Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 46

Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 46
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR38 GOTT Á GRILLIÐ Djúpið, kvikmynd Baltasars Kor- máks, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Myndin verður sýnd í flokknum Special Presentations sem heldur utan um stærstu myndir hátíðarinnar eftir kvikmyndagerðarmenn sem eru leiðandi í fagi sínu í heimin- um. Myndin er innblásin af ein- stöku afreki Guðlaugs Friðþórs- sonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. Fjórir vinir Guðlaugs fór- ust í skipsskaðanum en afrek hans hefur fylgt þjóðinni síðan. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk myndar- innar sem verður frumsýnd hér á landi 21. september. Baltasar Kormákur er nú staddur í New Orleans í Bandaríkj- unum þar sem tökur á næstu mynd hans, 2 Guns, fara fram. Mark Wahlberg og Denzel Washington fara með aðalhlut- verkin í myndinni sem er væntanleg á næsta ári. - afb FRUMSÝNIR STÓRMYND Djúpið er sýnd í flokki stórmynda á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Djúpið heimsfrumsýnd í Toronto ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON „Mér fannst eitthvað vanta til að skrásetja þessa íslensku tónlistarsenu sem er í gangi og hefur verið mjög öflug síðustu ár,“ segir tónlistarspekingurinn Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri. Hann hefur sett á laggirnar vefsíðuna straum.is sem verður með virka og daglega tónlistarumfjöllun. Óli Dóri er ritstjóri síðunnar og hefur áralanga reynslu af kynningu nýrra og ferskra tóna í útvarps- þætti sínum Straumi, sem er á dagskrá X-ins 97,7 á mánudagskvöldum milli klukkan tíu og tólf. „Ég hef verið með þáttinn í sex ár með hléum og hann hefur gengið mjög vel,“ segir hann en heimasíðan er ákveð- ið framhald af góðri umfjöllun Straums. Vefsíðan fór af stað um helgina og standa Ernir Eyjólfsson ljósmyndari, Jón Örn Loðmfjörð, sem sér um forritun, og Davíð Roach Gunnarsson greinahöf- undur að síðunni ásamt ritstjóranum og eru fleiri pennar að bætast í hópinn. Umfjölluninn verður alhliða og lýtur bæði að íslenskri og erlendri tónlist í formi kynninga, ritaðra viðtala og myndbandsviðtala. „Við ætlum að reyna að hafa vikuleg myndbandsvið- töl og erum búnir að taka eitt við Skúla mennska. Við heimsóttum hann í aukavinnuna en hann er pylsusali, sem er mjög skemmtilegt. Við ætlum líka að reyna að sýna daglegt líf fólks sem er í þessum geira,“ segir Óli Dóri. - hþt Opna öfluga vefsíðu um tónlist STRAUMUR Óli Dóri, stjórnandi útvarpsþáttarins Straums á X-inu 97,7, ritstýrir virkri og daglegri tónlistarumfjöllun á nýju vefsíðunni straum.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MIÐASALA Í MIÐASÖLU HÖRPU, Á HARPA.IS, MIÐI.IS OG Í SÍMA 528 5050. S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 200 KÓPAVOGUR SÍMI:557 6677 WWW.SHELGASON.IS Í ELDBORGARSAL HÖRPU FÖSTUDAGINN 10. ÁGÚST N Ú S T Y T T I S T Í T Ó N L E I K A Á R S I N S HVAR VERÐUR ÞÚ 10. ÁGÚST? ÖRFÁIR MIÐAR LAUSIR! „Við vildum hafa myndbandið bjart og fallegt og að það fengi fólk til að dilla sér og brosa. Rauði þráðurinn er ástfangið par í helg- arferð,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir um væntan- legt myndband við lag sitt So High. Upptökur fóru fram í London fyrir rúmri viku og með útgáfu þess fylgir hún eftir nýju breið- skífunni, Star-Crossed, sem kom í verslanir í vikunni. Fyrirsætan og læknaneminn Elmar Johnson leik- ur kærasta Þórunnar og var hlut- verkið frumraun hans sem leik- ara. Hann segir reynsluna hafa verið skemmtilega og lúxus að fá að dvelja í fimm daga í Lundúnum. „Þetta var æðislega gaman og góður hópur. Þau eru algjört fag- fólk þannig þetta gat ekki klikkað,“ segir hann og bætir við að teng- ing hafi myndast auðveldlega milli hans og Þórunnar. „Það var engin kvöð að þykjast vera ástfanginn af henni.“ Elmar og Þórunn kyssast sem ástfangið par myndbandsins og segir hann það hafa verið lítið mál. „Já, við kyssumst en það var miklu minna en ég bjóst við. Ég hélt að þetta ætti að vera svaka ástarsena en það var meira spilað á einhverja tengingu frekar en lík- amlegt aðdráttarafl,“ segir hann. Narvi Creative, sem er skip- að Ellen Loftsdóttur og Þorbirni Ingasyni, sér um leikstjórn og framleiðslu og fengu þau Ágúst Jakobsson, einn reyndasta töku- mann landsins, til liðs við sig en hann hefur skotið myndbönd fyrir nöfn á borð við Björk, Sigur Rós, Beck, Johnny Cash og Snoop Dog. Narvi gerði myndband GusGus við lagið Over síðastliðið sumar og hafa tæplega tvær og hálf milljón manns horft á það á Youtube. „Við stefnum á fimm milljónir með þessu,“ segir Ellen hlæjandi en Narvi annast ýmis verkefni á sviði tísku og auglýsinga. „Ég bjó í London í sjö ár og við vildum fá alþjóðlega tilfinningu í myndbandið sem Wow Air lét verða að veruleika,” segir Þórunn stödd í Los Angeles við upptökur með hljómsveitinni Thenewno2 en hún syngur í þremur lögum á nýrri plötu þeirra. Aðrir gesta- söngvarar eru RZA, Regina Spec- tor, Ben Harper og Holly Marilyn. hallfridur@frettabladid.is ELMAR JOHNSON: HÉLT AÐ ÞETTA ÆTTI AÐ VERA SVAKA ÁSTARSENA Engin kvöð að þykjast vera ástfanginn af Þórunni LEIKIÐ Í LONDON Hér gefur að líta skjáskot úr væntanlegu tónlistarmyndbandi söngkonunnar Þórunnar Antoníu þar sem hún leikur á móti fyrirsætunni og læknanemanum Elmari Johnson. MYND/NARVI CREATIVE „Mér finnst gott að grilla kjúkling sem er maríner- aður í jerk- mauki eða lambafille með fiturönd, sem hefur verið marínerað eftir kúnstar- innar reglum og helst með ein- hverju sterku.“ Haukur S. Magnússon, annar ritstjóri Reykjavík Grapevine.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.