Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 94

Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 94
8. september 2012 LAUGARDAGUR50 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Lára Björk Birgisdóttir Teikningar og texti Bragi Halldórsson 8 svar: 5 kíló. Konráð og félagar höfðu heldur betur komist í feitt. Þau fundu bláberja móa þar sem krökkt var af berjum. Allan daginn voru þau búin að vera að tína ber og nú var komið að því að skoða afraksturinn. Kata horfði ofan í hálftóma fötuna hjá Róberti og svo á berjabláan munninn hans. „Þú hefur nú bara tínt berin upp í þig sýnist mér,“ sagði hún hneyksluð. Róbert „Eða ert bara gráðugur,“ muldraði Kata en Róbert heyrði það ekki. Það var mismikið í fötunum svo Konráð stakk upp á því að þau skiptu öllum berjunum jafnt á milli sín svo allir fengju jafn mikið. „Hann líka?“ sagði Kata og benti á Róbert. „Já, allir,“ sagði Konráð. Kata var bersýnilega ekki mjög sátt við þá tilhögun en samþykkti hana þó með semingi. Róbert hafði tínt 2 kíló, Lísaloppa 6 kíló, Kata 7 kíló og Konráð 5 kíló. Hversu mörg kíló fær þá hvert þeirra í sinn hlut ef þau skipta berjunum öllum jafnt á milli sín? Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að þú hefðir verið dregin út sem vinningshafi? „Ég var mjög glöð en eiginlega í sjokki.“ Hvað ertu gömul? „12 ára.“ Ertu mikill lestrarhestur? „Já, frekar.“ Hvað er skemmtilegt við að lesa bækur? „Þær eru oft spennandi.“ Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? „Örugglega Harry Potter.“ Hvers lags bækur þykja þér skemmtilegastar? „Spennu- bækur.“ Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? „Eldar Kvikna, hún var geggjuð.“ Í hvaða hverfi býrð þú? „Seljahverfi.“ Í hvaða skóla gengur þú? „Seljaskóla.“ Hvaða námsgrein er skemmtilegust? „Enska og stærðfræði.“ Hver eru þín helstu áhuga- mál? „Ég æfi sund og spila á þverflautu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bókaormaverkefni Borgarbókasafnsins á þessu sumri er lokið. Aðalvinn- ingshafi var dreginn út í vikunni og var svo heppinn að fá reiðhjól. Forlagið, Bókmenntaborgin og Örninn styrktu verkefnið og voru í samstarfi við bóka- safnið, ásamt Fréttablaðinu. Hvað heitir þú fullu nafni? „Ég heiti Alexander Mar og er 13 ára. Er í Laugalækjarskóla og æfi líka fótbolta og körfu.“ Hvernig kom það til að þú bjóst til bók? „Mér hefur aldrei fundist skemmtilegt að lesa en mér finnst voða gaman að skrifa sögur því ímyndunaraflið er allt- af á fleygiferð. Svo ákvað ég að reyna að gera sérstaka bók handa pabba. Hann var að fara að eiga 43 ára afmæli og mér fannst góð hugmynd að búa til bók handa honum enda langaði mig ekki að eyða neinum peningum þetta árið í afmælisgjafir. Svo vissi ég líka að fjölskyldan yrði ánægð með mig, stelpunum mundi finnast þetta krúttlegt og fyrst og fremst yrði pabbi glaður. Ég hugsaði oft um þetta verkefni þegar ég var að fara að sofa.“ Hvert er efni bókarinnar? „Efnið í bókinni er um hæfi- leika, já hún er einfaldlega hrós því hún er svo jákvæð. Það eru líka myndir í henni og allt efnið snýst um pabba.“ Hvernig fórstu að því að gera bókina? „Ég handgerði hana í textílmennt í skólanum. Svo hringdi ég í ættingja og vini og bauð þeim að skrifa eitthvað fal- legt um hann pabba. Einnig límdi ég inn myndir. Bókin sjálf er ekki vel skreytt en textinn er aðalmál- ið.“ Hvað var vandasamast? „Eig- inlega var allt vandasamt nema kápan.“ Hjálpaði þér einhver? „Já, en ég gerði mest sjálfur því ég vildi ekki hjálp. Sumir héldu að þetta ætti að vera bók eins og minning- argrein um látinn mann.“ Hvernig var bókinni svo tekið? „Henni var tekið eins og um upp- finningu væri að ræða!“ Finnst þér að aðrir krakkar gætu farið að dæmi þínu? „Alveg klárlega. Krakkar eru alveg jafn- TEKIÐ EINS OG UM UPP- FINNINGU VÆRI AÐ RÆÐA Hinum þrettán ára Alexander Mar þykir gaman að skrifa. Hann bjó til sérstaka bók handa föður sínum í afmælisgjöf, með texta og myndum. Efnið er bæði eftir hann sjálfan og vini og ættingja afmælisbarnsins. ALEXANDER MAR Hann handgerði bókina í textíl- mennt í skólanum og segir hana ekki vel skreytta en textinn sé aðalmálið. góðir rithöfundar og fullorðn- ir. Þeir verða bara að hafa trú á verkefninu.“ Hvaða ráðleggingar hefurðu þá til þeirra? „Að lesa bækur, skoða þær vel og taka eftir orðum.“ Langar þig að gera f leiri bækur? „Já, ég er að vinna í sögu um unglinga en er ekki nógu duglegur við það. Svo hef ég stundum ekki tíma.“ gun@frettabladid.is Veistu, ég veit ég er pirrandi stund- um en þú verður að taka því gegn- um unglingsárin. En seinna meir skal ég hjálpa þér í ýmsum verk- efnum. Ég vona að við lifum allt- af í sátt og samlyndi. Það er gott að þú gerir ekki neitt ávanabind- andi og ert alltaf þú sjálfur. Ég vildi láta vita hversu þakklátur ég er að eiga pabba sem tekur öllum áskor unum vel í lífinu og reynir alltaf að leita þess góða. krakkar@frettabladid.is 50 SKÁK Í RÁÐHÚSINU Krakkar geta lært mannganginn og tekið þátt í skákmyndakeppni í fjölskylduhorni skákveislu sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og hefst klukkan 14. Kennarinn: „Hvað er það sem er kallað miðbaugur, Óli?“ Óli: „Það er svart strik á kort- inu.“ Borgarbúinn: „Ert það þú sem átt þetta stöðuvatn?“ Bóndinn: „Já, svo á að heita.“ Borgarbúinn: „Munduð þér telja það stórsynd ef ég drægi úr því nokkra silunga?“ Bóndinn: „Nei, en ég mundi telja það kraftaverk.“ Einu sinni voru agúrka og gulrót sem skelltu sér saman í bíó. Allt í einu sá gulrótin að gúrkan var að skæla og spurði: „Af hverju ertu að skæla gúrka, þetta er gamanmynd.“ „Ég veit,“ svaraði gúrkan, „þetta er bara vegna þess að það er laukur við hliðina á mér.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.