Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 2
27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR2 Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA LÖGREGLUMÁL Mál Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, er enn til rannsóknar hjá lögregl- unni í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann situr enn í varðhaldi vegna málsins og óvíst er hvort og þá hvenær hann verður framseld- ur til Spánar vegna eldri dóms, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Sverrir var handtekinn í byrjun júlí í kjölfar þess að yfir fimmtíu þúsund e-töflur fundust í farangri brasilískrar konu á Tom Jobim- flugvellinum í Rio. Hann hafði komið með sama flugi og hún frá Lissabon í Portúgal en farið óáreittur í gegnum toll- skoðun á fölsku, íslensku vega- bréfi. Sverrir var færður í Ary Franco-fangels- ið í Água Santa, nærri Rio de Janeiro. Síðan hefur lögregla rannsakað málið og meðal ann- ars verið í sambandi við íslensk yfirvöld vegna þess. Eftirgrennslan brasilísku lög- reglunnar leiddi í ljós að Sverrir var með óafplánaðan níu ára fangelsisdóm á bakinu á Spáni vegna fíkniefnasmygls. Hugsan- legt er að hann verði framseldur þangað, en hins vegar er allt eins líklegt að það yrði ekki fyrr en að máli hans í Brasilíu verður að fullu lokið – jafnvel eftir að hann hefur afplánað fangelsisrefsingu. Íslensk lögregluyfirvöld hafa haft mál til rannsóknar sem tengjast Sverri. Ólíklegt er að hann sé á leið til Íslands í bráð svo að leiða megi þau til lykta. - sh Óvíst hvort og þá hvenær íslenskur smyglari verður framseldur til Spánar: Mál Svedda eru enn í rannsókn SVERRIR ÞÓR GUNNARSSON MENNTUN Nítján skólar víðs vegar um landið hafa tekið upp eða eru að taka upp nýja aðferð við lestr- arkennslu, sem byggist á því að nemendur vinni saman í pörum. Mikil ánægja er með aðferðina, sem nefnist PALS. „Þetta virkar vel fyrir alla. Þetta virkar fyrir sterka nemend- ur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfið- leika,“ segir Ásdís Hallgrímsdótt- ir, kennari í Ölduselsskóla. Hún hefur kennt aðferðina undanfarin ár auk þess sem hún hefur ásamt Kristínu Ingu Guðmundsdóttur, kennara í Lágafellsskóla, haldið námskeið fyrir aðra kennara. PALS er upprunalega frá Bandaríkjunum og stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strate- gies. Á íslensku hefur þetta verið þýtt sem pör að læra saman. Aðferðin er byggð upp sem jafn- ingjakennsla. Nemendur lesa saman í pörum eftir mjög ákveðnu skipulagi. Annað barnið les fyrst í fimm mínútur á meðan hitt hlustar, leið- réttir mistök og hjálpar með erfið orð. Þá eru gefin stig fyrir hverja lesna setningu. Eftir fimm mínút- ur er skipt um hlutverk. Aðferðin hefur verið notuð í nítján ár ytra og gefið góða raun. Rannsóknir hafa sýnt framfarir í lestri á öllum getustigum. Ásdís segir aðferðina ekki nein ný geimvísindi. „Það er ekkert í þessu sem kennarar kunna ekki, en þetta er sett saman á þann hátt að úr verður góð aðferð til lestr- arþjálfunar. Það er það sem gerir þetta svo gott, þetta er sett í alveg ákveðið form og þegar farið er eftir því virkar það. Alls staðar þar sem þetta er notað hefur sést mikill árangur.“ PALS var innleitt í skólana á vegum SÍSL, sérfræðingateym- is í samfélagi, sem Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fer fyrir. Hulda Karen var að leita að aðferðum sem hentuðu skóla án aðgrein- ingar hér á landi, en PALS hafði þótt mjög gott fyrir börn sem höfðu ensku sem annað tungumál í Bandaríkjunum. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku. „Við höfum alltaf verið að tala um að við getum ekki hlustað nógu mikið á börnin lesa, og þau lesa ekki nógu mikið til að þessi þjálfun eigi sér stað. Þessi aðferð gerir að verkum að við mætum þessu, segir Ásdís.“ Þá segir hún jafnframt að vegna þess að hægt sé að hlusta á börnin mun oftar sé auðveldara að greina vandamál. thorunn@frettabladid.is Lestur sem hentar öllum nemendum Ný aðferð í lestrarþjálfun er að ryðja sér til rúms í nítján skólum hér á landi. Hún byggist á því að nemendur lesi saman í pörum og hjálpist að. Kennari segir aðferðina henta jafnt sterkum nemendum sem þeim sem eiga í erfiðleikum. LESTUR Aðferðin gengur út á að börnin lesi saman í pörum og hjálpist að. Hún hefur gefið góða raun. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Gerður, er þessi þjónusta fyrir makalausa einstaklinga? „Já, makalausa einstaklinga í makaleit.“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er önnur tveggja stofnenda fyrirtækisins Sambandsmiðlunar sem býður upp á makaleitarþjónustu. RÚSSLAND Tveir meðlima fem- inísku pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot hafa flúið Rússland eftir að lögreglan þar í landi gaf út handtökuskipun á hendur þeim. Þrír meðlimir hljómsveit- arinnar voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrr í þessum mán- uði eftir umdeild réttarhöld. Meðlimirnir voru dæmdir fyrir óspektir byggðar á trúarhatri vegna tónleika sem hljómsveitin hélt í dómkirkju rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar í Moskvu í febrúar. Alls sjö tóku þátt í tón- leikunum en lögreglu hefur ekki tekist að finna alla meðlimi hljómsveitarinnar. - mþl Handtökuskipun gefin út: Tvær úr Pussy Riot flúnar REYKJAVÍK Efnt var til mótmæla við rússneska sendiráðið í Reykjavík þann 11. júlí vegna meðferðarinnar á Pussy Riot. Ölvuð í hörðum árekstri Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar í fyrrakvöld þegar tveir bílar skullu saman. Ökumaður annars bílsins, kona á fimmtugsaldri, var ölvuð og var hún látin gista í fangaklefa. Til stóð að yfirheyra hana í gær. Báðir bílarnir skemmdust mikið og þurfti að draga þá af vettvangi. Grunuð um rúðubrot Stúlka var handtekin við Kirkjuvelli í Hafnarfirði í gærmorgun en hún er grunuð um rúðubrot og hugsanlega húsbrot. Stúlkan hafði skorið sig og var flutt á slysadeild og síðar í fanga- geymslu. Hún mun hafa verið eftirýst af lögreglu vegna annarra mála. LÖGREGLUFRÉTTIR TÓGÓ, AP Kvennahreyfing tógóskra mannréttinda- samtaka hefur kallað eftir því að konur landsins neiti karlmönnum landsins um kynlíf í eina viku. Með þessum hætti vilja konurnar sýna andstöðu sína við forseta landsins, Faure Gnassingbe, en þess er krafist að hann segi af sér. Isabelle Ameganvi, leiðtogi kvennahreyfingar- innar, segir að hreyfingin hvetji til þess að tógóskar konur stundi ekki kynlíf með karlmönnum frá og með deginum í dag til næsta mánudags. Verði hug- myndinni vel tekið muni gremja tógóskra karlmanna setja aukinn kraft í mótmælin gegn Gnassingbe, segir Ameganvi. Gnassingbe komst til valda í Tógó árið 2005 þegar faðir hans, Gnassingbe Eyadema, lést en sá eldri hafði ríkt yfir landinu í 38 ár. Gnassingbe hefur ekki tjáð sig um kynlífsverkfallið og heldur ekki eigin- kona hans. Gnassingbe hefur verið ásakaður um mannréttindabrot í landinu. Hugmynd kvennahreyfingarinnar er ekki ný af nálinni því hópur kvenna í Líberíu beitti sömu aðferðum í friðarbaráttu þar í landi árið 2003. Þá fjallar hið þekkta gríska leikrit Lýsistrata eftir gamanskáldið Aristófanes um konuna Lýsiströtu sem sannfærir grísku kvenþjóðina um að fara í kyn- lífsverkfall þar til endi hefur verið bundinn á Pelóps- skagastríðið. Leikritið var fyrst flutt í Aþenu árið 411 fyrir Krist. - mþl Tógóskar konur sækja innblástur til gamanleiks Aristófanesar frá 5. öld fyrir Krist: Neita körlum um kynlíf í viku BARÁTTUKÖLL Isabelle Ameganvi er leiðtogi kvennahreyfingar- innar sem hefur kallað eftir því að konur Tógó neiti karl- mönnum um kynlíf í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Alls hefur rúmlega 1,4 milljörðum króna verið varið í aðgerðir í kjölfar eldgosanna í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Jóhanna segir að ekki hafi reynst unnt að bæta tjón í öllum tilvikum, slíkt sé aldrei hægt eftir náttúruhamfarir. Til viðbótar hefur eittthvað verið fjármagnað af fjárheimildum stofnana. - kóp Allt tjón verður aldrei bætt: 1,4 milljarðar í bætur eftir gos SÝRLAND, AP Ríflega 300 hafa fallið í átökum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, síðustu daga. Þar að auki segja mannréttindasamtökin Local Coordination Committees að 633 hafi látist á götum borgarinn- ar Daraya í síðustu viku. Alls 32 féllu í skotbardaga í gær en í þeim hópi voru þrjár konur og tvö börn. Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, ítrekaði í gær að ekki kæmi til greina að hann færi frá völdum. Þá sagði hann uppreisnina runna undan rifjum erlendra ríkja. - mþl Hundruð fallið síðustu daga: Átökin í Sýr- landi að harðna HVALREKI Um 15 metra langt búr- hvalshræ fannst í Bakkafjöru, skammt vestan við Landeyjahöfn, síðasta miðvikudag. Mikinn óþef leggur frá hræinu sem hefur lík- lega velkst lengi í sjónum áður en það rak á land. Nærri staðnum þar sem hvals- hræið rak á land eru vatns- og rafmagnslagnir sem liggja til Vestmannaeyja. Hafa starfs- menn röraverksmiðjunnar Sets á Selfossi mátt þola nokkur óþæg- indi vegna óþefsins við störf sín í tengslum við lagnirnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað skuli gert við hvalshræið en málið er á borði Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands. - mþl Mikill óþefur á svæðinu: Búrhvalshræ í Bakkafjöru BAKKAFJÖRU Elías Örn Einarsson, starfs- maður Sets, tók þessa mynd af hræinu á dögunum. MYND/ELÍAS ÖRN EINARSSON SPURNING DAGSINS Þetta virkar fyrir sterka nemendur, fyrir þá sem eru með íslensku sem annað mál og líka þá sem eru lesblindir eða með aðra erfiðleika. ÁSDÍS HALLGRÍMSDÓTTIR KENNARI Í ÖLDUSELSSKÓLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.