Fréttablaðið - 08.09.2012, Qupperneq 100
8. september 2012 LAUGARDAGUR56
Myndlist ★★★ ★★
Skia/Skuggi
Hafnarborg
Ýmsir listamenn. Sýningarstjóri:
Guðni Tómasson.
Þemasýningin SKIAskuggi (Skia er
gríska orðið yfir skugga) var valin
úr níu innsendum tillögum í sam-
keppni Hafnarborgar, Menningar-
og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar,
um haustsýningu í safninu. Sýn-
ingarstjóri er Guðni Tómasson. Í
texta í sýningarskrá fer Guðni yfir
ýmsar birtingarmyndir skuggans
í íslensku máli, íslenskri myndlist
og menningu. Skugginn er okkur
Íslendingum hugleikinn, enda
erum við hálfgerðar skuggaverur
meirihluta ársins. Því er það góð
hugmynd að varpa nú þessu ljósi á
skuggann.
Á sýningunni eru verk allt frá
fyrri hluta síðustu aldar til ársins
2012; grafíkmyndir, málverk, högg-
myndir, vídeóverk, ljósmyndaverk
og innsetningar, en sýningin legg-
ur undir sig allt safnið, þ.e. alla efri
hæðina og Sverrissal á neðri hæð.
Sýningarstjóri fer þá leið að
leyfa skugganum, eða hugmynd-
inni um skuggann, að leika lausum
hala, og þannig birtist hann í eigin-
legri og óeiginlegri mynd frá einu
verki til annars. Nálgun sýningar-
stjórans má segja að sé hófsöm og
yfir henni hvílir ljóðræn stilla eða
athugun. Skugginn í meðförum sýn-
ingarstjóra er í formi dauðans og
næturinnar, hann er í formi afrits
og þunglyndis, og einnig er hann
ástand og drungi. En skugginn er
þarna líka eins og flestir þekkja
hann, í venjulegu formi sem skuggi
af húsi og manneskju.
Skipta má sýningunni upp í fjóra
hluta. Fyrsti hlutinn er eins og
dramatísk bíómynd; í hverju verki
eru einhverjir atburðir um það bil
að fara að gerast, eða eru nýbúnir
að gerast. Skuggavera læðist inn um
glugga í verki Katrínar Elvarsdótt-
ur, Gulum gluggatjöldum 1-3, svart-
ur hundur (þunglyndi?) ráfar um
ísbreiðu í Blindu Haraldar Jónsson-
ar, þremur ljósmyndum á þunnan
pappír sem pinnaðar eru haganlega
á vegg. Nágranni Blindu er Melanc-
olia Helga Þorgils Friðjónssonar,
uppfull af táknrænni næturstemn-
ingu, enda gerist myndin er sól-
myrkvi stendur sem hæst. Á sama
tíma hanga skuggamyndir af hand-
járnum yfir auðum bekk í þremur
málverkum eins þekktasta skugga-
málara Íslands, Sigurðar Árna Sig-
urðssonar, verkunum Herbergi 1-3.
Annar hluti sýningarinnar er
ástandið sem maður upplifir þegar
maður skoðar verk Kristjáns Guð-
mundssonar, Lengsta nótt á Íslandi,
verk Ragnars Kjartanssonar,
Dauðinn og börnin, og verk Magn-
úsar Pálssonar Sekúndurnar þar
til Sikorsky-þyrlan snertir. Verk
Kristjáns er lykilverk á sýningunni
í þungum einfaldleik sínum og þó að
það sé dauðaþögn í safninu heyrir
maður nánast þyrluspaða Sikorsky-
þyrlunnar hamast yfir hausamót-
unum á manni í „tímalausu“ verki
Magnúsar, í öllum skilningi þess
orðs. Ragnar Kjartansson reynir
síðan að hræða skólabörn í gervi
mannsins með ljáinn í Hólavalla-
kirkjugarði, sem gera grín að þess-
ari skrípaveru, en óafvitandi elta
þau dauðann í hring. Eru þau þar
með á leið yfir móðuna miklu, var
dauðinn að sækja þau?
Andblær liðinnar aldar birtist
svo í þriðja hluta sýningarinnar í
fallegum dúkristum Snorra Arin-
bjarnar af götum í Reykjavík og
Ísafirði. Þarna nýtur skugginn sín
í sinni tærustu og þekktustu mynd,
þar sem hann varpast af húsum og
fólki í sígildri myndgerð. Eins og
sýningarstjóri nefnir í sýningar-
skrá má segja að skuggi kreppunnar
hafi einnig þarna verið allt umlykj-
andi, og sömuleiðis í verki Jóhanns
Briem, Vinnudegi lokið, þar sem
maður með skóflu heldur heim í fal-
legri kvöldbirtu.
Dúkristur Elísar B. Halldórsson-
ar frá sjöunda áratugnum eru sömu-
leiðis margar skemmtilegar, þó þar
sé rökkur fremur en skuggaspil, og
einkum þær rómantísku, Kvöldið er
fagurt og Við lífsins brunn.
Fjórði hluti sýningarinnar er í
Sverrissal á jarðhæð safnsins. Þar
var ánægjulegt að skoða ljósmynd-
ir Ralph Hannam, þar sem unnið
er gagngert með skuggaspil frá
gardínum, vinnupöllum, stigum og
grindverkum. Einnig er brugðið á
leik í skemmtilegri mynd þar sem
karlmaður gerir sig líklegan til að
kyssa skugga konu. Mynd Hrings
hefði átt betur heima með verkun-
um í fyrsta hlutanum, og uppsetn-
ing Krumpaðs myrkurs Haraldar
Jónssonar er misheppnuð. Verkið
er samansett af fjölda krumpaðra
svartra pappírsblaða á gólfinu,
og lítur meira út eins og hrúga af
drasli en tilfinning fyrir hlutgerðu
myrkri. Í raun segir ljóðrænn titill-
inn allt sem segja þarf.
Verk Gabríelu Friðriksdóttur og
Þorvaldar Skúlasonar passa ekki
nógu vel inn í salinn uppi, og verk
Magnúsar Pálssonar Sólskin er
eins og illa gerður hlutur þar sem
það stendur eins og yfirgefið upp við
vegg við inngang á efri hæð.
Þóroddur Bjarnason
Niðurstaða: Ljóðræn og hófsöm
nálgun sýningarstjóra í kaflaskiptri
sýningu. Þrjár velheppnaðar sam-
stillingar hífa hana upp úr meðal-
mennskunni.
Sýningin Minning um myndlist
verður opnuð klukkan 15 í dag í
Listasafni ASÍ á Freyjugötu 41.
Hún er til heiðurs útimyndlistar-
sýningunum á Skólavörðuholti á
árunum 1967 til 1972 sem 45 lista-
menn á aldrinum 17 til 75 ára tóku
þátt í og „breyttu skilningi almenn-
ings á höggmyndalist“, að því er
segir á heimasíðu safnsins.
„Það hefur gengið ótrúlega vel
að smala saman verkunum og mörg
ævintýri skapast kringum þau,“
segir Inga Ragnarsdóttir mynd-
listamaður, ein þeirra sem hafa
lagt hönd að undirbúningi sýning-
arinnar í sjálfboðavinnu. „Okkur
datt til dæmis ekki í hug að gler-
verkið hans Sigurðar Guðmunds-
sonar frá 1969 fyndist, það fór beint
á Ungdomsbienalen í Ósló og hefur
ekki verið sýnt síðan en konan hans
rakst nýlega á það niðri í kjallara á
heimili þeirra í Hollandi.“
Inga nefnir líka listaverkið Fall-
inn víxil eftir Inga Hrafn Hauks-
son sem hún segir hafa vakið mikla
athygli á sínum tíma og síðan verið
selt til Svíþjóðar. „Við reiknuð-
um ekki með því að finna Fallinn
víxil en nú er hann kominn í hús.
Með því verki minnumst við Inga
Hrafns, hann var efnilegur mynd-
listarmaður sem kvað mikið að en
dó ungur.“
Enn eitt dæmið um endurheimt
verk er eitt eftir Jón Gunnar Árna-
son sem var á sýningunni 1968 og
var síðan selt, laskaðist og týnd-
ist um tíma. „Dóttir Jóns Gunn-
ars fann verkið hans eftir mikla
leit, við létum gera við það og það
stendur hér í nýjum ljóma,“ segir
Inga. „Sum verkin á sýningunni
eru úti eins og í árdaga og einn-
ig er allt húsið virkjað, meira að
segja eldhúsið þar sem myndasýn-
ing er í gangi. Við byggjum upp-
lýsingar okkar mikið á ljósmynda-
safni Ragnars Kjartanssonar, föður
míns. Á þessum fimm útisýning-
um voru um 130 verk og hann átti
myndir af þeim flestum.“ Ný heim-
ildarmynd eftir Ingu og Katrínu
Agnesi Klar er einnig til sýnis með
nýjum viðtölum við nokkra lista-
menn sem tóku þátt í útisýningun-
um á sínum tíma.
Minning um myndlist er í til-
efni fjörutíu ára afmælis Mynd-
höggvarafélagsins og á henni eru
verk eftir flesta stofnendur þess að
sögn Ingu. „Það er gaman að minn-
ast frumkvöðlanna með þessum
hætti,“ segir hún brosandi.
gun@frettabladid.is
Nálgun sýningarstjór-
ans er hófsöm og yfir
henni hvílir ljóðræn stilla
Grand Hótel Reykjavík óskar eftir starfsfólki
í tímabundið sölu og markaðsátak í dagvinnu.
Hæfniskröfur
Góð íslenskukunnátta og lágmarks tölvukunnáttu er krafist.
Reynsla af sölustörfum æskileg en ekki skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 20. september.
Umsóknir skulu sendast á gullklubburinn@grand.is
Grand Hótel Reykjavík - Sigtúni 38 - 105 Reykjavik - grand.is
SÖLU OG KYNNINGARFULLTRÚI
LJÓSI VARPAÐ Á SKUGGA Í HAFNARBORG
KRUMPAÐ MYRKUR Verk Haraldar Jónssonar fellur ekki í kramið hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins.
VIÐ FALLINN VÍXIL Ragnhildur Stefánsdóttir, Inga Ragnarsdóttir og Kristín Guðnadóttir
skipa sýningarnefndina ásamt Sólveigu Aðalsteinsdóttur sem vantar á myndina.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ótrúlegir endurfundir við útilistaverk
Systurnar Ólöf og Sig-
rún Einarsdætur tefla
saman textíl og gleri í
sýningunni Ummyndun
sem verður opnuð á efri
hæð Gerðubergs í dag
klukkan 14. Þær leggja
áherslu á að jafnvægi
ríki, þannig að efnin
bæti hvort annað upp
í stað þess að slást eða
yfirgnæfa hvort annað
og sækja gjarnan inn-
blástur í náttúru Íslands,
ekki síst í hin ótemjanlegu innri öfl hennar.
Sýningin stendur til 28. október og er opin virka daga frá 11 til 17
og um helgar frá 13 til 16. - gun
Systur í Gerðubergi
KRAFLA Eitt verkanna á sýningunni.