Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.09.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 08.09.2012, Qupperneq 12
8. september 2012 LAUGARDAGUR12 Markmið þróunarsjóðsins er að styrkja þróun afurða og upplifana utan háannatíma ferða þjón ustu og auka arð semi fyrir tækja. Samtals verða veittir styrkir úr sjóðnum sem nema um 30 milljónum króna. Studd verða samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum en einnig koma til greina afbragðsverkefni stakra fyrirtækja. Í umsókn þurfa að koma fram skýrar hugmyndir um þá þjónustu og upplifun sem skila eiga í senn aukinni atvinnu og varanlegum verðmætum. Verkefnin verða að koma til framkvæmda innan þriggja ára frá því að styrkur er veittur. Umsóknar frestur er til 23. október 2012 og er gert ráð fyrir að styrkir verði veittir í desember. Allar nánari upplýsingar er að fi nna á landsbankinn.is. Ísland allt árið Þróunarsjóður Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið auglýsa eftir umsóknum um styrki í Ísland allt árið – þróunarsjóð. KJARAMÁL Laun opinberra starfs- manna eru um fimmtungi lægri en laun á almennum markaði. Þetta eru niðurstöður launakönn- unar VR, SFR og Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar (STRV) sem voru kynntar á blaðamanna- fundi á Nauthóli í Nauthólsvík í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem félögin hafa með sér samstarf um birtingu niðurstaðna launakann- ana en þau hafa öll staðið fyrir slíkum könnunum um árabil. Könnunin leiddi í ljós að heild- arlaun félagsmanna VR, SFR og STRV hækkuðu um á bilinu sjö til tíu prósent frá janúar 2011 til janúar 2012. Þar af var launa- skrið umfram kjarasamninga tvö til þrjú prósent. Mest var hækkun launa hjá félagsmönnum í STRV eða tíu prósent. Hjá VR nam hækkunin 7,4% og hjá SFR sjö prósentum. Laun félagsmanna hjá STRV eru þó enn lægst launa þessara hópa, 22% lægri en meðallaun félaga VR að teknu tilliti til þátta á borð við menntun starfsmanna. Þá eru laun félaga í SFR 17,6% lægri en meðallaun félaga VR. Félagsmenn VR vinna á almenn- um vinnumarkaði, félagsmenn SFR hjá ríki, sjálfseignarstofn- unum og opinberum fyrirtækjum og félagsmenn STRV vinna fyrir Reykjavíkurborg, Akraneskaup- stað og nokkur opinber fyrirtæki og stofnanir. Loks hafa litlar breytingar orðið á kynbundnum launamun meðal félaga í félögunum þremur. Launa- munur, sem eingöngu er hægt að rekja til kynferðis, mælist nú 9,4% af heildarlaunum hjá VR, 12,1% hjá SFR og 11,8% hjá STRV. - mþl Niðurstöður launakönnunar VR, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurbogar birtar: Opinberir starfsmenn með 20% lægri laun NAUTHÓLI Í GÆR Þeir Árni Stefán Jóns- son, formaður SFR, Stefán Einar Stefáns- son, formaður VR, og Garðar Hilmarsson, formaður STRV, kynntu niðurstöður launakönnunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Hvað heitir nýjasta mynd leik- stjórans Reynis Lyngdal? 2. Hversu mikið hækkuðu laun forstjóra Landspítalans um síðustu mánaðamót? 3. Hvað heitir landsliðsþjálfari Noregs? SVÖR: 1. Frost 2. Um 450 þúsund 3. Egil Olsen FRAKKLAND, AP Franska lögreglan vonast til þess að tvær ungar stúlk- ur geti veitt lögreglu einhverjar upplýsingar sem gagnast mættu til að hafa hendur í hári árásarmann- anna, sem myrtu foreldra þeirra þar sem þau voru á ferðalagi í Frakk- landi. Enn er ekkert vitað um ástæðu árásarinnar eða hvort einn eða fleiri stóðu að verki. Breskir fjölmiðlar töldu í gær grun hafa beinst að Zaid al Hilli, bróður hins myrta Saads al Hilli, en þeir bræður voru sagðir hafa átt í hörðum deilum um peningamál. Zaid sagði á síðasta ári upp störfum í fyrirtæki bróður síns í Bretlandi, þar sem fjölskyldan bjó. Hann hafði hins vegar samband við lögregluna í Bretlandi og sagði ekkert hæft í því að hann ætti í deilum við bróð- ur sinn. Breska lögreglan hefur ekki séð ástæðu til að handtaka hann. Árásarmennirnir myrtu Zaid, eiginkonu hans og sænska konu, sem einnig var í bifreiðinni, ásamt breskum hjólreiðamanni, sem bjó í næsta nágrenni og virðist hafa komið að árásarstaðnum fyrir til- viljun. Öll voru þau skotin í höfuðið, að minnsta kosti þremur skotum var skotið í hvert þeirra en alls var 25 skotum hleypt af í árásinni. Stúlkurnar tvær, sem eru fjög- urra og sjö ára, lifðu af árásina, sú yngri með því að fela sig undir fótum móður sinnar í bifreiðinni, en sú eldri liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi með skotsár á öxl og meiðsli á höfði. Málið tengist mörgum löndum og hefur lögreglan í að minnsta kosti þremur þeirra tekið þátt í rann- sókninni. Fjölskyldan bjó í Bret- landi en var ættuð frá Írak og Sví- þjóð. Breski hjólreiðamaðurinn bjó í Frakklandi, í næsta námunda við morðin, en ekki er talið að hann hafi haft nein tengsl við Zaid og fjöl- skyldu hans. - gb Talið að atvinnumaður hafi verið ráðinn til verksins: Lögreglan leitar að ástæðu morðanna Á VETTVANGI MORÐANNA Blaðamenn og ljósmyndarar önnum kafnir að skoða staðinn og taka myndir. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.