Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 48

Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 48
FÓLK|MATUR Paleo er ekki enn einn megrunarkúrinn heldur er það ákveðið mataræði eða jafnvel ákveðinn lífstíll. Kenn-ingar eru uppi um og fornleifarannsóknir ýta undir þær kenningar að steinaldarmaðurinn hafi verið heil- brigðari en maðurinn hefur verið fyrr og síðar í sögunni. Fylgjendur paleo halda því fram að mataræði þessara tíma manna sé það sem hentar mannskepnunni best. „Í mjög stuttu máli þá er hugmyndin með paleo að fara aftur í það hreina. Ég kynntist þessu mataræði í gegnum crossfit en ég hef stundað það undanfarin tvö ár. Ég ákvað að reyna að bæta árangur minn í crossfittinu með því að fara á enn einn „kúrinn“ en ég hélt í upphafi að paleo snerist um það. Mér til mikillar furðu þá hætti þetta að snúast um megrun eða átak og þar sem mér finnst mjög gott að borða og hreinlega elska mat þá hentar þetta mataræði mér afskap- lega vel,“ segir Unnur Lára Bryde. Hún prófaði mataræðið fyrst í fyrra og var á því í sex mánuði og er byrjuð aftur núna eftir hlé. „Ég borða aldrei nema góðan mat þegar ég er á paleo-mataræðinu. Kjöt og fiskur, ávextir og grænmeti og hnetur og fræ eru megin- uppistaðan í mataræðinu. Ég sleppi sykri, unnum kjötvör- um, mjólkurvörum (nema smjöri), kornmeti og haframjöli. Ég leyfi mér samt sem áður alveg að svindla stundum enda held ég að fólk haldi ekki út í þessu ef farið er alla leið. Ég finn mikinn mun á mér þegar ég fer eftir paleo-mataræðinu og er orkumeiri og sef betur. Ég get líka borðað endalaust án þess að fitna.“ Unni finnst gaman að elda og það er mikill kostur þegar farið er eftir paleo-mataræði. „Það þarf að nenna að hafa svolítið fyrir þessu. Ég er svo heppin að mér finnst gaman að elda, ég slaka á við það og það er eins og jóga fyrir mig að standa við eldavélina,“ segir Unnur og hlær. Hún bætir því við að þetta mataræði henti öllum sem vilja lifa heil- brigðu lífi og ná sér í gott form. Hér fylgja með uppskriftir að góðum kvöldmat eftir Unni. ■ lilja.bjork@365.is EKKI BARA ENN EINN KÚRINN HOLLUR MATUR Unnur Lára Bryde segist bara borða góðan mat. Hún er á paleo-mataræðinu og líður afskaplega vel af því. Hún mælir með því fyrir alla sem vilja lifa heilbrigðu lífi, koma sér í betra form og líta betur út eða bara líða betur á allan hátt. ORKUBÚNT Unnur Lára hefur verið á paleo- mataræðinu undanfarið og verður orkumeiri af því og sefur betur. MYND/VALLI 2 bakkar af kjúklinga- bitum 2-3 rauðir chili 3 noble-hvítlaukar 1 krukka svartar ólífur ólífuolía steinselja sítróna salt og pipar Brúna kjúklingabita í olíu á pönnu, setja kjúklinginn í steikar- pott eða eldfast mót, afhýða hvítlauk og skera í stóra bita, saxa chili-pipar smátt og setja þetta í pottinn yfir kjúklingabitana ásamt svörtum heilum ólífum. Baka við 180 gráður í 30 mínútur, bera fram með sítrónusneiðum og steinselju sáldrað yfir. 1 1/2 sæt kartafla 4 stórar gulrætur 1 laukur 1 rauð paprika 1 askja sveppir brokkolí Skræla kartöflur og skera í „julienne“- strimla (svona eins og franskar). Gera eins með gulrætur, papriku og lauk, sveppi í þykka bita. Hita smá olíu á pönnu og mýkja á vægum hita kartöflur og gulrætur í 4-5 mínútur, bæta rest af grænmeti út í og blanda saman, setja í eldfast mót inn í ofn í um það bil tuttugu mínútur og salta smá. OFNBAKAÐ RÓTARGRÆNMETI GAMAN AÐ ELDA „Það þarf að nenna að hafa svolítið fyrir þessu. Ég er svo heppin að mér finnst gaman að elda, ég slaka á við það og það er eins og jóga fyrir mig að standa við elda- vélina.“ Grandagarði 3, 101 Reykjavík, Sími 552 9940 | Opið mán.–fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 9–16. ÚT Á GRANDA ÚT Á GRANDA VEIÐ IPOR TIÐ. IS NÝ V EFV ERS LUN ÓDÝRASTA VEIÐIBÚÐIN ÚT Á GRANDA ER NÚ MEÐ ÚTSÖLU 15 – 80% AFSLÁTTUR bara 2 dagar eftir OPNUNARTÍMAR YFIR ÚTSÖLUNA laugardag kl. 9 – 16 sunnudag kl. 10 – 16 SILUNGAFLUGUR - 150 KR. 30% A F ÖLLUM VÖÐLUJÖKKUM LAXA FLUGUR - 250 KR 30 – 50% AF ÖLLUM FLUGUSTÖNGUM SPINNSTANGIR - 2.500 KR. 30 – 80 % AF SPINNSTÖNGUM VÖÐLUR - 6.000 KR 30 - 50 % AF ÖLLUM VÖÐLUM FLUGUHJÓL - 2.500 KR. 30 – 50 % A F ÖLLUM FLUGULÍNUM SPINNHJÓL - 2.500 KR. FLUGUSTANGIR - 5.000 KR 1.500 KR FLÖKUNAR H NÍFAR - RAFMAGNS UTANBORÐSMÓTOR 30.000 KR (ÁÐUR 47.980 KR.) JAXON SLÖNGUBÁTUR 290 CM 150.000 KR (ÁÐUR 249.000 K R) JAXON SLÖNGUBÁTUR 2 30 C M 59.000 KR ( Á ÐUR 99 0. 00 K R ) SÝNINGAR EINTAK 320 CM SELST HÆSTBJÓÐANDA Á SUNNUDAG KJÚKLINGUR MEÐ CHILI OG HVÍTLAUK
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.