Fréttablaðið - 26.07.2012, Side 4
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR4
KOSNINGAR Hæstiréttur hefur hafnað þeim
kærum sem bárust vegna nýafstaðinna for-
setakosninga.
Niðurstaða Hæstaréttar er sú að það hafi
verið ótvíræður galli á kosningunum að ein-
staka fötluðum kjósendum hafi verið leyft að
kjósa með hjálp aðstoðarmanns að eigin vali,
en sá galli hafi hins vegar engin áhrif haft á
niðurstöður kosningarinnar.
Kærurnar bárust annars vegar frá þremur
fötluðum kjósendum, sem töldu að það bryti
gegn ákvæðum um leynilegar kosningar að
láta fulltrúa kjörstjórnar fylgja þeim inn
í klefa sem ekki er fær um að kjósa einn og
óstuddur, og hins vegar frá Ástþóri Magnús-
syni, sem taldi á sér brotið þegar meðmælenda-
listar hans voru úrskurðaðir ófullnægjandi.
Um þá fyrrnefndu segir Hæstiréttur að
reglan um leynilegar kosningar sé hugsuð til
að vernda kjósendur frá mögulegum áhrifum
annarra á það hvernig atkvæðum er varið,
ekki síst frá þeim sem þekkja kjósandann.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður kærend-
anna, sagði í samtali við Vísi í gær að þegar
stjórnlagaþingskosningarnar voru ógiltar
hefði ekkert verið fjallað um hvort meinbug-
irnir á kosningunum hefðu haft áhrif á niður-
stöðuna, ólíkt því sem nú er gert. Með þessu
hafi æðsti dómstóll landsins gefið misvísandi
skilaboð. - sh
Hæstiréttur segir að reglan um leynilegar kosningar verndi kjósendur fyrir áhrifum vandamanna:
Forsetakosningarnar standa óhaggaðar
HÆSTIRÉTTUR Lögmaður kærenda segir æðsta dómstól
landsins gefa misvísandi skilaboð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NORÐUR-KÓREA, AP Ríkisfjölmiðl-
arnir í Norður-Kóreu höfðu ekki
um það mörg orð, en komu þó til
skila til almennings þeirri stað-
reynd að nýr leiðtogi þeirra sé
genginn í hjónaband.
Íbúar landsins hafa velt mjög
vöngum yfir konu nokkurri sem
sést hefur í fylgd með Kim Jong
Un við opinber tækifæri undan-
farið.
Á miðvikudagskvöld birtu fjöl-
miðlar síðan myndir af parinu í
skemmtigarði, þar sem Kim er
sagður í fylgd „eiginkonu sinnar,
félaga Ri Sol Ju“. Frekari upplýs-
ingar fékk almenningur þó ekki
að sinni. - gb
Ríkisfjölmiðlar Norður-Kóreu:
Leiðtoginn Kim
sagður kvæntur
KIM OG RI Leiðtoginn og kona hans.
NORDICPHOTOS/AFP
NÁTTÚRA Umhverfisstofnun hefur
synjað umsókn Norðursiglingar
um leyfi til að sigla með ferða-
menn á Mývatni. Starfsemin er
talin geta haft truflandi áhrif á
fuglalíf á vatninu. Hún er sögð
brjóta í bága við verndaráætlun
fyrir svæðið.
Í fréttaskeyti umhverfis-
stofnunar segir að náttúran við
Mývatn sé einstök á heimsvísu,
en talið er að þar haldi sig fleiri
andategundir en nokkurs staðar
annars staðar á jörðinni. - ktg
Umhverfisstofnun synjar:
Fá ekki að sigla
með ferðamenn
ENGLAND Liam Corcoran, 11 ára
breskur strákur, náði að lauma
sér um borð í flugvél á flugvell-
inum í Manchester og fljúga með
henni til Rómar og það án vega-
bréfs eða flugmiða.
Liam hafði verið með móður
sinni í innkaupaleiðangri í versl-
unarmiðstöð í borginni. Hann
stakk móður sína af, hélt upp á
flugvöll og náði að fylgja fjöl-
skyldu með stóran barnahóp
í gegnum flugstöðina. Þannig
komst hann í gegnum fimm örygg-
ishlið og upp í flugvél, að því er
fram kemur á fréttavef breska
dagblaðsins The Telegraph.
Flugvallaryfirvöld rannsaka
nú málið og hefur fjölda starfs-
manna tímabundið verið vikið úr
störfum vegna atviksins. - ktg
Stalst með flugi til Rómar:
11 ára strákur
laumufarþegi
BANDARÍKIN Um 65% líkur eru
á sigri Baracks Obama forseta
í forsetakosningunum í Banda-
ríkjunum, að því er kemur fram
á vef tölfræði-
sérfræðingsins
Nates Silver.
Þó munurinn á
fylgi Obama og
Mitts Romney,
frambjóðanda
repúblikana, sé
aðeins rúm tvö
prósent á lands-
vísu ber nokk-
uð þeirra á milli sé tekið tillit til
fylgis í einstökum ríkjum.
Silver segir að Obama fengi
nú 294 kjörmenn gegn 244 hjá
Romney, en 270 þarf til sigurs í
kjörinu, og sé með forskot í flest-
um lykilríkjum sem gætu riðið
baggamuninn í kosningunum. - þj
Úttekt tölfræðispekings:
Obama talsvert
sigurstranglegri
BARACK OBAMA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
30°
28°
25°
29°
29°
23°
23°
25°
25°
29°
32°
33°
23°
30°
19°
22°
13
Á MORGUN
8-15 m/s við SA-strönd-
ina, annars hægari.
LAUGARDAGUR
Hæg breytileg átt.
8
11
11
12
6
12
13
15
14
14
6
7
4
2
4
4
4
2
3
5
4
10
1313
15
16
16
14
17
15
15
LÉTTIR TIL! Þá er
stuttum blautviðris-
kafl a senn að ljúka
og við tekur bjart
og þurrt veður. Á
morgun verður
víða bjartviðri og
hlýtt á sunnan og
vestanverðu land-
inu og laugardag
eru horfur á bjart-
viðri og allt að 18°C
víða um land.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
GENGIÐ 25.07.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
211,6399
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,97 124,57
192,22 193,16
150,52 151,36
20,231 20,349
20,383 20,503
17,813 17,917
1,584 1,5932
185,93 187,03
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Voltaren Gel 100g
15% afsláttur
SÝRLAND, AP Tyrkir hafa lokað
landamærum Sýrlands, sem eru
rúmlega 900 kílómetra löng.
Flutningabifreiðar fá ekki að fara
í gegn, en viðskipti um landamær-
in hafa numið nærri þremur millj-
örðum dala á ári, eða um 375 millj-
örðum króna.
Flóttafólki frá Sýrlandi verður
þó áfram hleypt yfir landamærin
til Tyrklands, en þar eru nú fyrir
tugir þúsunda sýrlenskra flótta-
manna. Einnig leyfa Tyrkir Sýr-
lendingum að ná sér í nauðsynjar
yfir landamærin.
Að sögn frönsku fréttastofunn-
ar AFP hafa 27 yfirmenn úr sýr-
lenska hernum flúið yfir landa-
mærin til Tyrklands, og bættust
tveir í hópinn í gær.
Tyrkir voru traustir bandamenn
Sýrlands þangað til uppreisn-
in gegn Bashar al-Assad forseta
hófst snemma á síðasta ári. Tyrk-
ir hafa frá byrjun harðlega gagn-
rýnt harkaleg viðbrögð Assads
forseta og stjórnar hans gagnvart
uppreisnarmönnum og mótmæl-
endum, sem kostað hafa nærri 20
þúsund manns lífið.
Á síðustu vikum hafa uppreisn-
armenn náð valdi á æ fleiri stöð-
um við landamærin, þar sem þeir
hafa komið sér upp bækistöðvum.
Þessu hafa fylgt harðir bardagar
uppreisnarmanna og Sýrlandshers
við landamærin, en undanfarna
daga hafa átökin færst meira yfir
til Damaskus og Aleppo, tveggja
stærstu borga Sýrlands.
Sýrlandsher virðist hafa náð að
miklu leyti að bæla niður uppreisn-
ina í Damaskus og beinir nú meg-
inafli sínu gegn uppreisnarmönn-
um í Aleppo og hefur Sýrlandsher
ítrekað gert loftárásir á borgina
síðan á þriðjudag.
„Fólk hefur áhyggjur af því að
verða fyrir sprengjum og er að
flýja borgina,“ segir Mohammed
Saeed, einn uppreisnarmanna í
viðtali við fréttastofuna AP.
Í Damaskus ræddu hins vegar
Babacar Gaye og Herve Ladsous,
yfirmenn friðargæslustarfs Sam-
einuðu þjóðanna, við blaðamenn og
reyndu að halda í bjartsýni.
„Ég tel að stjórnarerindrekar
verði að vera bjartsýnir og það er
ekkert grín,“ sagði Ladsous. „Við
verðum að halda í vonina um að
ferlið allt komist á skrið, að víta-
hring ofbeldis linni og að einhverj-
ar pólitískar lausnir finnist, eink-
um þó að einhver pólitísk samræða
geti hafist.“ gudsteinn@frettabladid.is
Tyrkir loka landa-
mærum Sýrlands
Sýrlandsher beinir nú afli sínu einkum gegn uppreisnarmönnum í Aleppo,
stærstu borg landsins, en virðist hafa náð að mestu valdi á höfuðborginni
Damaskus. Nýr yfirmaður friðargæsluliðs SÞ reynir að vera bjartsýnn.
SÝRLENSKIR UPPREISNARMENN Hópur uppreisnarmanna sestur að snæðingi eftir
sólarlag í föstumánuðinum ramadan, sem er nýhafinn. NORDICPHOTOS/AFP
yfirmenn úr sýr-
lenska hernum
hafa nú flúið yfir
landamærin til Tyrklands.
27