Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 80
KYNNING − AUGLÝSINGKringlan LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 201210
Nýir eigendur festu kaup á versluninni Gleraugna-smiðjunni í Kringlunni nú
í ágúst síðastliðnum. „Gæði og góð
þjónusta er númer eitt, tvö og þrjú
hjá okkur. Hjá okkur starfar sjón-
tækjafræðingur sem er sérfræð-
ingur í sjónmælingum og lins-
um. Starfsfólk okkar hefur mikla
reynslu af störfum í gleraugna-
verslunum,“ segir Kristinn Krist-
insson, nýr eigandi Gleraugna-
smiðjunnar, sem einnig rekur
gleraugnaverslunina Gleraug-
að við Faxafen. Gleraugnasmiðj-
an hefur verið staðsett í Kringl-
unni síðan 1996 og er því ein af
elstu verslunum Kringlunnar.
„Við ætlum að reka Gleraugna-
smiðjuna með svipuðu sniði og
við höfum rekið Gleraugað og því
verða gæði og góð þjónusta númer
eitt, tvö og þrjú hjá okkur ásamt
því að við bjóðum upp á sann-
gjarnt verð.“
Ásamt því að bjóða framúr-
skarandi þjónustu býður starfs-
fólk Gleraugnasmiðjunnar upp á
mikla fjölbreytni í gleraugnaúr-
vali. Helstu merkin hjá Gleraugna-
smiðjunni eru meðal annarra
Fendi, Lacoste, Michael Kors, Jil
Sanders, Calvin Klein, Silhouette,
Etnia Barcelona, Tag Heuer ásamt
fleirum. „Við erum einnig komin
með umboð fyrir nýtt ítalskt merki
sem heitir Italia Independent.
Þetta eru umgjarðir og sólgler-
augu sem hafa verið að slá í gegn í
Evrópu undanfarið. Fleira er einn-
ig á döfinni, við erum meðal ann-
ars að fá Ray Ban-sólgleraugu og
umgjarðir ásamt ýmsum öðrum
þekktum vörumerkjum.“
Verslunin hefur einnig mikið
úrval af linsum. „Við erum með
nánast eitthvað fyrir alla í lins-
um. Þeir sem eru með mikla sjón-
skekkju geta fengið linsur hjá
okkur. Einnig þeir sem þurfa að
nota margskipt gleraugu, þeir
geta fengið margskiptar linsur og
þannig fram eftir götunum. Þess-
ar linsur eru búnar að vera til í
mörg ár en hafa ekki verið mikið
notaðar hér á landi. Við í Gleraug-
anu höfum boðið upp á þær í lang-
an tíma en það er eins og fólk viti
ekki af þessum möguleika,“ segir
Kristinn.
Nánari upplýsingar um Gler-
augnasmiðjuna má finna á heima-
síðu verslunarinnar, Gleraugna-
smidjan.is og Linsur.is. Einnig er
verslunin með Facebook-síðu.
Nýir eigendur Gleraugnasmiðjunnar
Eigendur Gleraugans festu nýlega kaup á Gleraugnasmiðjunni í Kringlunni. Þar verða gæði og góð þjónustu höfð að leiðarljósi.
Ásamt framúrskarandi þjónustu býður starfsfólkið upp á fjölbreytt úrval gleraugnaumgjarða frá til dæmis Fendi og Tag Heur.
Meðal helstu merkja sem Gleraugnasmiðjan býður upp á eru Calvin Klein, Ray Ban,
Lacoste, Fendi, Jil Sanders, Silhouette, Etnia, Barcelona, Tag Heue og Dior.
Gleraugnasmiðjan er á góðum stað í
Kringlunni. Starfsfólk Gleraugnasmiðjunnar hefur mikla reynslu af störfum í gleraugnaverslunum.
Kristinn í Glerauganu festi nýlega kaup á Gleraugnasmiðjunni í Kringlunni. MYND/ANTON
NÝTT MERKI HJÁ GLER
AUGNASMIÐJUNNI
Italia Independent er sköpunar-
ríkt vörumerki fyrir sjálfstætt fólk
sem elskar tísku og hönnun. I-I
uppfærir „Made in Italy“ og end-
urhannar klassísk íkon. Fyrirtækið
starfar á fjölbreyttum sviðum,
allt frá fatahönnun yfir í heim-
ilisvörur og frá gleraugum yfir í
hönnun og framleiðslu bíla, til að
dreifa ítalska stílnum út um allan
heim. Fyrstu vörur fyrirtækisins
litu dagsins ljós í byrjun árs árið
2007 í hinni frægu tískuverslun
Luisa Via Roma í Flórens. Markmið
og hugmyndafræði I-I eru að
stórum hluta innifalin í nafninu.
Ítalía er ekki aðeins fæðingar-
staður fyrirtækisins heldur er hún
megininnblástur hönnunarinnar.
I-I vill uppfæra hugtakið „Made in
Italy“ yfir í „Made in Italy 2.0“. Þrátt
fyrir þetta er hugsunin ekki sú
að gleyma síðastliðnum tuttugu
árum sem það tók að byggja upp
„Made in Italy“ heldur gefa því
nýjan kraft. Steríótýpur eru liðin
tíð og kominn tími til að horfa
fram á við í hinni hraðskreiðu
þróun tískunnar. Umgjarðirnar
frá I-I eru flestar úr mjög léttu og
sveigjanlegu plasti.