Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 16
timamot@frettabladid.is
Merkisatburðir
1729 Hraun rann út í Mývatn umhverfis kirkjuna í Reykjahlíð
í Mývatnseldum, sem stóðu með hléum frá 1724 og fram í
september 1729.
1828 Simón Bolívar tók sér alræðisvald í Stór-Kólumbíu.
1867 Eldgos hófst í Vatnajökli og stóð í 13 daga. Talið er að
gosið hafi verið nálægt Grímsvötnum.
1914 Fjórir menn af 17 manna áhöfn togarans Skúla fógeta
fórust er togarinn sigldi á tundurdufl og sökk. Þá var mánuður
liðinn frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar.
1946 Einangrun Siglufjarðar var rofin er fyrsti bíllinn komst
þangað eftir að unnið hafði verið að vegagerð um Siglufjarðar-
skarð í ellefu ár.
1951 Sýningarsalir Listasafns Íslands í húsi Þjóðminjasafnsins
voru formlega opnaðir.
1991 Moldóva fékk sjálfstæði frá
Sovétríkjunum.
1994 Kvikmynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Bíódagar, hlaut
Amanda-kvikmyndaverðlaunin,
sem eru norræn. Mat dómnefnd-
ar var að myndin væri þjóðleg og
alþjóðleg í senn.
Á laugardaginn var útgáfu
nýrrar barna- og ung-
lingabókar fagnað. Hún
heitir Blendingurinn og
er fyrsta bók myndlistar-
og kvikmyndagerðarkon-
unnar Hildar Margrétar-
dóttur. Blendingurinn
er spennu- og raunasaga
skrifuð fyrir börn og ung-
linga á aldrinum 8 til 14
ára, en höfðar einnig til
eldri lesenda. Blendingur-
inn fékk Nýræktarstyrk
Bókmenntasjóðs árið 2010.
Slíkum styrk er ætlað
að styðja við fjölbreytta
nýrækt í íslenskum skáld-
skap og bókmenningu. Það
er Emma.is sem gefur sög-
una út, en það er rafbóka-
veita sem er sérhæfð í að
selja og framleiða rafbæk-
ur fyrir bókaforlög, smærri
bókaútgefendur og sjálf-
stæða höfunda. Blending-
urinn er 100. rafbókin sem
kemur út hjá Emmu. Hún
er jafnframt sú fyrsta til að
verða prentuð eftir pöntun
fyrir lesendur, sem greiða
fyrir það sem nemur prent-
og sendingarkostnaði. Hún
verður fáanleg sem raf-
bók á Emma.is fyrir les-
tæki á borð við Kindle eða
iPad Touch. Þegar lesend-
ur kaupa rafbókina gefst
þeim kostur á að fá einnig
prentaða kilju senda heim
að dyrum innan nokkurra
daga. - hhs
Spennurafbók fyrir unglinga
BLENDINGURINN Fyrsta skáldsaga myndlistar- og kvikmyndagerðar-
konunnar Hildar Margrétardóttur er komin út hjá Emmu.is.
Afmæli
Brynhildur Þórarinsdóttir
rithöfundur er 42 ára
Sveinbjörn I. Baldvinsson
rithöfundur er 55 ára
Sigurbjörg Þrastardóttir
rithöfundur er 39 ára
HEIÐA BJÖRK HJALTADÓTTIR
lést á heimili sínu þann 15. ágúst síðast-
liðinn. Útförin fer fram frá Fella- og Hóla-
kirkju þann 30. ágúst kl. 15.00.
Aðstandendur.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, stjúpfaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR BEN SNORRASON
Laxalæk 36, 800 Selfossi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 21. ágúst. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju fimmtudaginn 30. ágúst kl.
15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á að láta MND-félagið njóta þess.
Irena Halina Kolodziej
Unnur Ben Ólafsdóttir Viðar Bergsson
Ólöf Þóra Ólafsdóttir
María Ben Ólafsdóttir Óskar Einarsson
Einar Ólafsson
Guðný Ólafsdóttir Gunnar Jökull Guðmundsson
Sara Rós Kolodziej
barnabörn og barnabarnabörn.
Síðustu daga hefur nokkur fjöldi efni-
legra tónskálda og tónlistarmanna alls
staðar að af Norðurlöndunum verið að
tínast til landsins. Tilefni þess er að á
morgun brestur á nokkurs konar upp-
skeruhátíð ungra tónskálda – tónlist-
arhátíðin Ung Nordisk Musik – með
samtals átta tónleikum í vikunni og
um næstu helgi. Þar verða leikin tón-
verk eftir ung tónskáld frá Danmörku,
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi.
Ung Nordisk Musik er rótgróin
hátíð sem haldin hefur verið á Norð-
urlöndunum árlega í áraraðir. Hvert
Norðurlandanna sendir sjö fulltrúa á
hátíðina, sem eru valdir af sérstakri
dómnefnd í hverju landi fyrir sig.
Miðað er við að tónskáldin séu undir
þrítugu, þó að nokkur tónskáld sem
eru örlítið eldri hafi sloppið í gegn,
þar sem þau eru enn þá í námi.
Þetta er í áttunda sinn sem hátíð-
in er haldin hér á landi, en hún var
fyrst haldin hér árið 1974. Þórunn
Gréta Sigurðardóttir, sem sér um
kynningarmál fyrir hátíðina, er hæst-
ánægð með þau verk sem valin voru
til að flytja á hátíð-
inni í ár og býr sig
undir anna sama
en umfram allt
stórskemmtilega
viku. „Við erum
með stóran og
mjög fjölbreyttan
hóp flytjenda. Af
þeim íslensku má
til dæmis nefna
Caput-hópinn, sem
heldur tónleika
í Norðurljósasal
Hörpu, Salome Ensemble sem verð-
ur á Kjarvalsstöðum og Kammerkór
Suðurlands sem verður með tónleika
í Skálholti. Við fundum fyrir miklum
velvilja á meðal íslenskra flytjenda að
taka þátt í þessu. Við erum því mjög
ánægð og stolt af þessari dagskrá og
okkur þykir hún lofa góðu.“
Hefð er fyrir því að í það minnsta
tvö gestatónskáld taki þátt í hátíð-
inni. Í ár verða þau þau Klaus Lang og
Þuríður Jónsdóttir, sem munu kynna
verk sín og miðla af reynslu sinni til
yngri tónskálda. Þess má geta að flutt
verða verk eftir bæði gestatónskáldin
á tónleikum í Skálholtskirkju þann 30.
ágúst.
Samhliða tónlistarhátíðinni verða
bæði listasmiðjur og fyrirlestrar,
þar sem áhersla verður á aðalþema
hátíðarinnar, nýsköpun í tónlist og
hljóðfærasmíði. Halldór Úlfarsson
myndlistarmaður og Hlynur Aðils
Vilmarsson leiða til að mynda smiðju
sem fimm þátttakendur hátíðarinnar
sækja. Hún ber titilinn „The Sound
of Things“ og er ætlað að vinna í að
kortleggja hljóðeiginleika fundinna
hluta. Afrakstur þeirrar smiðju verð-
ur kynntur á tónleikum Jaðarbers,
föstudagskvöldið 31. ágúst, í Lista-
safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
Allir viðburðir hátíðarinnar, hvort
sem um er að ræða tónleika, lista-
smiðjur eða fyrirlestra, eru ókeyp-
is. Hátíðin stendur frá 28. ágúst til
1. september. Meira má fræðast um
dagskrá hennar á vefslóðinni http://
unm.is/.
holmfridur@frettabladid.is
UPPSKERUHÁTÍÐ UNGRA TÓNSKÁLDA: UNG NORDISK MUSIK HEFST Á MORGUN
Tónskáldin tínast til landsins
ÞÓRUNN GRÉTA
SIGURÐARDÓTTIR
MYND/GLAMOUR ET CETERA
SALOME ENSEMBLE Á ÆFINGU Sveitina skipa þau Joaquín Páll Palomares fiðluleikari, Kristín Þóra Haraldsdóttir víóluleikari, Guðný Jónasdóttir
sellóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarínettuleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRÓÐI JÓHANNSSON
frá Dalsgarði í Mosfellsdal,
lést fimmtudaginn 23. ágúst á
Landspítalanum í Fossvogi. Útför fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
28. ágúst klukkan 11.
Högni Fróðason
Ragna Fróðadóttir Þorkell Sigurður Harðarson
Halla Fróðadóttir Hákon Pétursson
Birta Fróðadóttir
Mímir, Ari, Mía, Högna Sól, Harpa Kristín, Máni og Bjartur.
SJÓN (Sigurjón B. Sigurðsson) rithöfundur er fimmtugur í dag.
„Sögur úreldast ekki.“50
Tónleikar í tilefni þess að
120 ár eru liðin frá fæðing-
ardegi Inga T. Lárusson-
ar tónskálds voru haldnir
honum til heiðurs í Tónlist-
armiðstöð Austurlands á
Eskifirði í gærkveldi. Þeir
báru yfirskriftina Sumar-
kveðja. Öll lög Inga T., þrjá-
tíu og fjögur talsins, voru
þar flutt af kórum og ein-
söngvurum.
Aðgangur á tónleikana
var í boði Alcoa Fjarðaáls
og voru hluti dagskrár sem
efnt var til um helgina vegna
fimm ára framleiðsluafmæl-
is fyrirtækisins.
Heimild: www.alcoa.com/
iceland. - gun
Sumarkveðja
Á ESKIFIRÐI Fagrir tónar hljómuðu um Eskifjörð í gærkveldi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA