Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 17
JARÐFRÆÐI Í VIÐEY Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur miðlar af visku sinni um hvernig eldar, ís og sjór hafa skapað og mótað hina fallegu Viðey í þriðjudags- göngu annað kvöld kl. 19.15. Ferjan til Viðeyjar fer aukaferð á þriðjudagskvöldum frá Skarfabakka kl. 18.15 og 19.15. Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið. Brynja Jónsdóttir, 22 ára dansnemi, er nýflutt heim frá Danmörku þar sem hún var í dansnámi. Í haust hóf hún nám í Listaháskóla Íslands. Hún segir hér frá tveimur uppáhaldshlutunum sínum á heimilinu, en þeir eiga það sameiginlegt að vera listaverk eftir foreldra hennar. Önnur myndin er póstkort af Mónu Lísu sem málað hefur verið á. Það gerði móðir hennar, Sóley Eiríksdóttir myndlistakona, en hún lést árið 1994 þegar Brynja var fjögurra ára gömul. „Mér þykir bara svo vænt um þessa mynd því hún er svo mikið í anda mömmu og þess sem ég hef heyrt um hana,“ segir Brynja. „Pabbi dró þessa mynd upp úr skúffu einn daginn og gaf mér hana. Hann sagði mér svo söguna á bak við hana, en þegar þau ferðuðust til útlanda tóku þau alltaf póstkort af frægum málverkum og myndum og mamma breytti þeim áður en þau sendu kortin heim.“ LEGGUR MERKINGU Í VERKIÐ Myndin sem hangir á veggnum fyrir ofan Brynju er eftir föður hennar, Jón Axel Björnsson, en hún er einnig í miklu upp- áhaldi hjá henni. „Mér finnst hún hrikalega flott. Ég saknaði hennar mikið þegar hún var ekki á veggnum í stuttan tíma. Vegg- urinn var algjörlega allsber án hennar.“ Brynja leggur mikla merkingu í myndina: „Hún minnir mig á að halda hausnum fyrir ofan vatnið. Það er þannig sem ég túlka hana og ég lít stundum á hana og man þetta. Ég segi kannski ekki að það sé hluti af morgunrútínunni að líta á myndina og hugsa með sjálfri mér að nú sé best að halda höfðinu fyrir ofan vatnið áður en ég held út í daginn,“ segir Brynja og hlær. „En hún er vissulega áminning til mín.“ Faðir Brynju gaf henni myndina þegar hún flutti að heiman. Sófinn sem Brynja situr í var einnig gjöf frá föður hennar en hann smíðaði sófann þegar hann flutti sjálfur að heiman og Brynju finnst mikið til hans koma. „Mér finnst hann nettur, þessi sófi.“ ■ halla@365.is UMVAFIN MYNDLIST LISTAGEN Brynja Jónsdóttir er dansari og listin er henni í blóð borin því hún er komin af myndlistarfólki. Hún heldur mikið upp á list foreldra sinna. BREYTT PÓSTKORT Móðir Brynju hafði þann sið á ferðalögum að breyta póstkortum áður en hún sendi þau heim. Þetta er eitt af þeim. MYND/PJETUR UPPÁHALDSMÁL- VERKIÐ Brynja segir að heimilið væri tóm- legt án stórs málverks eftir föður hennar á veggnum, en það er í miklu uppáhaldi hjá henni. MYND/PJETUR SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð SAGA/FREYJA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 20-50% AFSLÁTTUR Lök, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, gaflar, náttborð, teppasett og fleira. ÚRVAL STILLANLEGRA HEILSURÚMA 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* SAGA/FREYJA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 PROFLEX 2x80x200 339.900 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnum SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.