Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 10
27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING Hvernig hyggjast stjórnvöld á Íslandi skapa lagaumhverfi um smálán? Efnahags- og viðskiptaráðherra hyggst leggja frumvarp til laga um ný neytendalán fyrir Alþingi nú í haust. Frumvarpið mun lítt breytt frá frumvarpi sem lagt var fyrir síðasta þing en ekki náðist að afgreiða vegna tímaskorts. Frumvarpið miðar að því að auka neytendavernd vegna lána- starfsemi í takt við Evróputilskip- anir þess efnis. Frumvarpið sem lagt verður fyrir þingið nú tekur þó til fleiri lána, þar á meðal ann- ars smálána. Í núgildandi lögum um neyt- endalán er undanþága sem segir að lánasamningar sem gilda skemur en þrjá mánuði séu und- anskildir gildissviði laganna. Innan þess ramma hafa smálána- fyrirtækin hérlendis starfað. Ekk- ert fyrirtækjanna fimm veitir lán til lengri tíma en 90 daga. Nýja frumvarpið mun skapa lagaumhverfi fyrir smálán, eink- um með tvennum hætti. Lögð verður upplýsingaskylda á fyr- irtækin. Gerð verður krafa um að þar sem auglýstir eru lána- samningar og einstök kjör verði að birtast staðlaðar upplýsingar. Með stöðluðum upplýsingum er til dæmis átt við útlánsvexti, árlega hlutfallsstöðu kostnaðar, lánsfjár- hæð og lengd samnings. Þá verður lánveitandinn, í þessu tilviki smá- lánafyrirtækin, að meta lánshæfi lántaka áður en lánasamningur er gerður. Þá mun neytandi hafa rétt til að falla frá samningi innan tveggja vikna. Neytendastofa hefur farið með eftirlit með neytendalánum og smálánum. Það mun stofnunin gera áfram en mun hafa ríkari heimildir til að grípa inn í sé ekki farið að lögum og ákvörðunum stjórnvalda. Haukur Örn Birgisson, lögmað- ur Útlána, segir að verði frum- varpið að lögum í óbreyttri mynd muni það hafa óveruleg áhrif á starfsemi smálánafyrirtækja. „Það er verið að sníða þeim aðeins þrengri stakk og það verður bara að bregðast við því og það er allt í góðu,“ segir Haukur Örn. „Þessari löggjöf er bara vel tekið meðal annars út af þessu slæma umtali sem hefur verið undanfarin misseri, að um þessi lán gildi engin lög og að með þeim sé ekkert eftirlit. Það er auðvitað rangt,“ segir Haukur Örn. birgirh@frettabladid.is Auknar kvaðir á smálána- fyrirtækin í nýju frumvarpi Frumvarp til laga um neytendalán verður lagt fyrir Alþingi í haust. Ný lög eiga að leggja auknar kvaðir á þá sem veita smálán. Lögmaður smálánafyrirtækja segir að frumvarpið muni hafa óveruleg áhrif. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hefur verið stefnt að sambærilegu fyrir- komulagi og hérlendis, það er að fella veitingu smálána undir umgjörð neytendalánalöggjafar með það að markmiði að tryggja neytendavernd. Við undirbúning frumvarpsins hafði efnahags- og viðskiptaráðuneytið samráð við aðrar stofnanir sem fjalla um fjármál neytenda. Meðal þeirra var Umboðsmaður skuldara, hjálparstofnanir, Fjármálaeftirlitið og Neytenda- stofa. Þá var haft samráð við systurstofnanir Neytendastofu á Norðurlönd- unum. Stjórnvöld hafa víðast hvar horn í síðu þessarar lánastarfsemi og segjast þar bera hag neytenda fyrir brjósti. Meðal leiða sem farnar hafa verið er að setja vaxtaþak á lánasamninga. Það takmarkar hagnaðarvon fyrirtækjanna og skerðir rekstrarforsendur, enda þrífast þau aðallega á vaxtatekjum og lánsgjöldum. Þá má banna starfsemina. Sú leið hefur þó þótt varasöm þar sem bannið mundi að öllum líkindum keyra lánastarfsemina í undirheima eða á svartan markað. Áþekk stefnumótun á Norðurlöndum SKIPULAGSMÁL Þak Morgunblaðs- hússins við Aðalstræti 6 verður hækkað um einn til tvo metra ef vilji eigenda þess verður að veru- leika. Fasteignafélagið Reitir, sem á húsið, hefur sent skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar fyrirspurn vegna málsins. „Breytingin felur í sér að hækka þak þannig að það sé lögleg loft- hæð á efstu hæð,“ segir í gögn- um sem Reitir hafa skilað inn til skipulagsstjóra. Þakið er einhalla og mismunur er í hækkunum. Til þess að ná markmiðum um löglega lofthæð þyrfti að hækka húsið um einn til tvo metra, að því er fram kemur í gögnum frá arkitektastof- unni Arkís. Gluggar yrðu sam- kvæmt teikningum. Á fundi skipulagsstjóra síðast- liðinn föstudag var málið tekið fyrir og ákveðið að það skyldi kynnt formanni skipulagsráðs, Páli Hjalta Hjaltasyni. Meðal þeirra sem hafa aðstöðu í húsinu eru sendinefnd Evrópusam- bandsins á Íslandi og Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð. Þá eru þar skrifstofur fyrirtækja, verslun, lögmannsstofur og hótelrekstur. - þeb Fasteignafélagið Reitir hefur sent inn fyrirspurn til skipulagsstjóra borgarinnar: Vilja hækka þak Moggahallar AÐALSTRÆTI 6 Efsta hæð hússins hefur ekki fulla lofthæð og eigendur þess vilja fá leyfi til að hækka þakið af þessum sökum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALÞINGI Innanríkisráðuneytið hefur ekki gert þjónustusamning við löggilt ættleiðingarfélag. Drög að slíkum samningi eru til og hafa verið til umfjöllunar. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónasson- ar innanríkisráðherra við fyrir- spurn Unnar Brár Konráðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt lögum mega löggild ættleiðingarfélög ein hafa milli- göngu um ættleiðingu. Í svari ráð- herra segir að meta þurfi skyldur félagsins að lögum og greina fjár- veitingar. - kóp Samningsdrög tilbúin: Ósamið vegna ættleiðinga www.volkswagen.is Frelsi til að ferðast Volkswagen Tiguan Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá 5.790.000 kr. Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km. • High-Tech Polyethlen-akrýl efni • Langtíma yfi rborðsvörn • Einstök UV vörn • Háglans án póleringar • Hreinsar og ver í einni umferð Bílasmiðurinn hf · Bildshöfða 16 sími: 5672330 ALLT SEM Þú ÞARFT NANO-TECH BÍLABÓN GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Í DÝRAGARÐI Tveir Bengaltígrar gæða sér á kjötbita í dýragarðinum í Asunción, höfuðborg Paragvæ. Yfirvöld í Paragvæ tóku við níu Bengaltígrum og sjö Afríkuljónum frá argentínskum sirkus eftir að dýrin höfðu eytt tuttugu dögum við landamæri ríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.