Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 18

Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 18
18 8. september 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Formaður þingflokks VG og prófessor í stjórn-málafræðum við Háskóla Íslands hafa af tveimur ólíkum tilefnum sett fram sjón- armið um afsögn Ögmundar Jón- assonar. Við venjulegar aðstæð- ur fylgir bæði þungi og ábyrgð orðum þeirra sem slíkum stöðum gegna. Þau ættu því að hafa veru- leg áhrif. En í reynd sýnast bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlar vega orð þeirra eins og fis sem hverfur með golunni. Það ætti að vera þeim nokkurt umhugsunar- efni. Stjórnmálafræðiprófessorinn fullyrti að opinber tilvísun Ögmundar Jónassonar í ágrein- ing sem hann gerði í ríkisstjórn, þegar hún sam- þykkti að stefna Íslands væri að taka upp evru, væri eins- dæmi. Það er ekki rétt enda hefur a ldrei verið litið svo á að lög hindruðu ráðherra í að greina frá eigin afstöðu í ríkisstjórn. Þá taldi prófessorinn að ráð- herra sem opinberlega er andvíg- ur grundvallarstefnu ríkisstjórn- ar sinnar ætti að segja af sér. Það sem máli skiptir í þessu samhengi er að allir ráðherrar og þingmenn VG verja í verki samþykkt ríkis- stjórnarinnar um að stefna að upptöku evru svo fljótt sem kost- ur er og því megi lýsa yfir gagn- vart ríkjum Evrópusambandsins. Siðferðisbresturinn er sá að þeir segjast vera á móti því sem þeir verja en ætli síðar að standa gegn því að samningar þar um verði fullgiltir. Með þessu hafa þeir vissulega tyllt sér á eina af lægstu syllun- um í bjargi pólitískrar siðfræði. En Ögmundur Jónasson er þar ekki einn. Ráðherrar VG eru þar í hnapp. Réttilega ætti því að beina siðferðiskröfunni gagnvart þeim öllum. Hvers vegna gerir prófess- orinn það ekki? Á Ögmundur að gjalda þess að hann sýnist órórri á syllunni en aðrir? Hvenær á ráðherra að segja af sér? ÞORSTEINN PÁLSSON Úrskurðarnefnd jafnrétt-ismála komst að þeirri niðurstöðu að skipun innanríkisráðherra í sýslumannsembætti hefði verið brot á jafnréttislögum. Af því til- efni hafa samherjar ráðherrans í VG og forsætisráðherra rispað hann nokkuð með hnífum sínum. Nokkrir móthaldsmenn úr röðum sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna hafa á hinn bóginn skotið fyrir ráðherrann skildi. Rökin eru þau að hann sé ekki í verri stöðu en forsætisráðherra sem bæði hefur tapað jafnrétt- ismáli fyrir úrskurðarnefndinni og dómstólum. En ástæðan er trúlega sú að það er brúarsmíði í gangi milli þessara aðila vegna Evrópuandstöðunnar. Formaður þingflokks VG setti fram þá kenningu að ráðherrann yrði að segja af sér kæmust dómstólar að sömu niðurstöðu og úrskurðarnefndin. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að ein- ungis eru tvær leiðir til að koma málinu fyrir dómstóla. Önnur er sú að ráðherrann höfði mál til ógildingar á úrskurði nefndarinnar. Hin er sú að ráð- herrann neiti að greiða bóta- kröfu sem reist kann að verða á úrskurðinum. Er það virki- lega svo að formaður þingflokks VG telji að það bæti siðferðilega stöðu flokksins í jafnréttismálum að ráðherra hans véfengi þennan úrskurð eða hafni bótakröfu sem hann gefur fullt efni til? Eftir þessi ummæli þingflokks- formannsins er ráðherrann svo kominn í þá klípu að samþykki hann hugsanlega bótakröfu mætti segja að hann væri að kaupa sig frá dómsmáli með peningum skattborgaranna. Þingflokks- formaðurinn hefur því breytt óþægilegri stöðu fyrir flokkinn í lokaða. Vinir með hnífa og óvinir með skildi Stóra spurningin er þessi: Á það sjálfkrafa að leiða til afsagnar ef ákvörðun ráðherra stenst ekki lög þegar á reynir? Svarið er: Stund- um er það svo en þarf ekki alltaf að vera það. Hafa verður í huga að hæfileikar umsækjenda verða ekki í þessu tilviki fremur en öðrum reiknaðir út eftir stærð- fræðiformúlu. Hér verður því að skoða hvort þau gögn sem lögð voru fyrir ráð- herrann af embættismönnum gáfu honum ástæðu til að efast um það faglega mat sem hann er ábyrgur fyrir. Einnig þarf að skoða hvort ráðherrann hafi óskað eftir nægj- anlegum upplýsingum til þess að geta tekið faglega ákvörðun. Ef kalla á eftir afsögn ráð- herrans þarf að vera unnt að sýna fram á að hann hafi mátt vita að ákvörðun hans stæðist ekki kröf- ur jafnréttislaga. Ekki er unnt að útiloka að svo hafi verið. Enn sem komið er hefur þó ekkert verið dregið fram í umræðunni sem styður slíka ályktun. Við svo búið stendur málsvörn ráðherrans. Niðurstaðan er sú að hnífrispur samherja innanríkisráðherrans virðast reistar á öðru en virðingu fyrir jafnréttislögum og háum siðferðisviðmiðum. Forsætisráð- herra og formaður VG eru sjálf- ir í þeirri siðferðiskreppu að geta hvorki sótt að ráðherranum né varið hann svo mark sé á takandi. Það lýsir pólitísku innanmeini sem háir ríkisstjórninni gagnvart kjósendum. Mátti ráðherrann vita? GULLBRÚÐKAUP Í dag, laugardaginn 8. september, eiga 50 ára brúðkaups- afmæli hjónin Erla Vilhjálmsdóttir og Skúli Jóhannesson, kaupmenn í Tékk-Kristal í Reykjavík. Sendum þeim innilegar haming juóskir í tilefni dagsins. S tundum er það svo að hugmyndir og jafnvel ranghug- myndir skjóta svo föstum rótum í hugum fólks að engar fortölur duga til að því snúist hugur. Er þá stundum vaðið áfram með arfavitlausar hugmyndir og þær látnar verða að veruleika, hverjar svo sem afleiðingarnar kunna að verða, og sama hversu mikið hagkvæmari og betri aðrar leiðir kynnu annars að vera. Eitt slíkt mál fer nú hátt í umræðunni en það er væntanleg nýbygging Landspítala Háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík. Reyndar má fagna því að skipulagsráð Reykjavíkur hefur ákveðið að framlengja til 20. þessa mánaðar frest sem rann út fyrir helgi til að gera athugasemdir við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir spítalann. Þegar fresturinn rann út höfðu um þrjú hundruð athugasemdir borist og vekur framlenging hans veika von um að snúa megi af þeirri óheillabraut sem málið virðist á. Eigi nýr spítali að rísa við Hringbrautina þarf nefnilega margt annað undan að láta. Grípa verður til harkalegra aðgerða til að takmarka umferð því Miklabraut ber ekki meiri umferðarþunga en á henni hvílir nú þegar. Þetta viðurkenndi Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur í Fréttablaðinu í gær. Þetta sjá líka allir sem aka þurfa um stofnæðar borgarinnar á háannatíma á morgnana og síðdegis. Meðal aðgerða er stóraukin gjaldtaka í bílastæði þannig að rukkað verði fyrir öll stæði við bæði Landspítalann og Háskól- ann. Þá spilar inni í að Reykjavíkurflugvöllur víki á endanum alveg fyrir íbúabyggð, þannig að þeir sem vinni á spítalanum geti búið nær honum og þar með verði létt á umferð. Allar eru þessar ráðagerðir hæpnar og lítt fastar í hendi. Öllu líklegra er að stefni í algjört óefni í umferðarmálum með nýjum spítala við Hringbraut og er þar sannarlega bætt gráu ofan á svart eins og staðan er í dag. Um leið er óumdeilt að þörf er á nýjum spítala sem uppfyllir þarfir nútímaheilbrigðisþjónustu. Spurningin er bara hvar velja á honum stað. Heillavænlegast væri að hverfa frá þeirri meinloku að ætla jafnumfangsmikilli starfsemi stað í miðbæ höfuðborgarinnar. Hægur leikur ætti að vera að finna lóð í útjaðri borgarinnar, jafn- vel á Hólmsheiði í nágrenni við nýtt fangelsi sem þar á að rísa. Eins kynni Vífilsstaðalóðin að henta. Með því að hafa nýja spítalann í nágrenni við stofnæðar umferðar inn og út úr borginni rímar líka betur við þá stefnu að Landspítali Háskólasjúkrahús annist stærri aðgerðir, sem áður var sinnt á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Þannig yrði betra aðgengi fyrir reglulegar ferðir sjúkrabíla af svæðum utan höfuðborgarsvæðisins með konur í barnsnauð og aðra sjúklinga sem þurfa heilbrigðisþjónustu sem ekki er lengur boðið upp á í þeirra heimabyggð. Sjúklingar úr öðrum byggðarlögum slyppu þá við áhættuakstur á bláum ljósum í gegnum Reykjavík (jafnvel á háannatíma) alla leiðina niður í miðbæ. Landspítalinn á ekki heima í miðbænum: Meinlokur Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is SKOÐUN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.