Fréttablaðið - 08.09.2012, Qupperneq 64
8. september 2012 LAUGARDAGUR16
Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir starf skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar laust til umsóknar.
Reykjavíkurborg
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynjanna í störfum og því að vinnustaðir borgarinnar endurspegli fjölbreytileika
reykvísks samfélags. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar í
síma 4 11 11 11 eru veittar allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og símasamband við starfsmenn einstakra sviða og deilda.
Hlutverk og ábyrgðarsvið
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar starfar á skipulags- og
byggingarsviði Reykjavíkurborgar
en mun tilheyra nýju umhverfis- og skipulagssviði frá 1. janúar
árið 2013. Meðal helstu verkefna Umhverfis- og skipulagssviðs
eru skipulagsmál, umhverfismál, umsjón fasteigna
Reykjavíkurborgar, framkvæmdir, heilbrigðiseftirlit og
byggingareftirlit.
Skipulagsfulltrúi starfar skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Hann hefur m.a. umsjón með skipulagsgerð, gefur út
framkvæmdaleyfi og hefur eftirlit með þeim framkvæmdum.
Skipulagsfulltrúi ber ábyrgð á gerð skipulagsáætlana,
embættisafgreiðslum í umboði skipulagsráðs og eftirfylgni á
stefnumótun og ákvörðunum ráðsins.
Menntun og hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa framhaldsmenntun á háskólastigi
í skipulagsfræði, arkitektúr eða skyldum greinum skv.
ákvæðum skipulagslaga nr.123/2010.
Umsækjendur skulu hafa heimild ráðherra til starfsheitisins
samkvæmt lögum um löggildingu starfsheita sérfræðinga í
tækni-og hönnunargreinum nr. 8/1996.
Umsækjendur skulu hafa sérhæft sig á sviði skipulagsmála
með námi eða vinnu í a.m.k. 2 ár.
Reynsla af stjórnun og þekking á starfsumhverfi opinberrar
stjórnsýslu er æskileg auk leiðtogahæfileika, frumkvæði í
starfi, framsýni og skipulagsfærni.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og
einu norrænu tungumáli.
Góð almenn tölvukunnátta.
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs er næsti yfirmaður
skipulagsfulltrúa. Um laun og starfskjör fer samkvæmt reglum
um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og
ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar.
Umsókn skal
færa inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.
is/storf, fyrir 24. september nk. samkvæmt framlengdum
umsóknarfresti.
Upplýsingar
um starfið veitir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri olof.orvarsdottir@
reykjavik.is eða Bjarni Þór Jónsson, skrifstofustjóri bjarni.
th.jonsson@reykjavik.is í síma 411 1111.
Skipulagsfulltrúi
www.kopavogur.is
Velferðarsvið
Áhugaverð störf
Velferðarsvið Kópavogsbæjar auglýsir tvö áhugaverð
störf laus til umsóknar.
á heimili fyrir fatlað fólk
á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk
Störfin eru ólík en krefjast þess að viðkomandi þrói og
leiði starfsemina.
Menntunar- og hæfniskröfur
eða innan félags- og heilbrigðisvísinda.
Helstu verkefni og ábyrgð
www.kopavogur.is
og hjá Guðlaugu Ósk Gísladóttur deildarstjóra í síma 570-1500
og á netfanginu gudlaugo@kopavogur.is
Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og
viðkomandi stéttarfélags.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin.
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á vef
Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Til hvers að auglýsa ?
Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma
í úrvinnslu innsendra umsókna.
Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að
þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni.
Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar
fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum.
STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031
stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is.
Með starf
fyrir þig
Starfsemi STRÁ ehf. býr að
aldarfjórðungs reynslu og
þekkingu á sviði starfs-
manna- og ráðningarmála
en stofan hefur unnið fyrir
mörg helstu og leiðandi
fyrirtæki landsins um
árabil.
Rík áhersla er lögð á trúnað
varðandi vörslu gagna og
upplýsinga bæði gagnvart
umsækjendum, sem og
vinnuveitendum.
Ánægðir viðskiptavinir til
margra ára hafa notið
þjónustu STRÁ, en stofan
hefur jafnframt umsjón
með ráðningum í sérfræði-
og stjórnunarstöður.
www.stra.is