Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 27. ágúst 2012 13
Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hafa gengið
vel og hratt fyrir sig. Í sögulegum
samanburði þá hefur ekkert land
lokið viðræðum og þjóðaratkvæði
um samning á skemmri tíma en
fjórum árum. Það var í sambæri-
legum tilfellum þar sem um EES-
þjóðirnar Svíþjóð og Finnland var
að ræða.
Vissulega bundu margir vonir
við að viðræðum yrði að fullu lokið
fyrir þingkosningar vorið 2013.
Ljóst er að svo verður ekki en allar
útlínur stóru kaflanna munu samt
án efa liggja fyrir. Það er afstaðan
í sjávarútvegsmálum, landbúnaði
og peningamálum.
Auðvitað skiptir það ekki megin-
máli nákvæmlega hve marga mán-
uði aðildarviðræður taka heldur
hver niðurstaða þeirra er. Óhemju-
miklir hagsmunir eru undir. Þeir
mestu í seinni tíma sögu lýðveldis-
ins. Enda samið um að því er virð-
ist eina raunhæfa möguleikann á
því að koma upp traustri og stöð-
ugri umgjörð gjaldeyrismála þjóð-
arinnar frá því afleita fyrirkomu-
lagi sem við búum við nú og hefur
kostað þjóðina gríðarlega mikið.
Um leið skiptir það meginmáli
að ná góðum samningum hvað
varðar auðlindanýtingu, sjávarút-
veginn og landbúnaðinn. Án þess
að takist að verja stöðu landbún-
aðarins og finna leiðir til að sækja
fram á nýjum sviðum í skjóli land-
nýtingarstyrkja í stað framleiðslu-
tengds stuðnings er ólíklegt að
þjóðin samþykki aðildina.
Nú er endatafl aðildarviðræðn-
anna hafið. Sest er að samningum
á mikilvægustu og þyngstu köfl-
unum. Því er einkar mikilvægt
að samninganefndin fái frið til
þess að ljúka þeim störfum, enda
hagsmunirnir af því að ná góðum
samningi fyrir íslenska almanna-
hagsmuni ómældir. Því eru upp-
hlaup og efasemdir um bakland
viðræðnanna einkar skaðlegar nú
þegar mest á reynir á lokasprett-
inum.
Gefum fólkinu frið til þess að
ljúka störfum sínum. Umsókn
Alþingis um aðild landsins að ESB
stendur enda óhögguð. Þá er þess
skemmst að minnast að Alþingi
hafnaði tillögu á þinginu fyrr á
þessu ári að slíta viðræðum. Þar
var umboð samninganefndarinnar
endurnýjað með afdráttarlausum
hætti.
Í júlí árið 2009 var samþykkt
að sækja um aðild með atkvæð-
um þingmanna úr öllum flokk-
um á Alþingi. Stjórnarflokkarnir
höfðu einir og sér ekki atkvæða-
afl til þess að samþykkja aðildar-
umsókn. Til þess voru of margir
þingmenn VG á móti því. Málið
hafði hins vegar breiðari stuðning
sem betur fer enda á ekki að troða
þetta mikilvæga mál niður í skot-
gröfum flokkastjórnmálanna. Til
þess er það allt of mikilvægt.
Stærstu álitaefnin í aðildarvið-
ræðunum við Evrópusambandið
eru að tryggja að Ísland haldi full-
um yfirráðum yfir fiskimiðunum,
helst með sérstöku fiskveiðistjórn-
arsvæði. Skapa landbúnaðinum og
landsbyggðinni traustan stuðning
til að mæta afnámi tollverndarinn-
ar og semja um tengingu krónu við
evru í kjölfar aðildar að ESB.
Gangi þetta fram er góður
samningur í höfn. Önnur samn-
ingsatriði eru léttari vegna auka-
aðildar okkar að sambandinu í
gegnum EES-samninginn.
Hvort við berum gæfu til að
yfirgefa það meingallaða fyrir-
komulag sem EES er með því að
gerast aðilar að ESB kemur í ljós í
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild-
arsamning. Þá ræður þjóðin því
sjálf hvort við köstum af okkur
krónuhlekkjunum með því að taka
upp umgjörð peningamála sem
skýtur traustum stoðum undir
íslenskt samfélag og varnar þar
með komandi kynslóðum frá koll-
steypum og gengisfellingum for-
tíðar.
Aðildarviðræður – endatafl
ESB-aðild
Björgvin G.
Sigurðsson
alþingismaður
Farðu skynsamlega
með þitt Fé!
Fékort er nýtt fyrirframgreitt greiðslukort, sem
sameinar bestu kosti þess að nota reiðufé og kredit-
kort. Nýja MasterCard Fékort auðveldar þér að taka
fjármálin fastari tökum og færir þér um leið ærleg
afsláttarkjör hjá fjölda áhugaverðra fyrirtækja.
Það er óþarfi að vera kindarlegur. Sæktu um
Fékort á www.kreditkort.is.
Í smálánamálinu takast á tvö þjóðfélagsleg sjónarmið –
markaðshyggjan og samfélags-
vitundin; hin kalda eiginhags-
munahyggja og kærleiksskyldan.
Öðrum megin standa þau sem
telja að ámælisvert sé að hvetja
fólk til fjárhagslegra skuldbind-
inga án þess að hirða um þroska
og dómgreind eða aðrar forsend-
ur sem kunna að vera nauðsyn-
legar til að efna til slíkra skuld-
bindinga; peningar séu ekki eins
og hver önnur vara sem geti
gengið kaupum og sölum heldur
þurfi sérstakrar aðgæslu við
þegar þeir eru „seldir“, heill og
hamingja einstaklinga og fjöl-
skyldna sé þar hugsanlega í húfi
og brýnt að hjálpa fólki að kunna
fótum sínum forráð.
Fram á síðasta áratug síðustu
aldar hefði slíkt sjónarmið þótt
sjálfsagt og naumast til umræðu:
lán voru sérstök og takmörkuð
gæði og undir bankastjórum
komið að meta það hvort vert
væri að veita fólki slíka fyrir-
greiðslu; þar komu vissulega
ýmis sjónarmið við sögu, mis-
jafnlega málefnaleg enda allir
bankastjórar tengdir stjórn-
málaflokkunum – frændgarður
og félagsnet og þar fram eftir
götunum – en siðferðileg sjón-
armið höfðu líka sitt að segja og
mat á því til hvers peningarnir
væru ætlaðir.
Engin nauðung?
Í Stóru Bólu var anað rakleitt
út í hinar öfgarnar. Peningarnir
flæddu. Þarftu ekki meira? Er
þetta virkilega nóg? Það er nóg
til frammi. Hugsaðu hátt og ekki
vera eins og einhver hræddur
Bauni. Þú borgar bara með nýju
láni …
Viðhorf hins varfæra banka-
manns sem leit á hlutverk sitt
sem samfélagslega þjónustu
varð undir og sölumenn peninga
og sýndarfjár tóku öll völd. Þetta
breyttist á ný með Hruninu – í
orði kveðnu að minnsta kosti –
en nú sjáum við sjónarmið hinna
vígreifu peningasölumanna
brjótast aftur fram úr skamm-
arkróknum af alefli með starf-
semi smálánafyrirtækjanna sem
bjóða skammtímalán á ofur-
vöxtum og með agressífri mark-
aðssetningu sem virðist beinast
að börnum eða þá að minnsta
kosti fremur barnalegu fólki.
Enginn er neyddur til að taka
þessi lán, segja smálánasnáð-
arnir. Þeir hugsa: Sérhver á að
vera frjáls til þess að taka þau
lán sem henni/honum sýnist og
verður þá líka að kunna fótum
sínum forráð, bera ábyrgð á
eigin hegðun – hugsa dæmið til
enda.
Þeir hugsa: Við erum öll á
Markaði, lífið er Markaður –
hann er vegurinn, sannleikur-
inn og lífið, við göngum á hans
vegum, og einungis markaðs-
sjónarmið geta átt við á mark-
aði, þar þýðir ekki að hugsa um
heill og hamingju fólks auk þess
sem Markaðurinn leiðir alltaf til
réttrar niðurstöðu að lokum; við-
skipti eru grunnþörf mannsins;
við leitumst alltaf við að kaupa
sem ódýrast og selja sem dýrast.
Homo homini lupus est.
Þeir hugsa: Það sem þér viljið
ekki að aðrir menn gjöri yður,
það skuluð þér og þeim gjöra.
Þeir hugsa: Hlutverk manns-
ins hér á þessari jörð er ekki að
gæta náunga síns heldur að gæta
sín á náunga sínum.
Talsmaður fyrirtækjanna bar
ekki beinlínis blak af starfsem-
inni þegar hann kom fram í sjón-
varpinu til að tala máli þeirra.
Hann neitaði því ekki að vext-
irnir væru yfirgengilegir – það
var meira eins og honum þætti
það ekki vera málið („þar sem er
eftirspurn…“) Hann játti því eig-
inlega að óskynsamlegt væri að
taka þessi lán, með því orðalagi
sem lögmenn nota þegar þeir
neyðast til að viðurkenna eitt-
hvað („það má auðvitað deila um
það hvort…“) en lagði áherslu á
það í máli sínu að enginn væri
neyddur til að taka þessu lán
og lét þannig á sér skilja að hér
væri einungis um að ræða frjáls
viðskipti frjálsra einstaklinga í
frjálsu samfélagi þar sem okkur
er leyfilegt að haga okkur óskyn-
samlega, að minnsta kosti innan
vissra takmarkana.
Gott og vel. En manni er óneit-
anlega spurn: hver með réttu
ráði tekur lán á 600 prósent
vöxtum nema neyddur til þess?
Hundur Hundsson og félagar
Markaðssetning þessara lána er
svo sérkapítuli. Auglýsingarnar
sýna iðulega talandi smáhunda
sem ræða barnalega saman
um þessi lán eins og persónur
í barnaefni, talsettar á þennan
svolítið hvimleiða ýkta hátt sem
við heyrum stundum hjá full-
orðnu fólki þegar það leikur
fyrir börn. Þetta eru okurkrútt.
Þangað til þeir fara að tala um
„tíkurnar“ með því blikk-blikki
sem slíku tali fylgir.
Nú eru þau skilyrði sett fyrir
lánunum að lánþegi sé orðinn
fjárráða svo að hér er væntan-
lega ekki verið að hvetja fimm
ára börn til að taka upp símann
og panta tíu þúsund kall eins og
hverja aðra pitsu – en hins vegar
er augljóslega verið að höfða til
barnsins í átján ára fólki, sem
enn er svolítið eftir af þó að það
viti kannski ekki af því sjálft; og
lýsir sér stundum í mismikilli
tihneigingu til hvatvísi, ótíma-
bærs trúnaðartrausts, skamm-
sýni og hömluleysis. Þessir
eiginleikar táninga eru auðvi-
tað meðal þess sem gerir þá svo
dásamlega en þeir geta samt
reynst hættulegir þegar krakk-
arnir standa frammi fyrir
ýmsum freistingum, sem geta
kostað sitt – og kosta alveg áreið-
anlega sitt þegar Hundur Hunds-
son og félagar koma að rukka.
Smálánasmán
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
Í DAG
Talsmaður fyrirtækjanna bar ekki bein-
línis blak af starfseminni þegar hann
kom fram í sjónvarpinu til að tala máli
þeirra. Hann neitaði því ekki að vextirnir væru yfir-
gengilegir – það var meira eins og honum þætti það
ekki vera málið …