Fréttablaðið - 08.09.2012, Síða 100

Fréttablaðið - 08.09.2012, Síða 100
8. september 2012 LAUGARDAGUR56 Myndlist ★★★ ★★ Skia/Skuggi Hafnarborg Ýmsir listamenn. Sýningarstjóri: Guðni Tómasson. Þemasýningin SKIAskuggi (Skia er gríska orðið yfir skugga) var valin úr níu innsendum tillögum í sam- keppni Hafnarborgar, Menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar, um haustsýningu í safninu. Sýn- ingarstjóri er Guðni Tómasson. Í texta í sýningarskrá fer Guðni yfir ýmsar birtingarmyndir skuggans í íslensku máli, íslenskri myndlist og menningu. Skugginn er okkur Íslendingum hugleikinn, enda erum við hálfgerðar skuggaverur meirihluta ársins. Því er það góð hugmynd að varpa nú þessu ljósi á skuggann. Á sýningunni eru verk allt frá fyrri hluta síðustu aldar til ársins 2012; grafíkmyndir, málverk, högg- myndir, vídeóverk, ljósmyndaverk og innsetningar, en sýningin legg- ur undir sig allt safnið, þ.e. alla efri hæðina og Sverrissal á neðri hæð. Sýningarstjóri fer þá leið að leyfa skugganum, eða hugmynd- inni um skuggann, að leika lausum hala, og þannig birtist hann í eigin- legri og óeiginlegri mynd frá einu verki til annars. Nálgun sýningar- stjórans má segja að sé hófsöm og yfir henni hvílir ljóðræn stilla eða athugun. Skugginn í meðförum sýn- ingarstjóra er í formi dauðans og næturinnar, hann er í formi afrits og þunglyndis, og einnig er hann ástand og drungi. En skugginn er þarna líka eins og flestir þekkja hann, í venjulegu formi sem skuggi af húsi og manneskju. Skipta má sýningunni upp í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn er eins og dramatísk bíómynd; í hverju verki eru einhverjir atburðir um það bil að fara að gerast, eða eru nýbúnir að gerast. Skuggavera læðist inn um glugga í verki Katrínar Elvarsdótt- ur, Gulum gluggatjöldum 1-3, svart- ur hundur (þunglyndi?) ráfar um ísbreiðu í Blindu Haraldar Jónsson- ar, þremur ljósmyndum á þunnan pappír sem pinnaðar eru haganlega á vegg. Nágranni Blindu er Melanc- olia Helga Þorgils Friðjónssonar, uppfull af táknrænni næturstemn- ingu, enda gerist myndin er sól- myrkvi stendur sem hæst. Á sama tíma hanga skuggamyndir af hand- járnum yfir auðum bekk í þremur málverkum eins þekktasta skugga- málara Íslands, Sigurðar Árna Sig- urðssonar, verkunum Herbergi 1-3. Annar hluti sýningarinnar er ástandið sem maður upplifir þegar maður skoðar verk Kristjáns Guð- mundssonar, Lengsta nótt á Íslandi, verk Ragnars Kjartanssonar, Dauðinn og börnin, og verk Magn- úsar Pálssonar Sekúndurnar þar til Sikorsky-þyrlan snertir. Verk Kristjáns er lykilverk á sýningunni í þungum einfaldleik sínum og þó að það sé dauðaþögn í safninu heyrir maður nánast þyrluspaða Sikorsky- þyrlunnar hamast yfir hausamót- unum á manni í „tímalausu“ verki Magnúsar, í öllum skilningi þess orðs. Ragnar Kjartansson reynir síðan að hræða skólabörn í gervi mannsins með ljáinn í Hólavalla- kirkjugarði, sem gera grín að þess- ari skrípaveru, en óafvitandi elta þau dauðann í hring. Eru þau þar með á leið yfir móðuna miklu, var dauðinn að sækja þau? Andblær liðinnar aldar birtist svo í þriðja hluta sýningarinnar í fallegum dúkristum Snorra Arin- bjarnar af götum í Reykjavík og Ísafirði. Þarna nýtur skugginn sín í sinni tærustu og þekktustu mynd, þar sem hann varpast af húsum og fólki í sígildri myndgerð. Eins og sýningarstjóri nefnir í sýningar- skrá má segja að skuggi kreppunnar hafi einnig þarna verið allt umlykj- andi, og sömuleiðis í verki Jóhanns Briem, Vinnudegi lokið, þar sem maður með skóflu heldur heim í fal- legri kvöldbirtu. Dúkristur Elísar B. Halldórsson- ar frá sjöunda áratugnum eru sömu- leiðis margar skemmtilegar, þó þar sé rökkur fremur en skuggaspil, og einkum þær rómantísku, Kvöldið er fagurt og Við lífsins brunn. Fjórði hluti sýningarinnar er í Sverrissal á jarðhæð safnsins. Þar var ánægjulegt að skoða ljósmynd- ir Ralph Hannam, þar sem unnið er gagngert með skuggaspil frá gardínum, vinnupöllum, stigum og grindverkum. Einnig er brugðið á leik í skemmtilegri mynd þar sem karlmaður gerir sig líklegan til að kyssa skugga konu. Mynd Hrings hefði átt betur heima með verkun- um í fyrsta hlutanum, og uppsetn- ing Krumpaðs myrkurs Haraldar Jónssonar er misheppnuð. Verkið er samansett af fjölda krumpaðra svartra pappírsblaða á gólfinu, og lítur meira út eins og hrúga af drasli en tilfinning fyrir hlutgerðu myrkri. Í raun segir ljóðrænn titill- inn allt sem segja þarf. Verk Gabríelu Friðriksdóttur og Þorvaldar Skúlasonar passa ekki nógu vel inn í salinn uppi, og verk Magnúsar Pálssonar Sólskin er eins og illa gerður hlutur þar sem það stendur eins og yfirgefið upp við vegg við inngang á efri hæð. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Ljóðræn og hófsöm nálgun sýningarstjóra í kaflaskiptri sýningu. Þrjár velheppnaðar sam- stillingar hífa hana upp úr meðal- mennskunni. Sýningin Minning um myndlist verður opnuð klukkan 15 í dag í Listasafni ASÍ á Freyjugötu 41. Hún er til heiðurs útimyndlistar- sýningunum á Skólavörðuholti á árunum 1967 til 1972 sem 45 lista- menn á aldrinum 17 til 75 ára tóku þátt í og „breyttu skilningi almenn- ings á höggmyndalist“, að því er segir á heimasíðu safnsins. „Það hefur gengið ótrúlega vel að smala saman verkunum og mörg ævintýri skapast kringum þau,“ segir Inga Ragnarsdóttir mynd- listamaður, ein þeirra sem hafa lagt hönd að undirbúningi sýning- arinnar í sjálfboðavinnu. „Okkur datt til dæmis ekki í hug að gler- verkið hans Sigurðar Guðmunds- sonar frá 1969 fyndist, það fór beint á Ungdomsbienalen í Ósló og hefur ekki verið sýnt síðan en konan hans rakst nýlega á það niðri í kjallara á heimili þeirra í Hollandi.“ Inga nefnir líka listaverkið Fall- inn víxil eftir Inga Hrafn Hauks- son sem hún segir hafa vakið mikla athygli á sínum tíma og síðan verið selt til Svíþjóðar. „Við reiknuð- um ekki með því að finna Fallinn víxil en nú er hann kominn í hús. Með því verki minnumst við Inga Hrafns, hann var efnilegur mynd- listarmaður sem kvað mikið að en dó ungur.“ Enn eitt dæmið um endurheimt verk er eitt eftir Jón Gunnar Árna- son sem var á sýningunni 1968 og var síðan selt, laskaðist og týnd- ist um tíma. „Dóttir Jóns Gunn- ars fann verkið hans eftir mikla leit, við létum gera við það og það stendur hér í nýjum ljóma,“ segir Inga. „Sum verkin á sýningunni eru úti eins og í árdaga og einn- ig er allt húsið virkjað, meira að segja eldhúsið þar sem myndasýn- ing er í gangi. Við byggjum upp- lýsingar okkar mikið á ljósmynda- safni Ragnars Kjartanssonar, föður míns. Á þessum fimm útisýning- um voru um 130 verk og hann átti myndir af þeim flestum.“ Ný heim- ildarmynd eftir Ingu og Katrínu Agnesi Klar er einnig til sýnis með nýjum viðtölum við nokkra lista- menn sem tóku þátt í útisýningun- um á sínum tíma. Minning um myndlist er í til- efni fjörutíu ára afmælis Mynd- höggvarafélagsins og á henni eru verk eftir flesta stofnendur þess að sögn Ingu. „Það er gaman að minn- ast frumkvöðlanna með þessum hætti,“ segir hún brosandi. gun@frettabladid.is Nálgun sýningarstjór- ans er hófsöm og yfir henni hvílir ljóðræn stilla Grand Hótel Reykjavík óskar eftir starfsfólki í tímabundið sölu og markaðsátak í dagvinnu. Hæfniskröfur Góð íslenskukunnátta og lágmarks tölvukunnáttu er krafist. Reynsla af sölustörfum æskileg en ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til 20. september. Umsóknir skulu sendast á gullklubburinn@grand.is Grand Hótel Reykjavík - Sigtúni 38 - 105 Reykjavik - grand.is SÖLU OG KYNNINGARFULLTRÚI LJÓSI VARPAÐ Á SKUGGA Í HAFNARBORG KRUMPAÐ MYRKUR Verk Haraldar Jónssonar fellur ekki í kramið hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins. VIÐ FALLINN VÍXIL Ragnhildur Stefánsdóttir, Inga Ragnarsdóttir og Kristín Guðnadóttir skipa sýningarnefndina ásamt Sólveigu Aðalsteinsdóttur sem vantar á myndina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ótrúlegir endurfundir við útilistaverk Systurnar Ólöf og Sig- rún Einarsdætur tefla saman textíl og gleri í sýningunni Ummyndun sem verður opnuð á efri hæð Gerðubergs í dag klukkan 14. Þær leggja áherslu á að jafnvægi ríki, þannig að efnin bæti hvort annað upp í stað þess að slást eða yfirgnæfa hvort annað og sækja gjarnan inn- blástur í náttúru Íslands, ekki síst í hin ótemjanlegu innri öfl hennar. Sýningin stendur til 28. október og er opin virka daga frá 11 til 17 og um helgar frá 13 til 16. - gun Systur í Gerðubergi KRAFLA Eitt verkanna á sýningunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.