Fréttablaðið - 08.09.2012, Síða 38
8. september 2012 LAUGARDAGUR38
Vonbrigði
Í ræðu sinni á landsþingi repú-
blikana í síðustu viku sagði
Romney Bandaríkjamenn hins
vegar búna að fá meira en nóg af
Obama, þótt þeir hafi haft trú á
honum fyrir fjórum árum.
Hann sagði Bandaríkjamenn
trúa á frelsið og framtíðina, þar
á meðal frelsið til að segja hug
sinn og búa sér í haginn í lífinu:
„Og já, líka frelsið til að byggja
upp fyrirtæki. Af eigin ramm-
leik.“
Hann sagði vonleysið vera
farið að ná tökum á þjóðinni, en
sjálfur gæti hann snúið þessari
þróun við, og vitnaði til reynslu
sinnar af því að byggja upp fyrir-
tæki, sem stundum hafi geng-
ið vel en stundum illa: „Þetta
er það sem þessi forseti virðist
ekki skilja. Að fyrirtæki og fleiri
störf snúast um að taka áhættu,
mistakast stundum en takast
stundum vel upp, en alltaf að
reyna. Þetta snýst um drauma.“
Efnahagsmálin
Báðir leggja þannig mikla áherslu
á efnahagsmálin.
Obama beinir athyglinni að
þeirri erfiðu stöðu sem hann fékk
í arf frá forvera sínum, repúblik-
ananum George W. Bush. Krepp-
an hafi verið það illviðráðanleg að
hann þurfi meiri tíma til að gera
það sem gera þurfi.
Romney beinir hins vegar athygl-
inni að því að hve hægt hafi gengið
að ná upp hagvexti. Atvinnuleysið
hafi til dæmis ekki komist niður og
þess vegna eigi Obama ekki skilið
að sitja lengur að embættinu.
Úrslitin ráðast svo þriðjudaginn
6. nóvember, þegar gengið verður
til atkvæða.
I
nnan við tveir mánuðir eru
nú til forsetakosninga í
Bandaríkjunum. Skoðana-
kannanir sýna að úrslitin
gætu farið á hvorn veginn
sem er, þótt Obama hafi
lengi mælst með svolítið forskot á
Romney.
Baráttan verður einkum háð
í átta til tólf af fimmtíu ríkjum
Bandaríkjanna. Í þessum átta ríkj-
um er nefnilega afar mjótt á mun-
unum og nokkuð ljóst að forseta-
embætti fellur í hlut þess sem nær
að tryggja sér sigur í fleiri af þess-
um átta barátturíkjum en hinn.
Í flestum hinum ríkjunum geta
þeir leyft sér að slaka á, því úrslit-
in þar þykja nánast ráðin fyrir
fram.
Þeir Barack Obama og Mitt
Romney munu því eyða næstu
vikum í ferðalög um þessi átta bar-
átturíki, koma fram á kosninga-
fundum og heimsækja bæjarfélög
og stofnanir og fyrirtæki. Taka í
höndina á sem flestum, lyfta upp
litlum börnum og brosa eins oft
og þeir geta framan í sjónvarps-
vélarnar sem fylgja þeim hvert
fótmál.
Valkostir
Landsfundir Demókrataflokks-
ins í þessari viku og Repúblikana-
flokksins í síðustu viku marka að
venju upphafið að lokatörn kosn-
ingabaráttunnar, með ræðum for-
setaefnanna og helstu stuðnings-
manna þeirra.
Í ræðu sinni á fimmtudagskvöld
bað Obama þjóðina um að sýna sér
þolinmæði og kjósa sig aftur, þótt
ekki hafi allt gengið upp á fyrsta
kjörtímabilinu.
Hann sagði Bandaríkjamenn að
þessu sinni eiga óvenju skýrt val á
milli ólíkra hugmynda demókrata
annars vegar og repúblikana hins
vegar, einkum um hlutverk ríkis-
valdsins. Demókratar sjá ekkert
athugavert við að nota ríkisvaldið
til þess að laga það sem aflaga fór
í efnahagslífinu, en repúblikanar
megar vart til þess hugsa.
Sjálfur hafi hann óhikað notað
ríkisfé til þess að bjarga til dæmis
bifreiðaframleiðendum frá því að
fara á hausinn í kreppunni, og þar
með komið í veg fyrir að þúsundir
manna misstu vinnuna.
Romney var á móti þessari notk-
un ríkisfjármuna, og Obama gerði
óspart grín að þeirri trú repúblik-
ana að skattalækkanir geti lækn-
að öll mein: „Ertu með afgang á
ríkis fjárlögum? Reyndu skatta-
lækkun. Fjárlagahallinn of hár?
Prófaðu aðra. Ertu kannski að fá
kvef? Taktu tvær skattalækkanir,
felldu niður nokkrar reglugerðir og
hringdu svo í okkur í fyrramálið.“
Fjöldi kjörmanna sem þarf til sigurs: 270Barack Obama Mitt Romney
Montana 3
Wyoming 3
Oregon 7
Nebraska 5
Kansas 6
Oklahoma
7
Texas
38
Idaho 4
Utah 6
Arizona
11
Missouri
10
Arkansas 6
Kentucky 8
Tennessee 11
Alabama 9
aineM
ode IslandRh
nnecticutCo
assachusettsM
w JerseyNe
lawareDe
arylandM
rður-KarólínaNo
ður-KarólínaSu
orgíaGe
4
4
7
11
14
3
10
15
9
16
4New Hampshire
Virginía 13
Flórída 29
Pennsylvania 20
rmontVeNew York 29Michigan 16Minnesota 10Norður-Dakóta 3Washington 12
196 Obama með öruggt fylgi 41 hneigjast að Obama 170 Romney með öruggt fylgi95 mjótt á mununum
36 hneigjast að Romney
Kalifornía 55
Havaí 4Alaska 3
South Dakota 3
3
Ohio 18
Wisconsin 10
Iowa 6
Illinois
20
Colorado 9
Nevada 6
Nýja-
Mexíkó
5
Louisiana 8
Indíana 11
Mississippi 6
ashington DCW 3
stur-VirginíaVe 5
© GRAPHIC NEWS
Lokatörn kosningabaráttunnar
Þeir Barack Obama Bandaríkjaforseti og mótframbjóðandi hans, Mitt Romney, munu nota síðustu vikurnar fram að forseta-
kosningum í ferðalög um þau ríki Bandaríkjanna, þar sem munurinn á fylgi þeirra hefur mælst minnstur. Úrslit kosninganna
ráðast af því hvor þeirra nær að tryggja sér sigur í fleiri barátturíkjum. Guðsteinn Bjarnason fer yfir stöðuna vestra.
HEFST Í KVÖLD KL. 19.35
BEINT
FRÁ BÝLI
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Forseti Bandaríkjanna er formlega kosinn á kjörmannasamkomu, sem
kölluð er saman eftir að eiginlegum forsetakosningum meðal almennings
er lokið. Kjörmennirnir eru alls 538, sem þýðir að til sigurs þarf atkvæði að
minnsta kosti 270 kjörmanna á samkomunni. Hvert ríki hefur misjafnlega
marga fulltrúa á kjörmannasamkomunni, og fer kjörmannafjöldinn í grófum
dráttum eftir íbúafjölda hvers ríkis. Fyrir forsetaefnin munar því mestu um
að tryggja sér sigur í fjölmennustu ríkjunum, en á síðustu vikunum snýst
kosningabaráttan einkum um að tryggja sér sigur í þeim ríkjum, þar sem
skoðanakannanir sýna að minnstu munar á frambjóðendum. Í forsetakosn-
ingunum 2008 tókst Barack Obama að tryggja sér sigur í öllum baráttu-
ríkjunum, og þar með hreppti hann embættið.
SNÝST UM ATKVÆÐI 538 KJÖRMANNA
Barack Obama og Mitt Romney þurfa að tryggja sér atkvæði að
minnsta kosti 270 kjörmanna til að vinna sigur í forsetakosning-
unum í byrjun nóvember. Í flestum ríkjum Bandaríkjanna þykja
úrslitin fyrirfram að mestu ráðin, en í nokkrum þeirra er enn mjótt
á mununum og þar verður þunginn í kosningabaráttunni mestur.
■ BARÁTTURÍKIN