Fréttablaðið - 27.08.2012, Side 1

Fréttablaðið - 27.08.2012, Side 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is veðrið í dag 27. ágúst 2012 200. tölublað 12. árgangur JARÐFRÆÐI Í VIÐEYHreggviður Norðdahl jarðfræðingur miðlar af visku sinni um hvernig eldar, ís og sjór hafa skapað og mótað hina fallegu Viðey í þriðjudags- göngu annað kvöld kl. 19.15. Ferjan til Viðeyjar fer aukaferð á þriðjudagskvöldum frá Skarfabakka kl. 18.15 og 19.15. Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið. B rynja Jónsdóttir, 22 ára dansnemi, er nýflutt heim frá Danmörku þar sem hún var í dansnámi. Í haust hóf hún nám í Listaháskóla Íslands. Hún segir hér frá tveimur uppáhaldshlutunum sínum á heimilinu, en þeir eiga það sameiginlegt að vera listaverk eftir foreldra hennar. Önnur myndin er póstkort af Mónu Lísu sem málað hefur verið á. Það gerði móðir hennar, Sóley Eiríksdóttir myndlistakona, en hún lést árið 1994 þegar Brynja var fjögurra ára gömul. „Mér þykir bara svo vænt um þessa mynd því hún er svo mikið í anda mömmu og þess sem ég hef heyrt um hana,“ segir Brynja. „Pabbi dró þessa mynd upp úr skúffu einn daginn og gaf mér hana. Hann sagði mér svo söguna á bak við hana, en þegar þau ferðuðust til útlanda tóku þau alltaf póstkort af frægum málverkum og myndum og mamma breytti þeim áður en þau sendu kortin heim.“ L Brynju er eftir föður hennar, Jón Axel Björnsson, en hún er einnig í miklu upp-áhaldi hjá henni. „Mér finnst hún hrikalega flott. Ég saknaði hennar mikið þegar hún var ekki á veggnum í stuttan tíma. Vegg-urinn var algjörlega allsber án hennar.“ Brynja leggur mikla merkingu í myndina: „Hún minnir mig á að halda hausnum fyrir ofan vatnið. Það er þannig sem ég túlka hana og ég lít stundum á hana og man þetta. Ég segi kannski ekki að það sé hluti af morgunrútínunni að líta á myndina og hugsa með sjálfri mér að nú sé best að halda höfðinu fyrir ofan vatnið áður en ég held út í daginn,“ segir Brynja og hlær. „En hún er vissulega áminning til mín.“ Faðir Brynju gaf henni myndina þegar hún flutti að heiman. Sófinn sem Brynja situr í var einnig gjöf frá föður hennar en hann smíð ðþeg h UMVAFIN MYNDLISTLISTAGEN Brynja Jónsdóttir er dansari og listin er henni í blóð borin því hún er komin af myndlistarfólki. Hún heldur mikið upp á list foreldra sinna. BREYTT PÓSTKORTMóðir Brynju hafði þann sið á ferðalögum að breyta póstkortum áður en hún sendi þau heim. Þetta er eitt af þeim. MYND/PJETUR UPPÁHALDSMÁL-VERKIÐ Brynja segir að heimilið væri tóm-legt án stórs málverks eftir föður hennar á veggnum, en það er í miklu uppáhaldi hjá henni. MYND/PJETUR SÉRFR Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja FASTEIGNIR.IS 27. ÁGÚST 2012 32. TBL. Eignamiðlun ehf. kynnir: Til sölu Nýbýlavegur 2, 6 og 8 í Kópavogi. Hús nr. 2 er 3.118 fm og ásett verð er 385.000.000 kr. Hús nr. 6 er í tveimur einingum. Aðalhúsið er 1601,7 fm og ásett verð er 180.000.000 kr. Hús nr. 8 er 2.405,2 fm og ásett verð er 268.000.000 kr. N ýbýlavegur 2: Fyrsta hæð er glæsilega innrétt-uð með vandaðri lýsingu og gólfefnum. Góðar skrifstofur og nokkrar snyrtingar. Inn af sýn-ingarsal er lagerrými með góðum innaksturshurðum. Kjallari er bílageymsla og lagerrými. Önnur hæð: Stórt verkstæði, móttaka, snyrtingar og lager. Fjórar góðar innkeyrsluhurðir. Aðgengi að þessu húsi er frá Dal-brekku. Innangengt er á milli þessa húss og húsa númer 4 og 6 og er lítið mál að loka þar á milli. Nýbýlavegur 4: Fyrsta hæð er glæsilega innréttuð með vandaðri lýsingu og gólfefnum. Góðar skrifstofur og nokkrar snyrtingar. Önnur hæð: Stór salur með innkeyrsluhurð. Aðgengi að þessari hæð er frá Dalbrekku. Nýbýlavegur 6: Fyrsta hæð er glæsilega innréttuð. Góðar skrifstofur og nokkrar snyrtingar. Önnur hæð (áður sýningarsalur notaðra bíla) er stór salur með tveimur innkeyrsluhurðum. Aðgengi að þess-ari hæð er frá Dalbrekku. Bakhús (skrifstofuhæð) er 328,5 fm og ásett verð er36 000 000 k Góð skrifstofuhæð sem skiptist í tvö aðskilin rými og geymslu. Annars vegar er um að ræða 94 fm skrifstofu-rými með þremur skrifstofum og hins vegar 205,7 fm skrifstofurými með 7 skrifstofum og snyrtingu. Einn-ig fylgir 28,8 fm vörug ymsla á jarðhæð. Aðgengi er frá Dalbrekku. Lyfta. Nýbýlavegur 8: Fyrsta hæð er vel innréttuð. Góðar skrifstofur. Útgengi út í port að sunnanverðu. Önnur hæð skiptist í verslunarpláss, stóran lager með innkeyrsluhurð, snyrtingar og skrifstofur. Að norðan-verðu er góð skrifstofuálma með nokkrum skrifstofum og stóru opnu vinnurými, salernum og kaffi tofu.Þriðja æðin er mjög góð skrifstofuhæð með rúm-góðum skrifstofum, „kokka eldhúsi“, snyrtingum og góðum matsal. Bakhús: Tveir góðir flísalagðir vinnu-salir, verkstjóraskrifstofa, kaffistofa og fleira. Samtals er því um að ræða 10.210 fm og er ásett verð á alla eignina 1 214 000 000 k ó Toyota-húsið til sölu Toyotahúsið við Nýbýlaveg. Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson sölufulltrúi og lögg. leigumiðlari Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Ruth Einarsdóttir sölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finndu okkur á Facebook Rúnar Gíslason Lögg. fasteignasali audur@fasteignasalan.is Viltu selja? Vegna mikillar sölu vantar mig 2ja og 3ja herbergja íbúðir í hverfum 101 og 105 Reykjavík. Ákveðnir kaupendur bíða eftir réttu eigninni. Talaðu endilega við Auði í síma 824-7772 eða audur@fasteignasalan.is Save the Children á Íslandi Gefum flugmiða til London! Skráðu þig í KK-Eðaláskrift fyrir 30. ágúst og við gefum þér flugmiða. www.badhusid.is FÉLAGSMÁL Lögregla er kölluð út þrisvar til fjórum sinnum hvern dag ársins vegna átaka á heimil- um landsins. Í 200 til 300 tilvik- um á hverju ári hefur verið beitt ofbeldi, misalvarlegu. Þetta sýna gögn sem unnin voru af embætti Ríkislögreglu- stjóra fyrir Fréttablaðið fyrir rúmlega fimm ára tímabil frá 2007 til júní 2012. Fjöldi tilvika heimilisófriðar samkvæmt mála- skrárkerfi lögreglunnar á þessu tímabili voru 7.071 alls. Ofbeldi var beitt í 1.559 tilvikum. Tölurnar sýna að ár hvert eru útköllin tólf til fjórtán hundr- uð en hefur fækkað lítillega á milli ára allt tímabilið. Athygli vekur hins vegar að alvarlegum tilvikum fjölgar hlutfallslega; árið 2007 var ofbeldi beitt í 272 málum en þá voru 1.116 mál skráð sem heimilisófriður. Árið 2011 voru 310 ofbeldismál en 895 þar sem ekki hafði verið beitt ofbeldi. Það ár, árið 2011, bárust um 850 tilkynningar um ofbeldi og ófrið til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Ósættið mátti oft rekja til sambúðarslita og áfengi og fíkniefni komu við sögu í meiri- hluta tilvika. Í ársskýrslu segir: „Ef [fólk] var ekki að skaða hvert annað líkamlega fengu dauðir hlutir sömuleiðis iðulega að kenna á því. Eignaspjöll voru því fylgi- fiskar margra málanna, sem og grófar hótanir oft og tíðum. Börn voru stundum á heimilum við áðurnefndar aðstæður og er fátt dapurlegra en að upplifa slíkt.“ Í september í fyrra var hleypt af stokkunum tilraunaverkefni Barnaverndarstofu, barnavernd- arnefnda og lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu til að sinna sál- gæslu barna. Verkefnið var til sex mánaða en framlengt til ársloka. Tilefnið er að ekki þótti nóg gert til að styðja börn sem verða vitni að ofbeldi inni á heimili sínu. Reynsla af verkefninu sýnir að í viku hverri verða börn vitni að ofbeldi á heim- ili sínu, að sögn Rögnu B. Guð- brandsdóttur félagsráðgjafa sem hefur umsjón með verkefninu. „Þetta getur verið mjög átakan- legt, en misalvarlegt. Oft eru það börnin sjálf sem þurfa að hringja. Þetta getur verið andlegt ofbeldi, öskur og hótanir. Því miður eru þarna líka dæmi um að heimilið er rústir einar, börnin í áfalli og kannski móðir sem þarf að flytja á slysadeild,“ segir Ragna. Í skýrslu um heimilisofbeldi, sem unnin var á vegum Ríkis- lögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var birt í maí 2010, kemur fram að þolendur heimilisofbeldis voru í 70 prósent- um tilvikum konur en í 30 prósent- um tilvika karlar. Gerendur voru í 76 prósentum tilvika karlar en í 24 prósentum tilvika konur. - shá 1.559 útköll vegna ofbeldis Rúmlega sjö þúsund sinnum á fimm og hálfu ári hefur lögregla verið kölluð til vegna alvarlegs vanda á heimili. Ofbeldi er beitt í um fjórðungi tilfella. Viðbragðsteymi til að sinna sálgæslu barna er starfandi. KVIKMYNDIR Tökum á Hollywood- hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í Nýju-Mexíkó í byrj- un september. Baltasar segir vinn- una vera á áætlun. Kostnaðaráætlun 2 Guns hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressa á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun á tökustað. Mark Wahlberg leikur í 2 Guns, eins og í mynd Baltasars Contraband, sem og Denzel Wash- ington. „Hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum.“ - fb / sjá síðu 30 Tökum á 2 Guns að ljúka: Gott að vinna með Denzel LEIÐSÖGN GEFIN Baltasar og Mark Wahlberg ræða málin við tökur 2 Guns, en tökum lýkur í september. SKIPULAGSMÁL Hærri upphæð er greidd árlega af Hörpu í fast- eignagjöld en af Kringlunni og Smáralind til samans. Fasteigna- mat Hörpu er ívið hærra en hinna húsanna samanlagt, þó þau séu umtalsvert stærri. Gjöldin af Hörpu nema 332 milljónum króna, en 324 af verslunarmiðstöðvunum tveimur. Samkvæmt úrskurði yfirfast- eignamatsnefndar ber að miða fasteignagjöld Hörpu við stofn- kostnað, en ekki rekstrarvirði, eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það hækkaði fasteignagjöldin umtalsvert, en í áætlunum var í fyrstu miðað við 130 milljón- ir króna og síðan 180 milljónir króna. Tap á rekstri Hörpu árið 2012 nemur 407 milljónum króna og 150 til 200 milljónum króna hærri fasteignagjöld en gert var ráð fyrir vega þar þungt. Sé miðað við hlutfallslega sama fasteignaskatt á byggingar, 1,65 prósent, kemur í ljós að Harpa greiðir hærri fasteignagjöld en 10 menningarstofnanir og tvö íþróttahús, sem stundum eru notuð í menningarviðburði, sam- anlagt. Fulltrúar Reykjavíkurborg- ar hafa sagt að ekki sé hægt að lækka fasteignagjöldin sérstak- lega á Hörpu. Álagning fasteigna- gjalda sé ekki geðþóttaákvörðun. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meðal þess sem ríkis- valdið falist eftir sé að Reykjavík- urborg auki rekstrarhlutdeild sína sem nemur þeim auknu tekjum sem borgin fær með hærri fast- eignagjöldum. - kóp / sjá síðu 6 Meira er greitt í fasteignagjöld af Hörpu en Smáralind og Kringlu til samans: Langhæstu gjöldin af Hörpu Oft eru það börnin sjálf sem þurfa að hringja. RAGNA B. GUÐBRANDSDÓTTIR FÉLAGSRÁÐGJAFI BJARTAST NV- OG V-til Í dag ríkja NA-áttir, víða 5-10 m/s en hvassara við suður- og suðausturströndina. Nokkuð bjart víða NV- og V-til en fremur skýjað og lítils háttar væta sums staðar S- og A-lands. VEÐUR 4 11 7 6 5 10 Stjörnudagur í Dalnum Stjarnan varð bikarmeistari í fyrsta skipti um helgina. sport 26 Allt fullt af tónskáldum Ung Nordisk Musik, uppskeruhátíð norrænna tónskálda, hefst á morgun. tímamót 16 Flottir útgáfutónleikar Þórunn Antonía Magnúsdóttir kætti tónleikagesti sína. popp 22 BOLTANUM BLAKAÐ Íslandsmótið í strandblaki fór fram í Fagralundi í Kópavogi um helgina. Óvænt úrslit urðu í kvennaflokki þar sem þær Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir úr HK báru sigur úr býtum en þær eru einungis 16 ára gamlar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fasteignamat 2012 Stærð húsa m² Fasteignamat m.kr. Gjöld m.v 1,65% m.kr. Kringlan 40.980 10.599 Smáralind 62.072 9.063 Samanlagt 103.052 19.662 324 Harpa 28.813 20.092 332

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.