Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 56

Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 56
8. september 2012 LAUGARDAGUR8 Verslunarstjóri óskast á kaffihús Kaffitárs í Höfðatorgi Kaffitár leitar að áhugasömum og lífsglöðum kaffiunnanda í starf verslunarstjóra á kaffihúsið okkar í Höfðatorgi. Verslunarstjóri er ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri kaffihússins og starfsmönnum þess. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, hugmyndaríkur, lipur í samskiptum og auðvitað kaffiunnandi. Sambærileg starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði. Starfsemi kaffihússins er fjölbreytt, m.a. sala veitinga, kaffidrykkja, kaffipakka og gjafavöru. Líflegt og fjölbreytt starfsumhverfi í fallegu umhverfi. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 16. september nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Sverrisdóttir: elisabet@hagvangur.is Kaffitár framleiðir og selur einungis úrvalskaffi. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika. Við erum skemmtileg, alúðleg, umhverfisvæn, litaglöð og líka röff og töff. Við setjum fólk í fyrirrúm og opnum hjarta okkar til að koma boðskap Kaffitárs til skila og tengjast viðskiptavinum okkar traustum böndum. Við kaupum kaffi án krókaleiða til að stuðla að þvi að við fáum besta kaffi sem völ er á og að bændurnir fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Atvinna óskast Óska eftir framtíðarstarfi á höfuðborgarsvæðinu. Hef starfað mest við skrifstofustörf. t.d. Opus Alt , Navision og DK-bókhaldskerfi. Einnig við verslunar- og umsjónarstörf. Jóanna 892-0403 • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða dugmikinn starfsmann í fjölbreytt og krefjandi starf hjá Hagmálum, sem tilheyra Fjármálasviði. Hagmál annast m.a. áætlanagerð af ýmsu tagi og aðstoða svið fyrirtækisins við gerð áætlana, kostnaðargreiningu og skýrslugerð. Sérfræðingur hjá Hagmálum Starfssvið: • Fjárhagsáætlanagerð • Arðsemisgreiningar • Rekstrareftirlit og kostnaðargreining • Aðstoð við uppgjör fyrirtækisins • Ýmis upplýsingagjöf og skýrslugerð Umsjón með úrvinnslu umsókna hafa Hilmar Garðar Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is) og Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun í viðskiptafræði • Góð reikningshaldsþekking • Reynsla af greiningum og áætlanagerð • Góð tölvuþekking • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar • Frumkvæði, nákvæm og skipulögð vinnubrögð Orkuveita Reykjavíkur er veitufyrirtæki og þjónustufyrirtæki í eigu almennings sem sér um 200.000 notendum fyrir húshitun, drykkjarvatni, rafmagni og fráveitu. Hjá Orkuveitunni vinnur traustur hópur starfsmanna sem hefur lagt hart að sér í ólgusjó síðustu ára. Umsóknarfrestur er til og með 26. september og farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Við leitum að öflugum gagnagrunnsstjóra Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík www.rb.is Hlutverk gagnagrunnsstjóra er að starfa með hópi sérfræðinga að uppsetningu, viðhaldi, eftirliti, stillingum og almennum rekstri gagnagrunna fyrirtækisins. Hann sinnir ráðgjöf til forritara um bestun á fyrirspurnum og ber ábyrgð á að gagnagrunnar fyrirtækisins séu uppsettir og reknir í samræmi við öryggisstaðla. Reiknistofa bankanna keyrir DB2, Oracle og MS SQL gagnagrunna í Unix, Windows og stórtölvuumhverfi. Kröfur » Reynsla af gagnagrunnsstjórn » Reynsla af kerfisstjórn einhverra eftirfarandi stýrikerfa er kostur: AIX, Linux, Windows eða zOS » Háskólapróf í raungreinum er æskilegt; tölvunarfræði stærðfræði eða verkfræði » Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum » Brennandi áhugi á gagnavinnslu og hæfni til að vinna í hóp Umsóknarfrestur er til 14. september 2012. Umsóknir sendist á Guðbrand Jónasson, starfsmannastjóra Reiknistofunnar, gudbrandur@rb.is. Nánari upplýsingar veitir Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri Tæknirekstrar og þjónustu, í síma 569 8877.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.