Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 4
27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR4 NOREGUR Framleiðsla eldislax í Nor- egi er að nálgast leyfilegt hámark og má búast við verðhækkun, að því er framkvæmdastjóri Grieg Sea- food, Morten Vike, segir í viðtali á fréttavef Bergens Tidende. Yfirvöld hafa sett takmörk við því hversu mikið magn af laxi megi vera í eldiskvíunum. Markmiðið er meðal annars að halda ýmsum sjúkdómum í skefjum. Framleiðsl- an á eldislaxi í Noregi hefur aukist um 20 prósent í ár, úr einni milljón tonna í 1,2 milljónir. Framleiðendur sem eru með of mikinn fisk í kví- unum eiga á hættu að vera sektaðir. Aukin eftirspurn helst að hluta til í hendur við vinsældir sushi um allan heim, að því er Vike telur. „Það er mikill vöxtur á nýjum mörkuðum, eins og í Rússlandi og Kína, og það er jafnframt mikill vöxtur á öðrum mörkuðum. Niður- stöður kannana sýna að í Noregi borðaði nær helmingur fullorðinna sushi á liðnu ári. Í fyrra féll verð á eldislaxi úr 40 norskum krónum á kíló í 20 krón- ur. Salan jókst þegar verðið lækk- aði en Grieg Seafood var rekið með tapi og varð að endurfjármagna lán sín. Verðið er nú komið í 25 krónur á kíló og gerir Vike ráð fyrir hagn- aði á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Ekki er gert ráð fyrir að fram- leiðslan aukist jafnmikið á næsta ári og í ár. Spáð er fimm prósenta aukningu á heimsvísu. - ibs Verðhækkun á eldislaxi í Noregi þar sem framleiðslan nálgast leyfilegt hámarki: Sushi-æðið hækkar verð á laxi SUSHI Í fyrra borðaði nær helmingur fullorðinna í Noregi sushi. FRÉTTASKÝRING Hvað gerðist á fundum stjórnarflokk- anna? Flokksráðsfundur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs var hald- inn um helgina og einnig flokks- stjórnarfundur Samfylkingarinnar. Engin stórtíðindi gerðust á fundun- um, en tilkynnt var um endurkomu Katrínar Júlíusdóttur úr fæðingar- orlofi, en hún tekur við sem fjár- málaráðherra 1. október. Evrópumálin skilja flokkana að og mátti glöggt sjá þess merki á fundunum. Vinstri græn samþykktu ályktun þar sem umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB er fagnað og hvatt til að henni verði haldið áfram. Hvatt er til umræðu um hvernig þátttöku í alþjóðasamstarfi verði háttað og hvaða hagsmuni beri að verja. Jóhanna Sigurðardóttir, formað- ur Samfylkingarinnar, lagði hins vegar áherslu á mikilvægi þess að aðildarviðræðum yrði lokið og samningur borinn undir þjóðar- atkvæði. Hún sagði það bera vott um lítið málefnalegt sjálfstraust að vilja stöðva viðræður við ESB fyrir kosningar, nokkuð sem nokkrir forráðamann Vinstri grænna hafa ámálgað. „Með sama hætti finnst mér ekki boðlegt að einstakir stjórn- málamenn eða flokkar komi í veg fyrir að þjóðin fái að taka afstöðu til samningsniðurstöðu um aðild að ESB þegar hún liggur fyrir. Og sér- kennilegt að íhaldið vilji beita slíkri forræðishyggju.“ Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður Vinstri grænna, sagði sín stærstu vonbrigði á kjörtímabilinu vera að samstaðan og samheldnin sem einkennt hefðu flokkinn frá upphafi væru horfin. Hún sagði að rétt hefði verið að samþykkja rík- isstjórnarsamstarfið, þrátt fyrir ESB-umsókn, enda mundi þjóðin eiga síðasta orðið. „Hvers vegna vildum við þjóðar- atkvæðagreiðslu um Atlantshafs- bandalagið og veru erlends hers á Íslandi, nema vegna þess að við treystum þjóðinni? Við samþykkt- um aðild að ríkisstjórn sem hafði umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu í samstarfsyfirlýsingu.“ Katrín sagði Íslendinga hafa tek- ist að vinna sig úr kreppunni hrað- ar en aðrar þjóðir. Verðbólgan væri komin niður í 4,6%, sem og atvinnu- leysi, og kröftugur vöxtur væri kominn í landsframleiðsluna. Jóhanna tók í sama streng. Aðeins vantaði 2,5% til að landsframleiðsla væri jöfn og á hátindi bóluhagkerf- isins. Þá hefði kaupmáttur launa aukist um 4% á tveimur árum og enn meira hjá þeim lægst launuðu. kolbeinn@frettabladid.is Gumað af góðum árangri flokkanna Fundir stjórnarflokkanna um helgina einkenndust af því að kosningar eru í nánd. Áhersla var lögð á góðan árangur í efnahagsmálum og línurnar lagðar fyrir kosningarnar. Oddný G. Harðardóttir yfirgefur ríkisstjórnina 1. október. FORMENNIRNIR Báðir stjórnarflokkarnir sögðu mikilvægt að halda áfram þeim störfum sem ríkisstjórnin hefði unnið og byggja á þeim árangri sem náðst hefði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aftur í ríkisstjórn Katrín Júlíusdóttir snýr aftur úr fæðingarorlofi, en hún gegndi embætti iðn- aðarráðherra. Það ráðu- neyti verður lagt niður og verkefnin flutt annað 1. septem- ber. Katrín tekur við embætti fjármálaráðherra af Oddnýju G. Harðardóttur, en þó ekki fyrr en 1. október. Oddný mælir því fyrir fjárlagafrumvarpinu, en það er fyrsta mál á þingi sem hefst 15. september. VESTMANNAEYJAR Fyrsta lunda- pysjan náðist í Vestmannaeyjum á fimmtudag. Eyjastúlkurnar Sigrún Ella Ómarsdóttir og Arna Björk Guðjónsdóttir sáu pysjuna inni við Friðarhöfn. Þær voru fljótar til og fönguðu fuglinn sem að þeirra sögn var rólegur. Pysjan fékk makríl að éta og var svo flutt á Náttúrugripasafn- ið. Hún vó 242 grömm við kom- una og mun dvelja á safninu þar til hún vegur 300 grömm. Erpur Snær Hansen, sviðs- stjóri hjá Náttúrustofu Suður- lands, segir í viðtali við vefritið Eyjar.net að ungar hafi fundist í 18 prósentum lundahola í Eyjum og að góður hluti virðist ætla að komast á legg. Hann segir þetta mikinn viðsnúning enda hafi lítið brot lundans komist á legg undangengin tvö ár. Pysjurnar séu ekki að fá mikið að éta en ekki það lítið að þær veslist upp. - sm Birtir yfir lundastofninum: Fyrsta pysjan fékk makríl PYSJUFANGARAR Sigrún Ella Ómars- dóttir og Arna Björk Guðjónsdóttir ásamt lundapysjunni. MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 26° 18° 21° 22° 23° 19° 19° 27° 21° 31° 27° 28° 18° 25° 20° 17°Á MORGUN 10-18 m/s A-til, annars hægari. MIÐVIKUDAGUR 3-8 m/s víðast hvar. 11 10 7 10 6 7 5 8 10 11 7 5 10 9 6 4 5 5 14 8 14 5 9 5 4 5 9 9 8 6 5 10 KÓLNAR Haustið er á næsta leiti, haustlægðir í sjónmáli og það kólnar aðeins í veðri næstu daga, einkum norðan- og austantil. Þeir sem hyggja á berjatínslu ættu því að drífa sig af stað áður en frystir verulega en horfur eru á nætur- frosti inn til lands- ins norðan- og austantil. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Með kannabis á reiðhjóli Maður féll af hjóli við gatnamót Geirs- götu og Kalkofnsvegar aðfaranótt sunnudags. Hann hlaut töluverða áverka í andliti og brotnuðu í honum tennur. Í fórum hans fundust kannabisefni. Maðurinn var fluttur á slysadeild og reyndist kjálkabrotinn. LÖGREGLUFRÉTTIR FRAMKVÆMDIR Alls 250 metra plaströri var slakað í sjóinn við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld. Rörið verður notað til að lengja fráveituna í Vestmannaeyjum. Til að koma fráveiturörinu á flot þurfti að nota átta krana og lyftara auk þess sem báðir hafn- sögubátarnir í Vestmannaeyjum, Lóðsinn og Léttir, voru notaðir við verkið. Rörið ásamt steypt- um stöplum utan um það vegur alls 134 tonn. Var það blindað á báðum endum og lofti dælt í það með tveggja bara þrýstingi þann- ig að rörið þandist út og varð flot þess meira fyrir vikið. - mþl Vegur alls 134 tonn: Nýtt fráveitu- rör í Eyjum FRIÐARHÖFN Nota þurfti átta krana, lyftara og báða hafnsögubátana í Eyjum til þess að koma fráveiturörinu á flot. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON DANMÖRK Úrhelli var á Jótlandi um helgina og stóð lögreglan í ströngu í gær við að aðstoða fólk sem átti í vandræðum vegna flóða. Í gærmorgun rigndi um 48 millimetra á aðeins þremur klukkustundum. Vegir voru víða lokaðir á Jót- landi sökum úrhellisins og þurfti lögregla að aðstoða ökumenn er höfðu lent í vandræðum. Slökkviliðið vann að því í gær að dæla upp vatni til að koma í veg fyrir aukna hættu á vegum í Árósum. - sm Mikið úrhelli á Jótlandi: Vegum lokað vegna úrhellis VÍSINDI Vísindamenn telja að jarð- arbúar þurfi mögulega að gerast grænmetisætur innan fjörutíu ára. Frá þessu var greint á vef Guardian í gær. Vísindamennirnir vara við því að svo geti farið að ekki verði til nægilegt vatn á jörðinni til að framleiða mat fyrir þá níu millj- arða manna sem munu líklega byggja jörðina árið 2050. - sm Vísindamenn spá í framtíðina: Vara við skorti á mat og vatni GENGIÐ 24.08.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 210,5519 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,18 120,76 190,38 191,30 150,45 151,29 20,199 20,317 20,571 20,693 18,241 18,347 1,5297 1,5387 182,53 183,61 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.