Fréttablaðið - 27.08.2012, Blaðsíða 14
14 27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR
Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem varð
af opnun íslensks efnahags-
lífs með EES-samningnum, en
jafnframt hversu viðkvæmt
hagkerfið reyndist vera fyrir
frjálsum fjármagnshreyfing-
um. Ég hef líka rakið að evru-
ríkin glíma í dag við afleiðingar
misvægis sem er eðlislíkt því
sem við höfum þurft við að etja.
Spurningin sem við stöndum
frammi fyrir er hvernig við
getum áfram verið hluti af hinu
evrópska viðskiptaumhverfi og
hvort EES-samningurinn dugi
okkur til þess eða hvort aðild að
ESB færi okkur betri tæki til
að verjast og sækja fram fyrir
íslenska hagsmuni.
En fyrst þurfum við að meta
raunsætt stöðu okkar í dag. Við
búum vissulega enn við marga
kosti EES-samningsins. Íslensk
fyrirtæki njóta aðgangs að evr-
ópskum markaði fyrir vöru sína
og þjónustu og við getum frjáls
tekið okkur búsetu hvar sem
er á hinu evrópska efnahags-
svæði og fengið þar vinnu. En
við höfum ekki getað lifað við
frjálsar fjármagnshreyfingar og
neyðst til þess að setja á gjald-
eyrishöft. Þau verja okkur í dag
fyrir afleiðingum þess misvægis
sem fyrr var vikið að, en valda
því líka að fjármagn streymir
ekki til landsins til að þjónusta
íslenskt efnahagslíf og fólk og
fyrirtæki í milliríkjaviðskipt-
um lenda daglega í vandræðum
vegna hafta.
Samkeppnishæfustu fyrirtæki
okkar kjósa að vaxa í útlöndum,
fremur en á Íslandi, eins og ég
rakti í þriggja greina flokki hér
í vor. Eftir að greinarnar birtust
spratt allmikil umræða um höft-
in, skaðsemi þeirra og leiðina
út úr þeim. Það sem mér þótti
standa upp úr eftir þá umræðu
var að erfiðasta hindrunin í
vegi afnáms hafta væri hin full-
komna óvissa sem væri um hvað
það væri sem tæki við eftir höft.
Mun krónan einungis taka dýfu
í nokkra mánuði og ná svo aftur
eðlilegu jafnvægisgengi eða
getum við búist við langvinnu
tímabili veiks gengis krónunnar
með gósentíð útflutningsgreina
en hörmulegum afleiðingum
fyrir innlenda verslun, þjónustu-
greinar og skuldsett heimili?
Allir þekkja aflandskrónu-
vandann og óþarfi að fjölyrða
um hann. Aflandskrónurnar
þurfa út og við verðum að geta
losað þær út á kjörum sem við
stöndum undir. Hitt gleym-
ist oft í umræðunni að íslenskt
efnahagslíf er nú þegar mjög
skuldsett í erlendum gjaldeyri.
Ríki, sveitarfélög, orkufyrirtæki
og einstök fyrirtæki eru með
erlendar skuldir. Til að greiða
af þessum skuldum þarf að afla
gjaldeyris. Nýir bankar eru í
erlendri eigu og munu greiða
arð til eigenda sinna úr landi á
næstu árum. Til þess þarf líka
gjaldeyri. Stærsti óvissuþáttur-
inn sem háir okkur nú við afnám
hafta er hvert raunverulegt
heildarumfang þessara skuld-
bindinga er og hvort geta þjóðar-
innar til að afla gjaldeyris mun
standa undir því útflæði sem
fyrirsjáanlegt er vegna þeirra
á næstu áratugum. Er Ísland,
með öðrum orðum, of skuldsett í
erlendum gjaldeyri?
Mikilvægasta verkefni næstu
mánaða er að kortleggja þessa
stöðu til fulls. Við það mat er
mikilvægt að velta við hverj-
um steini, taka alla þætti með
í reikninginn og vanmeta ekki
útflæðisþrýstinginn. Við höfum
til dæmis séð erlendar eignir líf-
eyrissjóðanna rýrna hlutfalls-
lega á undanförnum árum og
það er óumflýjanlegt að þeir
verji miklum hluta handbærs
fjár til fjárfestinga erlendis um
leið og höftum verður aflétt, ef
þeir eiga að ná að dreifa áhættu
sinni og standa undir því hlut-
verki sem þeim hefur verið
falið. Við verðum að gera ráð
fyrir öllu slíku í þessu reikn-
ingsdæmi. Það borgar sig ekki
að nálgast þetta verkefni með
„þetta reddast“ hugarfarinu.
Þvert á móti er staðan sú að ef
við tökum ekki allt með í reikn-
inginn og vanmetum heildar-
umfang skuldbindinganna eru
allar líkur á að krónan súnki
við afnám gjaldeyrishafta og
haldist veik um langa hríð, með
hörmulegum afleiðingum fyrir
efnahagslífið.
En hvað er til ráða ef aflands-
krónur og erlendar afborganir
opinberra aðila og einkaaðila
– allra hér á Íslandi – reynast
meiri en sem nemur getu lands-
ins til að skapa gjaldeyri? Þá
bíður okkar mikilvægt verkefni,
sem eru samningar við erlenda
kröfuhafa um lækkun þess-
ara skulda. Erlendir kröfuhafar
hafa hag af því að Íslandi gangi
vel og þeim getur ekki hugn-
ast sú framtíðarsýn að íslenskt
efnahagslíf læsist í doða vegna
ofskuldsetningar. Við höfum í
tvígang áður gripið til aðgerða
sem greiddu fyrir skynsam-
legum skuldaskilum við erlenda
kröfuhafa. Fyrst settum við
Neyðarlögin, sem vörðu hagkerf-
ið. Næst var samið um skiptingu
bankanna í gamla og nýja og
svigrúm skapað fyrir úrvinnslu
skulda heimila og fyrirtækja.
Nú er síðasta verkefnið eftir: Að
tryggja að Ísland í heild – ríkis-
rekstur sem einkarekstur – geti
staðið undir erlendum skuldum.
Ef þetta verkefni tekst vel er
mögulegt að setja meiri kraft
í afnám gjaldeyrishafta. Þá
tekst líka að draga verulega úr
hættunni á því að krónan nái
sér ekki aftur á strik í kjölfar
afnáms hafta. En eftir stendur
þá spurningin um hvort krónan
muni geta spjarað sig í eðlileg-
um viðskiptum á gjaldeyris-
markaði eftir að höft hafa verið
afnumin. Getur krónan virkað
án sérstakra stuðningsaðgerða
og verður verðmyndun hennar
eðlileg? Getum við lifað við þá
umgjörð sem EES-samning-
urinn skapar um frjálst fjár-
magnsflæði? Ég leita áfram
svara við því í næstu greinum.
Bundin í báða skó? - Um Ísland í Evrópu
Allir sem tekið hafa þátt í umræðu undanfarið um fyr-
irhugaðar framkvæmdir við Ing-
ólfstorg, Austurvöll og Fógetagarð
virðast sammála um eitt: Deili-
skipulagið sem gildir um þenn-
an reit er meingallað. Hvað er til
ráða?
Aðeins þrjár leiðir?
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
og varaformaður skipulagsráðs,
skrifaði grein í Fréttablaðið 26.
júlí sl. og sagði þar að borgin ætti
þrjá valkosti.Þeir væru:
1. Að fara eftir því sem deili-
skipulagið heimilar. Fáir munu
sáttir við þessa leið.
2. Að fara dómstólaleiðina.
Margir hafa hvatt borgaryfir-
völd til að leyfa ekki byggingar að
fullu í samræmi við deiliskipulag-
ið og láta reyna á hvort skaðabóta-
krafa kæmi fram. Þannig fengist
svar við því hver bótakrafan yrði
og hver yrði niðurstaða dómstóls.
Hugsanlegt væri að út úr þessu
kæmi viðunandi lausn en borgar-
yfirvöld vilja ekki hætta á að illa
fari, fjárhagslega.
3. Að byggja í samræmi við
vinningstillögu, eða vinningstil-
lögur, í nýafstaðinni samkeppni.
Þetta telur Hjálmar ákjósanleg-
ustu leiðina. Margir hafa hins
vegar orðið til að benda á að ekki
sé unnt að gera hvort tveggja,
reisa stórt hótel og sýna gamalli
byggð virðingu og sóma um leið.
Fjórða leiðin, að vinda ofan af
Við sem myndum BIN-hópinn svo-
nefnda (Björgum Ingólfstorgi og
Nasa) höfum bent á fjórðu leið-
ina, sem er farsælust að okkar
mati. Hún snýst um makaskipti
og aðkomu yfirvalda að ráðstöfun
húsa á hinum mikilvæga reit.
a. Reykjavíkurborg fái lóðarhafa
góða lóð annars staðar, þar sem vel
færi á að reisa stórt hótel, en hlyti
í staðinn lóðir hans á umræddu
svæði. Með því móti losnaði eig-
andinn við tímafrekan og kostn-
aðarsaman fornleifauppgröft sem
hann þyrfti ella að kosta og það
tefði fyrir öllum framkvæmdum,
einkum í Vallarstræti og Kirkju-
stræti.
b. Reykjavíkurborg leysi til
sín Kvennaskólann, Nasasalinn,
Hótel Vík og Brynjólfsbúð. Þrjú
hin síðastnefndu yrðu gerð upp og
ráðstafað að nýju, og öll væntan-
lega seld. Miðað yrði við svipað-
an rekstur í Nasasalnum og verið
hefur, við miklar vinsældir. Sam-
kvæmt vinningstillögu skal salur-
inn hins vegar rifinn en reistur
hótelsalur í staðinn.
c. Borgin eignist Landsímahúsið
(Thorvaldsensstræti 4), eitt virðu-
legasta hús Reykjavíkur, teiknað
af Guðjóni Samúelssyni. Húsið
mætti nýta sem menningarhús
enda verði horfið frá hugmyndum
um menningarhús á Ingólfstorgi.
Á jarðhæð verði veitingarekstur
með útiveitingum við Austurvöll.
Ingólfstorg verði ekki minnkað en
mætti auðvitað lagfæra.
d. Alþingi kaupi hin Símahúsin,
önnur en Thorvaldsensstræti 4.
Við höfum góðar heimildir fyrir
því að á þinginu sé þverpólitískur
áhugi á að leita annarra lausna
við húsnæðisvanda en þeirra að
reisa ný hús á Alþingisreitnum og
að í því sambandi þyki Símahúsin
álitlegur, eða a.m.k. hugsanlegur,
kostur. Takist ekki samningar um
kaup húsanna gæti Alþingi tekið
þau á leigu.
Göngum í málið
Þessi fjórða leið er í þágu allra
Íslendinga og Alþingis. Hún býður
upp á enn betra mannlíf á sólrík-
um dögum og nýjum möguleikum
á bættu menningarlífi. Nú reynir
á borgarfulltrúa að takast á við
vandann og minnast þess að póli-
tík er list hins mögulega.
BIN hópurinn hefur mótmælt
þriðju leiðinni, sem lýst er að ofan,
með söfnun undirskrifta á www.
ekkihotel.is og eru þegar komn-
ar tæplega 15.000 undirskriftir.
Við hvetjum alla landsmenn til að
styðja þessa baráttu með undir-
skrift sinni.
Ingólfstorg – lausn á málinu
Skipulagsmál
Halla
Bogadóttir
f. h. BIN-hópsins
Evrópumál
Árni Páll
Árnason
alþingismaður
Þessi fjórða leið er í þágu allra Íslendinga
og Alþingis. Hún býður upp á enn betra
mannlíf á sólríkum dögum og nýjum
möguleikum á bættu menningarlífi. Nú reynir á borg-
arfulltrúa að takast á við vandann og minnast þess að
pólitík er list hins mögulega.
Allir þekkja aflandskrónuvandann og
óþarfi að fjölyrða um hann. Aflandskrón-
urnar þurfa út og við verðum að geta
losað þær út á kjörum sem við stöndum undir. Hitt
gleymist oft í umræðunni að íslenskt efnahagslíf er
nú þegar mjög skuldsett í erlendum gjaldeyri. Ríki,
sveitarfélög, orkufyrirtæki og einstök fyrirtæki eru
með erlendar skuldir.