Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 80

Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 80
KYNNING − AUGLÝSINGKringlan LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 201210 Nýir eigendur festu kaup á versluninni Gleraugna-smiðjunni í Kringlunni nú í ágúst síðastliðnum. „Gæði og góð þjónusta er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Hjá okkur starfar sjón- tækjafræðingur sem er sérfræð- ingur í sjónmælingum og lins- um. Starfsfólk okkar hefur mikla reynslu af störfum í gleraugna- verslunum,“ segir Kristinn Krist- insson, nýr eigandi Gleraugna- smiðjunnar, sem einnig rekur gleraugnaverslunina Gleraug- að við Faxafen. Gleraugnasmiðj- an hefur verið staðsett í Kringl- unni síðan 1996 og er því ein af elstu verslunum Kringlunnar. „Við ætlum að reka Gleraugna- smiðjuna með svipuðu sniði og við höfum rekið Gleraugað og því verða gæði og góð þjónusta númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur ásamt því að við bjóðum upp á sann- gjarnt verð.“ Ásamt því að bjóða framúr- skarandi þjónustu býður starfs- fólk Gleraugnasmiðjunnar upp á mikla fjölbreytni í gleraugnaúr- vali. Helstu merkin hjá Gleraugna- smiðjunni eru meðal annarra Fendi, Lacoste, Michael Kors, Jil Sanders, Calvin Klein, Silhouette, Etnia Barcelona, Tag Heuer ásamt fleirum. „Við erum einnig komin með umboð fyrir nýtt ítalskt merki sem heitir Italia Independent. Þetta eru umgjarðir og sólgler- augu sem hafa verið að slá í gegn í Evrópu undanfarið. Fleira er einn- ig á döfinni, við erum meðal ann- ars að fá Ray Ban-sólgleraugu og umgjarðir ásamt ýmsum öðrum þekktum vörumerkjum.“ Verslunin hefur einnig mikið úrval af linsum. „Við erum með nánast eitthvað fyrir alla í lins- um. Þeir sem eru með mikla sjón- skekkju geta fengið linsur hjá okkur. Einnig þeir sem þurfa að nota margskipt gleraugu, þeir geta fengið margskiptar linsur og þannig fram eftir götunum. Þess- ar linsur eru búnar að vera til í mörg ár en hafa ekki verið mikið notaðar hér á landi. Við í Gleraug- anu höfum boðið upp á þær í lang- an tíma en það er eins og fólk viti ekki af þessum möguleika,“ segir Kristinn. Nánari upplýsingar um Gler- augnasmiðjuna má finna á heima- síðu verslunarinnar, Gleraugna- smidjan.is og Linsur.is. Einnig er verslunin með Facebook-síðu. Nýir eigendur Gleraugnasmiðjunnar Eigendur Gleraugans festu nýlega kaup á Gleraugnasmiðjunni í Kringlunni. Þar verða gæði og góð þjónustu höfð að leiðarljósi. Ásamt framúrskarandi þjónustu býður starfsfólkið upp á fjölbreytt úrval gleraugnaumgjarða frá til dæmis Fendi og Tag Heur. Meðal helstu merkja sem Gleraugnasmiðjan býður upp á eru Calvin Klein, Ray Ban, Lacoste, Fendi, Jil Sanders, Silhouette, Etnia, Barcelona, Tag Heue og Dior. Gleraugnasmiðjan er á góðum stað í Kringlunni. Starfsfólk Gleraugnasmiðjunnar hefur mikla reynslu af störfum í gleraugnaverslunum. Kristinn í Glerauganu festi nýlega kaup á Gleraugnasmiðjunni í Kringlunni. MYND/ANTON NÝTT MERKI HJÁ GLER AUGNASMIÐJUNNI Italia Independent er sköpunar- ríkt vörumerki fyrir sjálfstætt fólk sem elskar tísku og hönnun. I-I uppfærir „Made in Italy“ og end- urhannar klassísk íkon. Fyrirtækið starfar á fjölbreyttum sviðum, allt frá fatahönnun yfir í heim- ilisvörur og frá gleraugum yfir í hönnun og framleiðslu bíla, til að dreifa ítalska stílnum út um allan heim. Fyrstu vörur fyrirtækisins litu dagsins ljós í byrjun árs árið 2007 í hinni frægu tískuverslun Luisa Via Roma í Flórens. Markmið og hugmyndafræði I-I eru að stórum hluta innifalin í nafninu. Ítalía er ekki aðeins fæðingar- staður fyrirtækisins heldur er hún megininnblástur hönnunarinnar. I-I vill uppfæra hugtakið „Made in Italy“ yfir í „Made in Italy 2.0“. Þrátt fyrir þetta er hugsunin ekki sú að gleyma síðastliðnum tuttugu árum sem það tók að byggja upp „Made in Italy“ heldur gefa því nýjan kraft. Steríótýpur eru liðin tíð og kominn tími til að horfa fram á við í hinni hraðskreiðu þróun tískunnar. Umgjarðirnar frá I-I eru flestar úr mjög léttu og sveigjanlegu plasti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.