Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 96

Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 96
8. september 2012 LAUGARDAGUR52 BAKÞANKAR Tinnu Rósar Steinsdóttur Það má ekki pissa bak við hurð, ekki henda grjóti oní skurð, hvorki skoða lítinn kall né gefa ketti drullumall og ekki segja ráddi heldur réði. Þessar eru á meðal þeirra lífsreglna sem okkur eru kenndar í Laginu um það sem er bannað, eftir Svein- björn I. Baldvinsson. ÞAR með er þó ekki allt upp talið. Ég var alin upp við góð gildi og mér kenndir almennir mannasiðir. Ég veit að maður sleikir ekki hnífinn sinn, blótar ekki, stel- ur hvorki né platar og kemur vel fram við aðra (líka ljóta og leiðinlega). MEÐ árunum hafa enn fleiri hlutir bæst á listann og ég hef meðal annars lært að maður reynir ekki að púlla sömu hár- greiðslu og David Beckham ef maður er þrettán ára stelpa, maður má ekki klæð- ast fötum úr Hagkaup og alls ekki finnast Harry Potter leiðinlegur. Að drekka kók fyrir hádegi er algjört nó-nó og varast ber að vaxa ekki á sér lappirnar í lengri tíma. REGLUR samfélagins vega jú þungt á vogarskálunum þegar við reynum að stuðla að betri heimi. Eða hvað? Ég velti því fyrir mér hvort þessar stöðugu samfélags- reglur, boð og bönn um það sem í raun skiptir engu máli geri heiminn mögulega að verri stað. UM DAGINN var ég á Facebook (eins og svo oft áður, kveðja, fíkillinn) og rakst á eina af þessum háheimspekilegu tilvitn- unum sem eiga það til að detta þar inn. Hún fékk mig til að staldra aðeins við. Þar sagði að ekki þyrfti að óttast það að heimurinn myndi breytast heldur ein- mitt hið gagnstæða, að hann myndi hald- ast eins og hann er. ÞRETTÁN af hverjum 100 íbúum jarðar búa við hungursneyð og átján af þessum sömu hundrað búa við vatnsskort. 59% alls auðs í heiminum eru í eigu 6% íbúa hans og 53 af hverjum 100 lifa á undir tveimur dollurum á dag. ÉG FÉKK mér styrktarbarn hjá ABC fyrir nokkrum árum síðan. Þó heiminn muni eflaust ekki mikið um þann 4.000 kall sem ég borga á mánuði til að fæða, klæða og fræða Ragava Rao Pupcem, nú 13 ára gamlan „son“ minn á Indlandi, þá gerir margt smátt eitt stórt (góð vísa er aldrei of oft kveðin!). Á MEÐAN meirihluti heimsins vinnur þessa stundina baki brotnu við að halda sér á lífi þá sit ég hér í Karen Millen- kjólnum mínum (bara hinn hefðbundni fatnaður við pistlaskrif) með iphoninn í annarri og bíð eftir að fá kvöldmatinn sendan heim að dyrum. Eðlilegt? Maður spyr sig! Samfélagið versus heimurinn1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. ílát, 6. í röð, 8. saur, 9. háttur, 11. átt, 12. bragsmiður, 14. taka ófrjálsri hendi, 16. sjó, 17. gaul, 18. munda, 20. tvíhljóði, 21. steypuefni. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. ólæti, 4. fugl, 5. svelgur, 7. aftursæti, 10. varkárni, 13. hluti kynfæra, 15. síll, 16. dæling, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. vasi, 6. áb, 8. tað, 9. lag, 11. na, 12. skáld, 14. stela, 16. sæ, 17. gól, 18. ota, 20. au, 21. gifs. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. at, 4. sandlóa, 5. iða, 7. baksæti, 10. gát, 13. leg, 15. alur, 16. sog, 19. af. Ég sagði að þið mættuð leika ykkur með úðarann...ekki drulla ykkur út!! Pabbi myndi segja að þetta væri óviljandi afleiðing. Óska- brunnur Heyyyyrðu nú mig... er þetta ekki fjárhags- ráðgjafinn okkar? Þetta minnir mig á eitthvað sem ég sá Animal Planet í gær! Þreytt antíl- ópa reynir að sleppa úr klóm ljónsins! Slapp hún? Nei! Þarna sérðu. ...Nei. Látum okkur sjá...Rúsínu- rassgat... krúttibolla... krúsípúsí... ástarengill... snúlludúlla... bestaskinn... snúður... Geturðu ímyndað þér nokkuð meira niðurlægjandi en að pabbi þinn kalli þig „herra Bangsa“ fyrir framan vini þína? Ætlarðu þá að hætta að ávarpa pabba þinn með skírnarnafninu hans? Uuu, JÁ! Ef ég hætti því ekki þá byrjar hann að kalla mig „herra Bangsa“!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.