Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 50
27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR26 Sem betur fer fór boltinn inn því annars hefði þetta verið pínu vand- ræðalegt. GUNNHILDUR YRSA JÓNSDÓTTIR, FYRIRLIÐI STJÖRNUNNAR Enska úrvalsdeildin: LIVERPOOL - MAN. CITY 2-2 1-0 Martin Skrtel (34.), 1-1 Yaya Toure (64.), 2-1 Luis Suarez (66.), 2-2 Carlos Tevez (80.) STOKE - ARSENAL 0-0 ASTON VILLA - EVERTON 1-3 0-1 Steven Pienaar (2.), 0-2 Marouane Fellaini (30.), 0-3 Nikica Jelavic (43.), 1-3 Karim El Ahmadi (73.). CHELSEA - NEWCASTLE UNITED 2-0 1-0 Eden Hazard, víti (21.), 2-0 Fernando Torres (47.). MANCHESTER UNITED - FULHAM 3-2 0-1 Damien Duff (2.), 1-1 Robin van Persie (9.), 2-1 Shinji Kagawa (34.), 3-1 Rafael (40.). NORWICH - QUEENS PARK RANGERS 1-1 1-0 Simeon Jackson (11.), 1-1 Bobby Zamora (18.). SOUTHAMPTON - WIGAN ATHLETIC 0-2 0-1 Franco Di Santo (50.), 0-2 Arouna Kona (88.). SWANSEA CITY - WEST HAM UNITED 3-0 1-0 Angel Rangel (19.), 2-0 Michu (28.), 3-0 Danny Graham (63.). TOTTENHAM HOTSPUR - WBA 1-1 1-0 Benoit Assou-Ekotto (73.), 1-1 James Morrison (90.) STAÐAN: Chelsea 3 3 0 0 8-2 9 Swansea City 2 2 0 0 8-0 6 Everton 2 2 0 0 4-1 6 WBA 2 1 1 0 4-1 4 Manchester City 2 1 1 0 5-4 4 Fulham 2 1 0 1 7-3 3 Man. United 2 1 0 1 3-3 3 Wigan Athletic 2 1 0 1 2-2 3 Newcastle 2 1 0 1 2-3 3 West Ham 2 1 0 1 1-3 3 Stoke City 2 0 2 0 1-1 2 Arsenal 2 0 2 0 0-0 2 Sunderland 1 0 1 0 0-0 1 Tottenham 2 0 1 1 2-3 1 Reading 2 0 1 1 3-5 1 Liverpool 2 0 1 1 2-5 1 Norwich City 2 0 1 1 1-6 1 QPR 2 0 1 1 1-6 1 Southampton 2 0 0 2 2-5 0 Aston Villa 2 0 0 2 1-4 0 ÚRSLIT FÓTBOLTI Hinn ungi Belgi, Eden Hazard, er heldur betur að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Hann hefur farið á kostum í fyrstu leikjum Chelsea á leiktíð- inni og var aftur í aðalhlutverki er Chelsea lagði Newcastle, 2-0. Hazard skoraði fyrra markið úr víti og lagði upp seinna markið fyrir Fernando Torres sem einnig hefur verið að spila vel. „Það eru ekki bara þeir tveir sem eru að spila vel. Þeir eru að ná vel saman við Juan Mata og hina miðjumennina. Það er liðinu að þakka að Hazard hefur náð að smella svona vel inn í leik liðsins,“ sagði Roberto di Matteo, stjóri Chelsea. „Ég veit að þið blaðamenn ein- beitið ykkur að markaskorurun- um en mér fannst allt liðið spila vel. Sérstaklega þar sem þetta var þriðji leikurinn okkar á sex dögum.“ Stuðningsmenn Chelsea gleðj- ast mikið yfir því að Fernando Torres sé farinn að skora á nýjan leik. „Hann var mikilvægur fyrir okkur í fyrra. Þó svo hann hefði ekki skorað mikið þá var hann að vinna vel fyrir liðið. Hann er mikill liðsmaður og það er enn betra ef hann byrjar að skora.“ - hbg Torres og Hazard frábærir: Torres er mikill liðsmaður MAGNAÐIR Hazard og Torres fagna um helgina en þeir voru magnaðir. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Martin Skrtel, varnar- maður Liverpool, hefur líklega ekki sofið neitt sérstaklega vel í nótt eftir að hann gaf Carlos Tevez mark sem færði Man. City stig á Anfield. Liverpool komst tvisvar yfir í leiknum en gaf tvö klaufamörk. Í fyrra markinu náði Reina mark- vörður ekki fyrirgjöf og boltinn hafnaði hjá Kelly sem átti skelfi- lega snertingu. Boltinn datt fyrir fætur Yaya Toure sem skoraði auðveldlega. Í seinni markinu átti Skrtel glórulausa sendingu til baka sem Tevez náði og eftirleik- urinn var auðveldur. „Stundum vinnur ekki betra liðið. Það er samt mikilvægt að tapa ekki leikjum. Það er ekki hægt að vinna alla leiki. Það var frábært andrúmsloft á þessum leik og ég er viss um að sigurinn kemur fljótlega,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. Roberto Mancini, stjóri City, var nokkuð sáttur eftir leik. „Mér fannst jafntefli vera sann- gjörn úrslit. Við áttum ekki skil- ið að tapa því við lékum vel fyrsta hálftímann og áttum færi til að skora. Við vorum samt ekki upp á okkar besta og það var mikilvægt að tapa ekki. Það verður samt að viðurkennast að seinna mark- ið okkar var gjöf frá Liverpool,“ sagði Mancini. Man. Utd vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er Fulham kom í heimsókn. Nýliðarnir Robin van Persie og Shinji Kagawa skoruðu báðir í sínum fyrsta heimaleik en United varð fyrir áfalli er Wayne Rooney fékk stóran skurð á lærið. „Þetta var mjög ljótt og það lítur út fyrir að hann verði frá í fjórar vikur. Rodallega fór með takkana í hann en þetta var að sjálfsögðu slys,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, eftir leikinn. Stjórinn gat þó glaðst yfir því að þeir Van Persie og Shinji Kagawa náðu vel saman og léku vel. „Þetta var fínt hjá þeim. Við erum rétt að byrja og þeir eiga eftir að ná betur saman. Fyrri hálfleikur var frábær hjá okkur. Við hefðum hæglega getað skor- að fimm eða sex mörk. Það var dapurt hjá okkur að gefa mark og hleypa þeim inn í leikinn. Það var óþarfi.“ - hbg Van Persie og Kagawa skoruðu á meðan Rooney meiddist – Liverpool missti unninn leik niður í jafntefli: Skrtel færði Tevez mark á algjöru silfurfati HVAÐ VAR ÉG AÐ GERA? Tevez fagnar á meðan Skrtel heldur utan um höfuð sér. Veit upp á sig skömmina. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Stjarnan varð á laugar- daginn bikarmeistari kvenna eftir 1-0 sigur á Val á Laugardalsvell- inum. Gunnhildur Yrsa Jónsdótt- ir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði markið níu mínútum fyrir leikslok með glæsilegu skoti af 30 metra færi efst upp í fjær hornið. „Gunnhildur kom með þetta frábæra skot í vinkilinn, drauma- skot á draumastundu. Svona mörk eiga að tryggja svona titla,“ sagði Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í leikslok um sigurmark fyrirliðans. Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörn- unni einnig sæti í úrslitum með fallegu marki í framlengingu í undanúrslitum gegn Þór/KA. „Gunnhildur hefur verið að spara þessi mörk í sumar og kemur með þetta á góðum augna- blikum fyrir framan fjölda áhorf- enda, hún kann þetta stelpan. Hún er að kóróna gott sumar, hún hefur verið frábær fyrir okkur og það er ekki leiðinlegt að skora svona mark í svona leik. Þetta er frábært fyrir hana og fyrir okkur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar. Harpa og Inga Birna Friðjóns- dóttir fengu sitt hvort dauðafærið í fyrri hálfleik en Brett Elizabeth Maron varði í bæði skiptin vel í marki Vals. Valur skapaði sér engin færi í leiknum og þurfti Sandra Sigurð- ardóttir bara að verja eitt skot í leiknum, langskot beint úr auka- spyrnu. Valur gaf fá færi á sér og fyrir utan færin tvö í fyrri hálf- leik þá fékk Stjarnan fá færi þrátt fyrir að Stjarnan væri mun sterk- ari aðilinn og meira með boltann. „Við ætluðum að berjast frá fyrstu mínútu. Við vissum að Valur væri með sterkt lið og það væri erfitt að skora hjá þeim. Við fengum nokkur færi sem við náðum ekki að klára. Við nenntum ekki í framlengingu og ákváðum að klára þetta í lokin,“ sagði Gunn- hildur Yrsa um leikinn. „Ég nennti ekki í framlengingu ég hugsaði að prófa að skjóta og sem betur fer fór hann inn. Ég smellhitti boltann, sem betur fer því annars hefði þetta verið pínu vandræðalegt. Ég var mjög ánægð með að sjá hann inni,“ sagði hóg- vær Gunnhildur Yrsa um markið sem hún skoraði. „Við börðumst allan leikinn og áttum sigurinn skilinn. Við vorum mjög þéttar á öllum vell- inum, kantmennirnir komu inn og við náðum að loka á öll þeirra hlaup. Þær eru með sterkt lið og mjög góðar fram á við og erfitt að loka svona á þær,“ sagði Gunn- hildur Yrsa sem sagði liðið aldrei örvænta þó erfiðlega gengi að skapa færi og nýta yfirburðina er leið á leikinn. „Við vissum að við myndum ná að skapa okkur fleiri færi og að boltinn myndi fara inn. Svo skipti líka miklu máli að halda hreinu,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Þorlákur Már Árnason, þjálf- ari Stjörnunnar, sagði reynsluna sem Stjarnan hefur öðlast síðustu ár hafa skilað bikarnum í hús en Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari í fyrsta sinn á laugardaginn. „Ég held að það hafi verið reynsla sem skildi á milli að lokum, sem kom mér á óvart. Það var ró yfir okkar leik og þolin- mæði. Kannski hafi yngri leik- menn Vals orðið óþreyjufullir og pirraðir þegar það fór að líða á leikinn. Þetta er nýtt fyrir okkur því Valur var með reynslumesta lið deildarinnar í fyrra. Ég held að það hafi á endanum skilað þessu,“ sagði Þorlákur. „Við höfum spilað vel í sumar og sýnt mikinn karakter því það hefur verið sótt að okkur. Deild- in er sterk og liðin hafa ekki van- metið okkur, það er á hreinu. Við höfum þurft að hafa mikið fyrir þessu í sumar og að vinna þennan bikar, vera í öðru sæti í deildinni og vinna meistara meistaranna sýnir styrkinn í þessu liði,“ bætti Þorlákur við. - gmi ÉG NENNTI EKKI Í FRAMLENGINGU Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, tryggði liði sínu sögulegan sigur á Val með algjöru draumamarki í úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar í bikarkeppninni. FÖGNUÐUR Gunnhildur Yrsa fagnar glæsimarki sínu á efri myndinni og lyftir svo bikarnum eftirsótta á myndinni fyrir neðan. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.