Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 48
27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is PEPSI-DEILD KARLA er líka á dagskránni í kvöld en þá fara fram tveir leikir. KR tekur á móti Fram á meðan Valur sækir Keflavík heim. Báðir leikir hefjast klukkan 18.00 og verða í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. BURSTAR í vél- sópa á lager Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - flestar stærðir 1-0 Alexander Scholz, víti (18.), 1-1 Arnór Eyvar Ólafsson (81.) Skot (á mark): 12-7 (8-3) Varin skot: Ingvar 2 - Abel 7. STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 7 - Kennie Knak Chopart 5, Alexander Scholz 7, Daníel Laxdal 6, Hörður Árnason 5, Baldvin Sturluson 5 (54. Snorri Páll Blöndal 5) - Atli Jóhannsson 7, Halldór Orri Björnsson 6 - Gunnar Örn Jónsson 4, Ellert Hreinsson 5 (71. Tryggvi Sveinn Bjarnason 5), Garðar Jóhannsson 5 (40. Mark Doninger 5). ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 8* - Arnór Eyvar Ólafsson 7, Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Rasmus Christian- sen 6, Matt Garner 7 - Andri Ólafsson 5, Guð- mundur Þórarinsson 6, George Baldock 5 - Víðir Þorvarðarson 6 (78. Ian David Jeffs 5), Þórarinn Ingi Valdimarsson 7, Christian Steen Olsen 7. * MAÐUR LEIKSINS Samsungvöllur, áhorf.: 847 Kristinn Jakobsson (8) 1-1 1-0 Rafn Andri Haraldsson (34.), 1-1 Tómas Leifsson (63.) Skot (á mark): 11-8 (4-4) Varin skot: Ingvar 2 - Ismet 3. BREIÐABLIK (4-3-3): Ingvar Þór Kale 5 – Þórður Steinar Hreiðarsson 7, Sverrir Ingi Ingason 5, Renee Troost 6, Kristinn Jónsson 5 – Finnur Orri Margeirsson 6, Andri Rafn Yeoman 6, Rafn Andri Haraldsson 6 (89., Olgeir Sigurgeirsson -) - Ben Everson 4 (75., Stefán Þór Pálsson - ) Nichlas Rohde 4, Arnar Már Björgvinsson 5 (75., Gísli Páll Helgason -). SELFOSS (4-3-3): B Ismet Duracak 5 - Bernard Petrus Brons 6, Stefán Ragnar Guðlaugsson 6, Endre Ove Brenne 6, Robert Sandnes 5 (49., Marko Hermo 5 -) - Babacarr Sarr 5 , Jon Andre Royrane 6,Egill Jónsson 6 -Jón Daði Böðvarsson 7, Tómas Leifsson 7* (89., Ivar Skjerve- ) , Viðar Örn Kjartansson 6. * MAÐUR LEIKSINS Kópavogsv., áhorf.: 1.144 Ola Hobbar Nilsen (7) 1-1 1-0 Dean Martin (22.), 2-0 Garðar Berg- mann Gunnlaugsson (74.), 2-1 Scott Ramsay (88.) Skot (á mark): 11-11 (4-2) Varin skot: Páll Gísli 1 - Óskar 2. ÍA (4-3-3): Páll Gísli Jónsson 6 - Theodore Furness 5, Ármann Smári Björnsson 7, Kári Ársælsson 6, Einar Logi Einarsson 6 - Jóhannes Karl Guðjóns- son 6, Arnar Már Guðjónsson 6, Hallur Flosason 6 (67., Jón Vilhelm Ákason 5) - Dean Martin 7 (43., Eggert Kári Karlsson 4), Andri Adolphsson 5, Garðar Bergmann Gunnlaugsson 7* (Guðmundur Böðvar Guðjónsson -). GRINDAVÍK (4-5-1): Óskar Pétursson 5 - Loic Mbang Ondo 5, Ólafur Örn Bjarnason 6, Mikael Eklund 4, Ray Anthony Jónsson 5 - Björn Berg Bryde 3 (57., Pape Mamadou Faye 6), Marko Valdimar Stefánsson 5 (78., Hafþór Ægir Vilhjálms- son -), Magnús Björgvinsson 6 (78., Scott Ramsay -), Iain James Williamsson 6, Óli Baldur Bjarnason 5 - Tomi Ameobi 5. * MAÐUR LEIKSINS Akranesvöllur Vilhjálmur Þórarins. (7) 2-1 0-1 Einar Karl Ingvarsson (52.) Skot (á mark): 9-14 (3-8) Varin skot: Bjarni 6 - Gunnleifur 2. FYLKIR (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 – Davíð Þór Ásbjörnsson 6, David Elebert 7 , Kjartan Ágúst Breiðdal 7 , Tómas Þorsteinsson 6 - Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 (77., Sigurvin Ólafsson -), Finnur Ólafsson 7, Ingimundur Níels Óskarsson 5, Elís Rafn Björnsson 6 (66., Árni Freyr Guðnason 4), Magnús Þórir Matthíasson 4(85., Emil Ás- mundsson -) – Björgólfur Hideaki Takefusa 4. FH (4-3-3): Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 6 – Guðjón Árni Antoníusson 7, Freyr Bjarnason 7, Pétur Viðarsson 7, Danny Justin Thomas 7 – Bjarki Bergmann Gunnlaugsson 7, Einar Karl Ingvarsson 7* (79., Viktor Örn Guðmundsson -), Hólmar Örn Rúnarsson 7, Björn Daníel Sverrisson 5, Atli Guðnason 6 - Albert Brynjar Ingason 5(62., Krist- ján Gauti Emilsson 4). * MAÐUR LEIKSINS Fylkisvöllur Erlendur Eiríksson (7) 0-1 Pepsi-deild karla: FH 16 11 2 3 38-17 35 KR 16 9 3 4 31-21 30 ÍBV 16 8 3 5 28-14 27 ÍA 17 8 3 6 27-31 27 Stjarnan 17 6 8 3 35-31 26 Keflavík 16 7 3 6 27-23 24 Breiðablik 17 6 5 6 18-22 23 Fylkir 17 6 5 6 22-30 23 Valur 16 7 0 9 24-25 21 Fram 16 5 1 10 22-28 16 Selfoss 17 4 3 10 24-34 15 Grindavík 17 2 4 11 23-43 10 STAÐAN HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason samdi um helgina til eins árs við hið sterka þýska félag, Flensburg. Liðið varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síð- ustu leiktíð og leikur því í Meist- aradeildinni í ár. Arnór var tilneyddur að finna sér nýtt lið í kjölfar þess að félag hans, AG frá Kaupmannahöfn, fór á hausinn er Ólympíuleikarnir stóðu yfir. „Þetta leggst mjög vel í mig enda frábært félag sem ég er að fara í. Það er því gott að hafa náð samn- ingi við þetta félag,“ sagði Arnór en það var væntanlega engin óska- staða að semja aðeins til eins árs? „Nei, en ég er samt ánægður með þetta tækifæri. Ég gat ekki verið að setja það fyrir mig og ég reyni að hugsa sem minnst um það. Ég ætla bara að nýta tækifærið sem ég fæ.“ Skytta Flensburg, Petar Djor- djic, sleit krossbönd síðastliðinn þriðjudag og spilar því ekkert í vetur. Strax daginn eftir hafði Flensburg samband við Arnór og hann á að leysa Djordjic af hólmi í vetur. „Það tók stuttan tíma að klára þetta enda báðir aðilar spenntir fyrir samstarfi.“ Arnór mun flytja alla fjölskyld- una til Þýskalands en sonur hans var byrjaður í dönskum skóla og svo á konan hans von á sér á hverri stundu. „Það er búið að heita því að það verði hugsað mjög vel um okkur. Konan mín hafði heyrt í íslensku stelpunum sem hafa verið hérna áður og okkur líst vel á þetta. Það verður mjög gaman og spennandi að fara þangað,“ sagði Arnór. Arnór fékk aðstoð til þess að pakka um helgina svo fjölskyldan gæti drifið sig til Þýskalands enda er næsti leikur hjá Flensburg á miðvikudaginn. „Ég er búinn að ræða mikið við Vranjes þjálfara og hann virkar vel á mig. Hann hefur náð frá- bærum árangri með þetta lið. Liðið ætlar að reyna að gera jafn- vel núna og svo er plús að liðið er í Meistaradeildinni. Þetta ætti því að geta orðið skemmtilegur vetur,“ sagði Arnór en hann neitar því ekki að það sé léttir að vera búinn að ganga frá sínum málum. „Það er gott að þetta endaði vel en þetta var alls ekki skemmti- leg lífsreynsla. Hún styrkir mann samt vonandi.“ - hbg Arnór Atlason búinn að finna sér nýtt félag en hann samdi við eitt besta félag Þýskalands, Flensburg: Þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS Arnór lék síðast með Magdeburg í þýsku deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Breiðablik og Selfoss skildu jöfn í 17. umferð Pepsi- deildar karla í gærkvöld. Liðin áttu sitt hvorn hálf- leikinn, en Blikar leiddu í hálf- leik eftir fínt skallamark Rafns Andra Haraldssonar. Gestirnir frá Selfossi girtu sig í brók í síðari hálfleik og áttu leikinn. Jöfnunarmark Tómas- ar Leifssonar var verðskuldað. Selfyssingar geta þó nagað sig í handarbökin að hafa ekki tekið öll þrjú stigin með sér heim því þeir fengu nokkur ákjósanleg færi til að vinna leikinn. Tómas Leifsson var samt sátt- ur í leikslok. „Þetta var gott stig. Við höfum fengið sjö stig í síðustu þremur leikjum og ef við spilum eins og í síðari hálfleik það sem eftir er föllum við ekki,“ sagði besti maður vallarins. - kós Jafnt í Kópavoginum: Þetta var gott stig hjá okkur FÓTBOLTI Stjarnan og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli á Samsungvellinum í gær en leikurinn var hluti af 17. umferð Pepsi-deildar karla. Þessi lið berj- ast um Evrópusætið í deildinni og var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði liðin. Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik en Eyjamenn náðu að jafna þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Stjörnumenn hafa aðeins unnið tvo heimaleiki í deildinni í sumar en síðustu ár hefur heimavöllurinn talið drjúgt fyrir þá bláklæddu. Staða liðanna í deildinni breyttist lítið við þessi úrslit en Eyjamenn geta í raun sagt bless við Íslands- meistaratitilinn. „Rauði þráðurinn hjá okkur í allt sumar er að við erum ekki að ná að vinna á heimavelli,“ sagði Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunn- ar, eftir jafnteflið í gær. „Við duttum ósjálfrátt niður eftir markið og bjóðum í leiðinni hættunni nokkuð heim. Mér fannst við aftur á móti loka nokkuð vel á þeirra spil og þeir náðu ekki að skapa sér mörg færi.“ Í síðari hálfleiknum komu Eyja- menn öflugir til leiks og ætl- uðu greinilega að jafna metin en Stjörnumenn vörðust á köflum vel. „Það var ætlunin að verja mark okkar í síðari hálfleiknum og við gerðum það vel, en Eyjamenn fengu samt sem áður eitt of gott færi og úr því varð mark,“ sagði Atli en þjálfari ÍBV, Magnús Gylfason, var ekki sáttur. „Ég hefði viljað fá þrjú stig út úr leiknum í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leik- inn í gær. „Mér fannst við líklegri til að fara með sigur af hólmi í kvöld og stjórnuðum leiknum vel. Eftir að Stjörnumenn komust yfir þá féllu þeir til baka og það áttum við að nýta okkur mun betur. Liðið náði að skapa sér nokkur fín færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. Við erum að berjast um Evrópu- sæti og í raun er titillinn líklega farinn frá okkur í ár.“ Vinnusigur hjá FH-ingum Hafnfirðingar nældu sér í sann- kallaðan vinnusigur á Fylkis- mönnum í Árbænum í gærkvöldi en leiknum lauk með 1-0 sigri FH. Nýliðinn Einar Karl Ingvars- son skoraði sigurmarkið með stór- glæsilegu skoti en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur hans á Íslands- mótinu. „Heilt yfir er ég svekktur að fá ekkert úr þessum leik á heima- velli, það vantaði oft herslumun- inn undir lokin,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Við fáum færi snemma í leikn- um en svo nær FH tökum á leikn- um þegar líða tekur á á sama tíma og við fórum klaufalega með bolt- ann. Við vorum að tapa boltanum allt of oft í lykilstöðum og gátum því ekki skapað okkur nein lykil- færi,“ sagði Ásmundur. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat ekki kvartað. „Þetta var góður leikur af hálfu FH, mér fannst við töluvert sterk- ari aðili í þessum leik og unnum hann sanngjarnt 1-0. Við vorum klaufar að klára þetta ekki fyrr en náðum að klára þetta fyrir rest- ina,“ sagði Heimir ánægður eftir leikinn. - sáp, - kpt Glötuð stig í Garðabænum Stjarnan og ÍBV gerðu jafntefli í gær en bæði lið þurftu sárlega á þremur stig- um að halda. FH-ingar komust aftur á móti aftur á beinu brautina. BJARGAÐI STIGI Arnór Eyvar Ólafsson fagnar marki sínu fyrir ÍBV í gær en það tryggði ÍBV stig. Eyjamenn hefðu þó þurft á öllum stigunum að halda. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.