarnar.
Eins og Ragnar Aðalsteinsson,
lögmaður Öryrkjabandalagsins,
bendir á kemst dómurinn að þeirri
niðurstöðu að ágallarnir hafi ekki
haft efnisleg áhrif á niðurstöður
forsetakosninganna.
En hvað þá með stjórnlagaþings-
kosningarnar?
Eða eins og Ragnar segir:
„Í ákvörðuninni þar sem kosningar
til stjórnlagaþings voru ógiltar var
ekkert minnst á þessa grein.”
eyjan.pressan.is/silfuregils
Egill Helgason
Stefna ríkisstjórnarinnar:
Ekkert meira verði gert
fyrir skuldug heimili
Allt síðasta vor sagðist ríkisstjórnin
vera að vinna að margháttuðum
lagfæringum í þágu heimilanna,
ýmist með fjármálastofnunum,
Íbúðalánasjóði eða lífeyrissjóðun-
um. Svo gerðist bara ekkert. Það
segir svo sína sögu að ríkisstjórnin
í sinni eymd, kenndi öllum öðrum
um nema sjálfri sér.
Þetta háttalag segir okkur bara
eitt, sem þó er þýðingarmikið að
við áttum okkur á: Ríkisstjórnin
mun ekkert frekar aðhafast í þess-
um málum. Og þó. Það er ekki
hægt að útiloka að í örvæntingu
sinni nú í haust, verði lagt af stað
í einhverja sýndarvegferð. Ekki af
skilningi í garð heimilanna. Heldur
vegna þess að ríkisstjórnarflokk-
arnir óttast kjósendur og munu
af þeim ástæðum setja af stað
eitthvert sjónarspil.
Verkleysi ríkisstjórnarinnar í
þessum málum á svo sem ekki að
koma á óvart. Að minnsta kosti
tvö ár eru liðin síðan að forsætis-
ráðherrann sagði nóg að gert fyrir
heimilin. Það þyrfti ekkert frekar
að gera. Hörð viðbrögð stjórnar-
andstöðunnar á þingi og almenn-
ings í þjóðfélaginu, urðu síðan til
þess að brugðist var við. En allt
reyndist það meira og minna í
skötulíki.
ekg.blog.is
Einar K. Guðfi nnsson
Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug.- Sun. kl: 12-16
Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík
Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is
Oakland XL
Fjölskyldutjöldin færðu hjá okkur og allan útilegubúnað nú með 25% afslætti
Gerðu betri kaup á ferðavörum
með 25% afslætti
Borðbúnaður Borð Kælibox Skápar Stólar Svefnpokar
afsláttur
%25
afsláttur
%25
afsláttur
%25
afsláttur
%25
afsláttur
%25
afsláttu
r
%25
Fo
rtj
öl
d
M
ar
kh
ís
ur
Keyrari fyrir
hjólhýsi.
Hýsið fært til
m/ fjarstýringu á
auðveldan hátt.