Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 20
20 8. september 2012 LAUGARDAGUR Heyrst hefur að ríkisstjórn Íslands hafi í hyggju að hækka virðisaukaskatt á gisti- þjónustu úr 7% í 25,5%. Við hjá Icelandair Group og ferðaþjónust- an í heild teljum að slíkt sé mis- ráðið hjá ríkisstjórninni því miðað við núverandi aðstæður þá er veru- leg hætta á að slík aðgerð muni minnka tekjur ríkissjóðs í stað þess að auka þær. Að sjálfsögðu munu virðisaukaskattstekjur ríkis- sjóðs af seldum gistinóttum aukast við hækkunina – um það efast eng- inn. Aðrar tekjur ríkissjóðs munu hins vegar dragast saman með fækkun ferðamanna og það er mat mitt og sérfræðinga Icelandair Group að nettóáhrifin verði nei- kvæð fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið. Icelandair Group er stór hagsmunaaðili í íslenskri ferða- þjónustu og er meðal annars eig- andi Icelandair-hótelanna og Eddu-hótelanna. Hagsmunir okkar eru því ríkir. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ) Í vikunni kom út skýrsla HHÍ, sem unnin var fyrir fjármálaráðuneyt- ið, um áhrif þess að hækka virðis- aukaskatta á gistiþjónustu. Skýrsl- an er ágæt og styður að mestu við rök mín og ferðaþjónustunnar. Lestur hennar hefur ekki minnkað áhyggjur mínar af því að hækkun virðisaukaskatts á gistingu muni leiða til verri afkomu ríkissjóðs. Í skýrslunni er ýjað að því að lækkun virðisaukaskatts á hótel- gistingu og veitingasölu úr 14% niður í 7% árið 2007 hafi ekki skilað sér til viðskiptavina. Í til- viki Icelandair Group er rétt að halda því til haga að öll okkar hótel lækkuðu verð á hótelgist- ingu í mars 2007 um 6,14% og verð á veitingum á hótelum okkar lækk- aði um 7-10% við sama tilefni. Rétt skal vera rétt: Virðisaukaskatt- slækkunin skilaði sér því beint til allra viðskiptavina hótela okkar – bæði innlendra og erlendra. Að sama skapi mun virðisaukaskatt- shækkun fara beint út í verðlag og draga úr eftirspurn. Fækkun ferðamanna vegna virðisaukaskattshækkunar Í skýrslunni segir að hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu geti fækkað ferðamönnum ann- ars vegar um 3.400–23.400 og hins vegar um 15.000–48.000 á ári. Mismunurinn ræðst af mis- munandi forsendum hvað varðar hlutfall gistikostnaðar af heildar- ferðakostnaði og forsendum um verðteygni. Okkar rannsóknir benda til þess að fækkunin geti orðið um 40.000 frá fyrri áætlun- um, sem er innan þess ramma sem HHÍ nefnir í skýrslu sinni. KPMG notaðist við þá tölu í nýlegri grein- argerð um áhrif virðisaukaskatt- shækkunar á ferðaþjónustuna og tekjur ríkissjóðs. Í greinargerð KPMG er reynt að áætla tekjumissi ríkissjóðs vegna fækkunar ferðamanna og styttri dvalartíma þeirra sem munu koma vegna skattbreytinganna. Niður- staða þeirra er að áhrif hækkun- arinnar yrðu neikvæð á afkomu ríkissjóðs. Ekki tekið tillit til annarra áhrifa af skattbreytingunni Það sem dregur úr vægi skýrslu HHÍ er að í henni er ekkert reynt að meta hvaða áhrif fækkun ferða- manna um allt að 48.000 á ári hefði á aðra skattstofna hins opinbera. Slík fækkun mun hafa bein áhrif á fjölda starfsmanna í greininni, veltu veitingastaða og annarra þjónustuaðila – eins og öllum ætti að vera augljóst. Ferðamaður sem ekki kemur til landsins verður ekki skattlagður. Í lok skýrslu HHÍ segir berum orðum: „Þessi greining tekur ekki tillit til þess óhagræðis sem ætíð leiðir af hækkun skatta og ekki heldur til þess að hvati til undan- skota eykst með hærra skatthlut- falli.“ Á mannamáli þýðir þetta að aðeins hluti myndarinnar er dreginn upp. Með öðrum orðum þá reynir HHÍ ekkert að meta afleidd, neikvæð áhrif hækkunar- innar á ríkissjóð, þ.e. hver tekju- missirinn verður á móti tekju- aukningunni. Þetta er að mörgu leyti villandi framsetning – enda eðlilegt að taka ákvarðanir út frá heildaráhrifum skattabreytinga á ríkissjóð. Þessi áhrif voru nýlega metin af KPMG og niðurstaðan er sú að virðisaukaskattshækkunin virðist vera dæmd til að mistak- ast að auka tekjur ríkissjóðs. Niðurstaða HHÍ Það er erfitt að lesa út úr skýrslu HHÍ hvort skýrsluhöfundar mæli með hækkun VSK á gistinætur eða ekki. Á bls. 21 í skýrslunni segir: „Ef jafnframt má gera ráð fyrir að Ísland haldi áfram að vera áhugaverður valkostur erlendra ferðamana og að komum þeirra til Íslands haldi áfram að fjölga sýnist sem nú gæti verið heppileg- ur tími til að hækka aftur virðis- aukaskatt á gistiþjónustu. Þó ber að hafa í huga að slík breyting gæti orðið til þess að fæla hluta af þessari starfsemi út af markaði og þar með minnka virðisaukaskatts- stofninn.“ Jafnframt segir í skýrsl- unni á bls. 30: „Hér hefur ekki verið litið til annarra áhrifa sem lækkun virðisaukaskatts gæti hafa haft í för með sér, en að öllu jöfnu má gera ráð fyrir að lágur skatt- ur dragi úr líkum á undanskotum frá skatti og stækki skattstofn. Í nýlegri skýrslu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Ríkisskattstjóra er bent á að vís- bendingar séu um að sá pottur sé einna helst brotinn í hótel- og veit- ingaþjónustu.“ Lokaorð Ég fagna skýrslu HHÍ enda er mikilvægt að efla faglega umræðu um ferðaþjónustuna og skattlagn- ingu á greinina. Ein af ályktunum skýrslunnar um að ferðamönnum gæti fækkað um allt að 48.000 við hækkun virðisaukaskatts á hótel- gistingu hefur styrkt mig í trúnni um neikvæð áhrif breytinganna á afkomu ríkissjóðs. Fækkun ferðamanna mun draga úr öðrum skatttekjum ríkissjóðs, leiða til fækkunar starfa í grein- inni um allt land og draga úr nýfjárfestingu. Auðvitað vita hag- fræðingar Háskóla Íslands að það er eðlilegast að meta heildaráhrif skattbreytinga á afkomu ríkis- sjóðs – en ekki einblína á einn anga slíkra skattabreytinga eins og þeir gera í skýrslunni. Í skýrslu HHÍ er stuðst við hagtölur frá árinu 2009 og viður- kennt að ekki séu til upplýsingar um hvaða áhrif verðbreytingar hafa á eftirspurn eftir hótelgist- ingu á Íslandi. Þetta eitt og sér er umhugsunarefni og sýnir svart á hvítu að efla þarf frekar rann- sóknir tengdar ferðaþjónustu. Án réttra og nýrra gagna er erfitt að taka réttar ákvarðanir og ég vona að fjármálaráðherra endurskoði afstöðu sína og vinni tillögur sínar í sátt við ferðaþjónustuna í heild sinni. Tilgangur virðisaukaskattkerf- isins er tekjuöflun. Ég fullyrði að ég tala fyrir hönd allra sérfræð- inga Icelandair Group í ferðaþjón- ustu – að hækkun virðisaukaskatts á gistinætur hótela mun hafa nei- kvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þá er betur heima setið en af stað farið. Í upphafi skal endinn skoða Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einn- ig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Það skiptir því máli að: ■ börn hafi aðgang að bókum heima, helst bókum sem þeim finnst áhugaverðar ■ börn finni að lestur sé mikil- vægur ■ bækur séu til á heimilinu, að börn sjái foreldra sína lesa ■ foreldrar lesi mikið og lesi sér til ánægju ■ börn lesi og að foreldrar hlusti af áhuga á þau lesa ■ börn og foreldrar ræði saman um það sem börnin lesa ■ foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börn sín þótt þau geti lesið hjálparlaust. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstiga í því að styrkja læsi barna. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september mál- efnum læsis. Í ár taka Íslending- ar þátt í þessum alþjóðlega degi í fjórða skiptið. Í tilefni af Degi læsis eru fjölskyldur hvattar til að skipuleggja 30 mínútna sam- verustund, þar sem lesið er saman, bækur skoðaðar og rætt um efni bókanna. Nokkur dæmi um það sem fjöl- skyldur geta gert: ■ Lestur um tiltekið efni. Sam- mælist um efnið. Finnið misþungt lesefni, þannig að allir hafi lesefni miðað við aldur og leikni. Hafið lestrartíma þar sem allir lesa sitt efni í hljóði. Hver og einn getur síðan sagt frá sínu lesefni. Takið saman í lokin hvers fjölskyldan varð vísari. ■ Spilið spil þar sem lesa þarf texta til að geta haldið áfram. Gæti verið heimatilbúið slönguspil. ■ Ráðið krossgátur saman. ■ Teiknið upp kort sem sýnir leið- ir að heimilinu, í vinnu, verslun, skóla. Merkið götuheiti og helstu kennileiti. ■ Segið barninu frá bókum sem þið hafið lesið og gefið barninu tækifæri til þess sama. ■ Farið oft með barnið á bókasafn- ið til að fá lánaðar bækur. ■ Hafið gott aðgengi að bókum, tímaritum og hljóðbókum á heim- ilinu. ■ Verið góð fyrirmynd, sérstak- lega er feðrum og öðrum karl- mönnum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd við lestur. ■ Gerið barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skrift- arathöfnum fjölskyldunnar, t.d. þegar þið lesið blöðin eða skrifið innkaupalista. Fáið barnið til að hjálpa til við að finna vörur í hill- um verslana, lesa mataruppskrift- ir um leið og eldað er, lesa dagskrá sjónvarpsins og textann á skján- um, lesa leiðbeiningar sem til eru á heimilinu, skrifa og lesa á kort og tölvupóst, skoða vefsíður og tölvuforrit. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri og læsi með fjölskyld- unni. Þau verða fyrir áhrifum frá henni. Viðhorf, áhugi og notkun lesefnis á heimili hefur bein áhrif á lestrar- og skriftargetu barnsins. Börn og lestur – mikilvægi foreldra Ben Stiller og Þórey Fjári var það gott hjá Þór-eyju Vilhjálmsdóttur, fram- kvæmdastjóra borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmynda- stjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers. Það er líka aldeilis rétt hjá henni, að þessi lög skapa vinnu fyrir um 800 manns við kvik- myndagerð á Íslandi, og hafa kallað heim aftur úrvalsfólk, sem hafði sytrað til útlanda í erfiðu árferði. Þá eru ótaldar þær þúsundir starfa sem skil- greina má sem afleidd störf vegna kvikmyndaframleiðsl- unnar hér á landi. Á það bendir Þórey réttilega líka. Framkvæmdastjóri borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðis- manna gleymir hins vegar einu í annars afbragðsgóðri grein. Þessi merku lög voru upphaf- lega barin í gegn af Finni Ing- ólfssyni, iðnaðarráðherra Fram- sóknarflokksins, við töluverða erfiðleika gagnvart Sjálfstæðis- flokknum, sem Þórey vinnur fyrir. Finnur lagði til, og fékk samþykkta, 14% endurgreiðslu. Sjálfsagt er að láta hann njóta þess frumkvæðis. Þegar fram liðu stundir hækkuðu önnur lönd sína endurgreiðslu. Við það dapraðist mjög segulmagn og samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Þegar ég varð iðnaðarráð- herra 2007 átti ég fundi með kvikmyndagerðarfólki sem færði afar sterk rök fyrir nauðsyn þess að hækka endur- greiðsluna upp í 20%. Ég fór með málið af stað en þótt ég ólmaðist eins og kviðsítt naut í mýri mætti ég hörðum vegg hjá Sjálfstæðisflokknum sem var líka í þáverandi ríkisstjórn. Flokkurinn, sem Þórey vinnur fyrir, var einfaldlega á móti því að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Það kvað við annan tón þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð tók sæti í ríkisstjórn. Á öðrum fundi þeirrar ríkisstjórn- ar tók ég upp úr skúffu frum- varpið sem Sjálfstæðisflokkur- inn vildi aldrei sjá í ríkisstjórn – og það rann í gegn. Alþingi samþykkti 20% endurgreiðsluna í kjölfarið. Síðan rann upp það blómaskeið í kvikmyndagerð á Íslandi sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- ismanna lýsti svo fallega í grein sinni hér í Fbl. á dögunum. Það var því þrátt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, en ekki vegna hans, sem Ben Stiller, Tom Cruise og annað stjörnuglit kom hingað til að gera stórmyndir sínar í sumar. Kvikmynda- framleiðsla Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Ferðaþjónusta Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group Menning Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.